Fótbolti

„Þetta er hneisa hjá KSÍ“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Åge Hareide virðist eiga erfitt með að komast til Íslands á blaðamannafundi.
Åge Hareide virðist eiga erfitt með að komast til Íslands á blaðamannafundi. vísir/sigurjón

Hlaðvarp íþróttadeildar, Besta sætið, rennir yfir fréttir vikunnar venju samkvæmt og voru málefni Gylfa Sig, Pavels Ermolinskij og íslenska landsliðsins í brennidepli.

Klukkan 16.00 í dag mun Åge Hareide landsliðsþjálfari tilkynna hóp sinn fyrir risaleikinn gegn Ísrael í næstu viku.

Einn stærsti leikur landsliðsins í langan tíma og fundurinn fer fram seint á föstudegi og þess utan á Teams í stað þess að Hareide tilkynni hópinn í Laugardalnum.

Klippa: Besta sætið | Fréttir vikunnar

„Það að við séum að fara á Teams-fund fyrir einn stærsta leikinn lengi er hneisa. Þetta er amatörlegt,“ sagði Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður en þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem KSÍ býður upp á Teams síðan Hareide tók við liðinu.

„Ég er sammála þér, Aron. Þetta er alger skita hjá KSÍ. Er flókið að fljúga manninum til Íslands? Mér finnst ótrúlegt að mönnum finnist þetta vera í lagi,“ bætti Henry Birgir við.

Hlusta má á þáttinn hér í fréttinni en þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×