Heimilisuppbót – áskorun til ráðherra Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:02 ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun