Af hverju ekki ketó? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:01 Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar