Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:30 Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Viðreisn Svíþjóð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun