Tíu pósthúsum vítt og breitt um land lokað í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Pósthúsið í Búðardal er eitt af þeim pósthúsum sem verður lokað í byrjun júní. Vísir/Vilhelm Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum. Þetta segir í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að fimm samstarfspósthúsum Póstsins og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri verði lokað í byrjun júní. Pósthúsin sem um ræðir eru á Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, Búðardal, Grundarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Breiðdalsvík og Neskaupstað. Á flestum þessara staða er þegar komið upp póstbox en í Búðardal, Ólafsfirði, á Breiðdalsvík og Siglufirði verða sett upp póstbox í næsta mánuði. Pósthúsin loka í þessum bæjarfélögum.vísir Póstbox og póstbíll á ferðinni „Dregið hefur úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er lagt upp úr að þróa annars konar lausnir,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa. Nú sé einnig hægt að póstleggja sendingar í póstboxin sem eru opin allan sólarhringinn. Póstbíllinn verði líka á ferðinni á þessum stöðum og boðið upp á heimsendingarþjónustu á Hvammstanga, Dalvík, Breiðdalsvík og í Ólafsfirði. Sú þjónusta hafi fyrir breytingarnar ekki verið í boði. „Breytingarnar hafa áhrif á sex stöðugildi. Nokkrum starfsmönnum var boðið annars konar starf eða flutningur. Ég vil þakka því góða starfsfólki sem nú lætur af störfum og óska því góðs gengis í næstu verkefnum,“ segir Kjartan. Pósturinn Dalvíkurbyggð Grundarfjörður Fjarðabyggð Húnaþing vestra Fjallabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Pósthúsafgreiðslu í Bolungarvík lokað Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði. 25. ágúst 2023 22:20 Póstboxum fjölgar á Vestfjörðum Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir í sex bæjarfélögum á Vestfjörðum, á Patreksfirði, Bolungarvík, Tálknafirði, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal. 14. júní 2023 19:29 Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að fimm samstarfspósthúsum Póstsins og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri verði lokað í byrjun júní. Pósthúsin sem um ræðir eru á Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, Búðardal, Grundarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Breiðdalsvík og Neskaupstað. Á flestum þessara staða er þegar komið upp póstbox en í Búðardal, Ólafsfirði, á Breiðdalsvík og Siglufirði verða sett upp póstbox í næsta mánuði. Pósthúsin loka í þessum bæjarfélögum.vísir Póstbox og póstbíll á ferðinni „Dregið hefur úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er lagt upp úr að þróa annars konar lausnir,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa. Nú sé einnig hægt að póstleggja sendingar í póstboxin sem eru opin allan sólarhringinn. Póstbíllinn verði líka á ferðinni á þessum stöðum og boðið upp á heimsendingarþjónustu á Hvammstanga, Dalvík, Breiðdalsvík og í Ólafsfirði. Sú þjónusta hafi fyrir breytingarnar ekki verið í boði. „Breytingarnar hafa áhrif á sex stöðugildi. Nokkrum starfsmönnum var boðið annars konar starf eða flutningur. Ég vil þakka því góða starfsfólki sem nú lætur af störfum og óska því góðs gengis í næstu verkefnum,“ segir Kjartan.
Pósturinn Dalvíkurbyggð Grundarfjörður Fjarðabyggð Húnaþing vestra Fjallabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Pósthúsafgreiðslu í Bolungarvík lokað Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði. 25. ágúst 2023 22:20 Póstboxum fjölgar á Vestfjörðum Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir í sex bæjarfélögum á Vestfjörðum, á Patreksfirði, Bolungarvík, Tálknafirði, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal. 14. júní 2023 19:29 Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Pósthúsafgreiðslu í Bolungarvík lokað Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði. 25. ágúst 2023 22:20
Póstboxum fjölgar á Vestfjörðum Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir í sex bæjarfélögum á Vestfjörðum, á Patreksfirði, Bolungarvík, Tálknafirði, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal. 14. júní 2023 19:29
Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27