937 karlar og þeim fjölgar Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar