„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:34 Íslenska landsliðið gerði slæm mistök í tapinu gegn Lúxemborg ytra, í undankeppni EM. Getty/Alex Nicodim Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig. „Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
„Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira