Fríar máltíðir grunnskólabarna - merkur samfélagslegur áfangi Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 26. mars 2024 14:00 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða hádegismatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu. Vissulega eru margir foreldrar sem geta alveg greitt fyrir mat sinna barna enda með ágætis tekjur og þá koma einhver nestuð að heiman já eða skólarnir grípa, líkt og hingað til, börn af efnaminni heimilum. Fyrir mér sem fyrrum stjórnanda í grunnskóla og umsjónarkennara er þetta ekki svona einfalt að það séu nægilega mörg heimili sem hafi tök á að greiða og rest sé reddað. Það eru nefnilega mikil tækifæri fólgin í því að taka kostnað við máltíðir nemenda út fyrir jöfnuna og setja öll börn við sama borð hvað það varðar. Bæði léttir þetta á þeim heimilum barna þar sem glímt er við fátækt, já þau eru nefnilega glettilega mörg get ég sagt ykkur, og verður vonandi til þess að létta undir með þeim heimilum sem eru samt það tekjuhá að þau njóta ekki góðs af öðrum aðgerðum ríkis til að létta undir með barnafólki. Það munar alveg um 20-35 þúsunda útgjaldalið í árferði líkt og núna. Þetta gerir það líka að verkum að mötuneyti geta nú gert ráð fyrir föstum fjölda nemenda í mat jafnvel út skólaárið en ekki á mánaðargundvelli fengist við óvissan fjölda jafnvel með tilheyrandi matarsóun og geta þá frekar aukið hagkvæmni eða gæði og fjölbreytni. Þetta léttir á heimilum þar sem nú verður aðgengi að mat í skólanum og ekki þarf að útbúa nesti, senda með aukapening til að skreppa í sjoppuna eða senda börn með mishollt skyndifæði með tilheyrandi umbúðafargani í skólann. Þetta er því umhverfisvænna, ætti að draga úr innkaupum heimila og auka jöfnuð meðal barna. Vel nærð, södd börn eiga nefnilega auðveldara með að sinna náminu, heilsa þeirra er betri og almenn vellíðan eykst. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á þessum aldri og máltíð borðuð í skóla er einnig hluti af lífsleikni, næringarfræði og sjálfbærnikennslu og í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar eru mýmargir möguleikar til að nýta máltíðir fyrir öll í námi. Sem skólastjóri og umsjónarkennari hef ég horft upp á allskonar neikvæð áhrif þess að öll börn hafi ekki aðgang að mat á skólatíma, hvort sem þau koma með nesti (sem þeim stundum líkar ekki eða er ekki nóg) eða það gleymist að senda nesti. Þá er sá aðstöðumunur sem felst í að horfa upp á þau sem hafa efni á skyndifæði (ýmist úr næstu sjoppu eða einfaldlega panta það í skólann) mörgum sár og getur einnig verið tilefni til eineltis. Við erum nefnilega samfélagið sem elur upp börnin og því mikilvægt að horfa á heildina og öll börnin í menginu, börnin okkar gera það nefnilega sjálf eins og barnaþing liðinna ára bera með sér. Þar hafa nemendur lagt áherslu á að öll börn ættu að fá mat í skólanum og að bjóða þurfi upp á hollan, fjölbreyttan og betri mat í mötuneytum auk þess sem dýravelferð og minni kjötneysla hafa komið til tals. Þá getur fæðuöryggi, það að vera viss um að hafa aðgang að mat alla skóladaga, dregið úr kvíða barna og aukið velsæld og stutt við heilsusamlegan lífstíl. Samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna eigum við nefnilega að gera það sem er börnum fyrir bestu (3. grein), muna að öll börn eru jöfn (2. grein), huga að lífi þeirra og þroska (6. grein) og huga að heilsu þeirra, vatni, mat og umhverfi (24. grein). Í 18. grein er kveðið á um réttindi foreldra og hlutverk stjórnvalda að styðja við þá, og hvað er betra en stuðningur við eina að grunnþörfum barnanna okkar með því að hafa aðgengi að næringarríkum máltíðum á skólatíma fyrir öll börn? Í Svíþjóð og Finnlandi er boðið upp á fríar skólamáltíðir en í Danmörku og Noregi svipa kerfin til okkar bráðum fyrrverandi kerfis með sama ójafnræði. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa kannað áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða með árs tilraunaverkefni og þar kemur í ljós að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Önnur norsk rannsókn sýndi fram á að neysla nemenda jókst á hollum mat, sérstaklega meðal nemenda með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom einnig fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði hvað varðar heilsu barna. Tæplega 850.000 finnskir nemendur eiga rétt á ókeypis skólamat og einnig er snarl í boði fyrir þau börn sem taka þátt í skólafrístundum. Líta Finnar svo á að skólamáltíðir styðji einnig við jafnrétti foreldra þar sem þær auðvelda foreldrum að vinna utan heimilis. Það styðji við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að hádegismat óháð efnahag og stöðu foreldra. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða hádegismatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu. Vissulega eru margir foreldrar sem geta alveg greitt fyrir mat sinna barna enda með ágætis tekjur og þá koma einhver nestuð að heiman já eða skólarnir grípa, líkt og hingað til, börn af efnaminni heimilum. Fyrir mér sem fyrrum stjórnanda í grunnskóla og umsjónarkennara er þetta ekki svona einfalt að það séu nægilega mörg heimili sem hafi tök á að greiða og rest sé reddað. Það eru nefnilega mikil tækifæri fólgin í því að taka kostnað við máltíðir nemenda út fyrir jöfnuna og setja öll börn við sama borð hvað það varðar. Bæði léttir þetta á þeim heimilum barna þar sem glímt er við fátækt, já þau eru nefnilega glettilega mörg get ég sagt ykkur, og verður vonandi til þess að létta undir með þeim heimilum sem eru samt það tekjuhá að þau njóta ekki góðs af öðrum aðgerðum ríkis til að létta undir með barnafólki. Það munar alveg um 20-35 þúsunda útgjaldalið í árferði líkt og núna. Þetta gerir það líka að verkum að mötuneyti geta nú gert ráð fyrir föstum fjölda nemenda í mat jafnvel út skólaárið en ekki á mánaðargundvelli fengist við óvissan fjölda jafnvel með tilheyrandi matarsóun og geta þá frekar aukið hagkvæmni eða gæði og fjölbreytni. Þetta léttir á heimilum þar sem nú verður aðgengi að mat í skólanum og ekki þarf að útbúa nesti, senda með aukapening til að skreppa í sjoppuna eða senda börn með mishollt skyndifæði með tilheyrandi umbúðafargani í skólann. Þetta er því umhverfisvænna, ætti að draga úr innkaupum heimila og auka jöfnuð meðal barna. Vel nærð, södd börn eiga nefnilega auðveldara með að sinna náminu, heilsa þeirra er betri og almenn vellíðan eykst. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á þessum aldri og máltíð borðuð í skóla er einnig hluti af lífsleikni, næringarfræði og sjálfbærnikennslu og í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar eru mýmargir möguleikar til að nýta máltíðir fyrir öll í námi. Sem skólastjóri og umsjónarkennari hef ég horft upp á allskonar neikvæð áhrif þess að öll börn hafi ekki aðgang að mat á skólatíma, hvort sem þau koma með nesti (sem þeim stundum líkar ekki eða er ekki nóg) eða það gleymist að senda nesti. Þá er sá aðstöðumunur sem felst í að horfa upp á þau sem hafa efni á skyndifæði (ýmist úr næstu sjoppu eða einfaldlega panta það í skólann) mörgum sár og getur einnig verið tilefni til eineltis. Við erum nefnilega samfélagið sem elur upp börnin og því mikilvægt að horfa á heildina og öll börnin í menginu, börnin okkar gera það nefnilega sjálf eins og barnaþing liðinna ára bera með sér. Þar hafa nemendur lagt áherslu á að öll börn ættu að fá mat í skólanum og að bjóða þurfi upp á hollan, fjölbreyttan og betri mat í mötuneytum auk þess sem dýravelferð og minni kjötneysla hafa komið til tals. Þá getur fæðuöryggi, það að vera viss um að hafa aðgang að mat alla skóladaga, dregið úr kvíða barna og aukið velsæld og stutt við heilsusamlegan lífstíl. Samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna eigum við nefnilega að gera það sem er börnum fyrir bestu (3. grein), muna að öll börn eru jöfn (2. grein), huga að lífi þeirra og þroska (6. grein) og huga að heilsu þeirra, vatni, mat og umhverfi (24. grein). Í 18. grein er kveðið á um réttindi foreldra og hlutverk stjórnvalda að styðja við þá, og hvað er betra en stuðningur við eina að grunnþörfum barnanna okkar með því að hafa aðgengi að næringarríkum máltíðum á skólatíma fyrir öll börn? Í Svíþjóð og Finnlandi er boðið upp á fríar skólamáltíðir en í Danmörku og Noregi svipa kerfin til okkar bráðum fyrrverandi kerfis með sama ójafnræði. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa kannað áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða með árs tilraunaverkefni og þar kemur í ljós að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Önnur norsk rannsókn sýndi fram á að neysla nemenda jókst á hollum mat, sérstaklega meðal nemenda með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom einnig fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði hvað varðar heilsu barna. Tæplega 850.000 finnskir nemendur eiga rétt á ókeypis skólamat og einnig er snarl í boði fyrir þau börn sem taka þátt í skólafrístundum. Líta Finnar svo á að skólamáltíðir styðji einnig við jafnrétti foreldra þar sem þær auðvelda foreldrum að vinna utan heimilis. Það styðji við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að hádegismat óháð efnahag og stöðu foreldra. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar