Dældu skemmdri díselolíu á bíla sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 11:20 Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi. Vísir/Vilhelm Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini. Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs. Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs.
Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira