Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 19. mars 2024 15:01 Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun