Erlent

Sleppti pálma­sunnu­dags­prédikun á síðustu stundu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frans páfi í messunni fyrr í dag. 
Frans páfi í messunni fyrr í dag.  AP

Frans páfi ákvað að sleppa því að flytja pálmasunnudagsprédikun skömmu áður en sextíu þúsund manna messa hófst á Sankti Péturstorgi í Páfagarði í dag. 

Þrátt fyrir það stýrði páfinn messunni, sem er ein sú stærsta sem haldin er á árinu. Þá flutti hann hádegisbæn og var ekið fram hjá áheyrendum á páfabíl.

Nýverið hefur páfinn glímt við inflúensu og berkjubólgu og því fengið aðstoðarmann til þess að lesa fyrir sig prédikanir. Prédikun dagsins var þó ekki lesin. 

Í frétt Reuters segir að mjög óvenjulegt þyki að prédikun páfa sé sleppt á svo merkum degi. Ekki fengust neinar skýringar á prédikunarleysinu í messunni en í vatíkanska útvarpinu kom fram að páfinn hefði sjálfur tekið ákvörðun um að prédikunin yrði ekki lesin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×