Engin löndun í bili í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 14:03 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. „Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira