Draumur Davíðs Smára rætist en kostnaðurinn tugir milljóna Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:51 Bíða þarf eftir því að frost fari úr jörðu áður en hægt verður að leggja hitalagnir og gervigras á nýjan heimavöll Vestra. Stöð 2 Sport Draumur Davíðs Smára Lamude og hans manna í Vestra um upphitaðan heimavöll verður að veruleika því ákveðið hefur verið að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn á Ísafirði. Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira