Ber engan kala til Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:00 Jürgen Klopp þakkar fyrir leikinn á Old Trafford skömmu áður en hann fór viðtalið fræga. Getty/Robbie Jay Barratt Danski fjölmiðlamaðurinn Niels Christian Frederiksen mun ekki erfa það við tapsáran knattspyrnustjóra Liverpool að þýski stjórinn rauk út úr miðju viðtali við hann og hraunaði síðan yfir hann. Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen. Enski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen.
Enski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira