Náttúruleg og ljómandi fermingarförðun Nathan & Olsen 14. mars 2024 14:52 Ragnheiður Júlíusdóttir fer hér yfir fallega og einfalda förðun. Myndband neðst í greininni sýnir hvernig fara á að. Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir sýnir okkur einfalda húðrútínu fyrir unga einstaklinga ásamt því sýna okkur náttúrulega og ljómandi fermingarförðun, skref fyrir skref. Húðrútína Góð húðrútína er mikilvægur grunnur að fallegri förðun. Það skiptir miklu máli að þrífa húðina vel hvort sem viðkomandi farðar sig eða ekki því umhverfið er fullt af óhreinindum sem sest á húðina. My Clarins er húðvörulína sem við mælum með en hún leggur sérstaka áherslu á umhverfið og að framleiða náttúrulegar vörur. My Clarins línan er yfir 95% náttúruleg, vegan og cruelty free. Hvort sem þú ert að leita að vörum fyrir yngri húð eða ert að byrja að feta þig áfram í húðumhirðu á fullorðins árum þá er My Clarins með vörurnar fyrir þig. Vörurnar frá My Clarins innihalda enga kemíska virkni heldur einblína á að efla húðina, gefa henni góðan raka og útgeislun á náttúrulegan hátt. Andlitshreinsir My Clarins RE-MOVE Purifying Cleansing gel hreinsirinn fjarlægir á áhrifaríkan hátt óhreinindi og umfram húðfitu sem valda stíflum í húðinni. Húðin verður hreinni og kemst í betra jafnvægi, fær aukinn ljóma og fær sléttari tilfinningu. Formúlan er samsett með ljósakvisti (lífræn planta) sem býr yfir hreinsandi eiginleikum, moringa-þykkni til að hreinsa yfirborð húðarinnar og fjarlægja mengunarefni og svo lífrænu appelsínublómavatni til að mýkja húðina. Húðin endurheimtir jafnvægi og getur andað á nýjan leik, hreinni og tærari. Blá formúlan virðir allar húðgerðir, jafnvel þær viðkvæmustu. Andlitsserum My Clarins PURE-RESET Resurfacing Blemish Serum endurnýjar húðina, hjálpar til við að draga úr umfram húðfitu og dregur úr ásýnd misfellna og sjáanlegra svitahola. Formúlan ýtir undir endurnýjun húðfruma svo húðin verður sléttari dag eftir dag. Hún er auðguð lífrænum eplum og endurnýjandi glýkól- og salisýlsýrum sem koma á jafnvægi og draga úr óæskilegum gljáa. Dag eftir dag minnkar ásýnd misfellna, húðin er mýkri og yfirbragðið jafnara. Fersk og létt serumáferð sem rennur yfir húðin og gengur hratt inn í hana. Formúlan býr yfir 92% innihaldsefna af náttúrulegum uppruna. Augngel My Clarins RE-FRESH Fatigue Fighter Eye Care vekur augnsvæðið upp samstundis þökk sé frískandi áferð og málmkúlu sem veitir nuddáhrif. Formúlan er auðguð plöntum sem sjáanlega draga úr baugum og ásýnd þrota fyrir ferskara og úthvílt útlit. Bráðnandi áhrif sem veitir frískandi tilfinningu. Andlitskrem My Clarins RE-BOOST Hydra-Energizing andlitskremið hefur frískandi áhrif, vekur upp húðina auk þess að auka rakastig hennar og ljóma. Kremið er auðgað orkugefandi lífrænum goji-berjum og eplaþyrniberjum (lífræn planta) fyrir ferskt yfirbragð auk lífrænum fíkjum fyrir ákafa rakagjöf. Fersk, létt og orkugefandi áferð. Förðun Lykilatriði í fermingarförðun er að undirstrika bestu eiginleika og nota frekar minni vöru í einu. Það er alltaf hægt að bæta frekar meira við. Vörurnar frá Gosh Copenhagen henta einstaklega vel þar sem þær eru mildar við húðina en þær eru ilmefnalausar og margar eru ofnæmisvottaðar. Farði Oft er óþarfi að nota farða heldur dugar BB krem. BB Cream frá Gosh gefur fallega, létta þekju og náttúrulega áferð á húðina. Það jafnar húðlit en leyfir húðinni á sama tíma að skína í gegn. Ef þörf er á meiri þekju er hægt að nota hyljara á þau svæði. Hyljari Gosh Concealer High Coverage felur allar misfellur, bólur og bauga. Formúlan er einstaklega létt og blandast fullkomlega í húðina. Mikilvægt er að muna að nota lítið af hyljara í einu en bæta frekar við ef þörf er til og nota hann aðeins á þau svæði sem þarf að hylja betur. Gott er að blanda út hyljara með bursta eða svampi. Skygging Sólkysstur og fallegur litur gerir mikið fyrir förðun, hægt er að bera kremvöru eins og Shape Up efst á kinnbein og blanda út fyrir heilbrigðan sólkysstan ljóma eða bera hana undir kinnbein til að móta. Shape Up er einstaklega auðveldur í notkun en hægt er að bera hann beint á húðina með litla svampinum og blanda síðan út með bursta. Liturinn er léttur og blandast vel og auðvelt er að byggja hann upp eftir þörfum. Kinnalitur Krem kinnalitur gefur fallegan léttan ljóma og náttúrulega áferð. Matte Blush Up birtir upp andlitið með fallegum lit án þess að vera með sanseraða áferð. Formúlan bráðnar í húðina og endist allan daginn. Augabrúnir Yfirleitt þarf ekki að gera mikið meira við augabrúnir en að móta þær. Defining Brow Gel gefur léttan lit sem skerpir á brúnunum og heldur hárunum á sínum stað allan daginn. Ef það þarf að fylla inn í brúnir þá hentar Utlra Thin Brow Pen einstaklega vel þar sem hann er er fíngerður og hægt er að teikna stök hár þar sem vantar fyllingu. Augnskuggi Eyeconic Shadows eru einfaldir og skotheld leið að fallegri augnförðun. Það er tvíenda kremaugnskuggi með fallegum möttum lit á öðrum endanum og glitrandi sanseruðum lit á hinum. Það er einstaklega auðvelt að bera þá á augnlokið og blanda út með fingri eða bursta. Þeir eru vatnsheldir, draga í sig umfram olíu og endast allan daginn. Maskari Boombastic Crazy Mascara er fullkomin maskari til að enda á. Hann veitir mikla fyllingu, lengir en aðskilur augnhárin vel. Einnig er hægt að finna hann í fleiri litum fyrir þá sem vilja náttúrulegra útlit með brúnum maskara eða fyrir þá sem vilja undirstrika augnlitinn sinn. T.d. er hægt að velja fjólubláan maskara með bláum augum eða dökk grænan maskara með brúnum augum. Varir Varir eru léttar í þessu lúkki en Ragnheiður byrjar á að móta þær með Lip Line’n Coat í lit 001 Ruby Chocoate en hann er náttúrulegur, mildur, bleikur litur sem endist allan daginn. Yfir varablýantinn setur hún Soft’n Clear Lip Balm, létt glært gloss sem veitir mikin glans og djúpan raka. View this post on Instagram A post shared by Boxmagasin (@boxmagasin) Hár og förðun Fermingar Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Húðrútína Góð húðrútína er mikilvægur grunnur að fallegri förðun. Það skiptir miklu máli að þrífa húðina vel hvort sem viðkomandi farðar sig eða ekki því umhverfið er fullt af óhreinindum sem sest á húðina. My Clarins er húðvörulína sem við mælum með en hún leggur sérstaka áherslu á umhverfið og að framleiða náttúrulegar vörur. My Clarins línan er yfir 95% náttúruleg, vegan og cruelty free. Hvort sem þú ert að leita að vörum fyrir yngri húð eða ert að byrja að feta þig áfram í húðumhirðu á fullorðins árum þá er My Clarins með vörurnar fyrir þig. Vörurnar frá My Clarins innihalda enga kemíska virkni heldur einblína á að efla húðina, gefa henni góðan raka og útgeislun á náttúrulegan hátt. Andlitshreinsir My Clarins RE-MOVE Purifying Cleansing gel hreinsirinn fjarlægir á áhrifaríkan hátt óhreinindi og umfram húðfitu sem valda stíflum í húðinni. Húðin verður hreinni og kemst í betra jafnvægi, fær aukinn ljóma og fær sléttari tilfinningu. Formúlan er samsett með ljósakvisti (lífræn planta) sem býr yfir hreinsandi eiginleikum, moringa-þykkni til að hreinsa yfirborð húðarinnar og fjarlægja mengunarefni og svo lífrænu appelsínublómavatni til að mýkja húðina. Húðin endurheimtir jafnvægi og getur andað á nýjan leik, hreinni og tærari. Blá formúlan virðir allar húðgerðir, jafnvel þær viðkvæmustu. Andlitsserum My Clarins PURE-RESET Resurfacing Blemish Serum endurnýjar húðina, hjálpar til við að draga úr umfram húðfitu og dregur úr ásýnd misfellna og sjáanlegra svitahola. Formúlan ýtir undir endurnýjun húðfruma svo húðin verður sléttari dag eftir dag. Hún er auðguð lífrænum eplum og endurnýjandi glýkól- og salisýlsýrum sem koma á jafnvægi og draga úr óæskilegum gljáa. Dag eftir dag minnkar ásýnd misfellna, húðin er mýkri og yfirbragðið jafnara. Fersk og létt serumáferð sem rennur yfir húðin og gengur hratt inn í hana. Formúlan býr yfir 92% innihaldsefna af náttúrulegum uppruna. Augngel My Clarins RE-FRESH Fatigue Fighter Eye Care vekur augnsvæðið upp samstundis þökk sé frískandi áferð og málmkúlu sem veitir nuddáhrif. Formúlan er auðguð plöntum sem sjáanlega draga úr baugum og ásýnd þrota fyrir ferskara og úthvílt útlit. Bráðnandi áhrif sem veitir frískandi tilfinningu. Andlitskrem My Clarins RE-BOOST Hydra-Energizing andlitskremið hefur frískandi áhrif, vekur upp húðina auk þess að auka rakastig hennar og ljóma. Kremið er auðgað orkugefandi lífrænum goji-berjum og eplaþyrniberjum (lífræn planta) fyrir ferskt yfirbragð auk lífrænum fíkjum fyrir ákafa rakagjöf. Fersk, létt og orkugefandi áferð. Förðun Lykilatriði í fermingarförðun er að undirstrika bestu eiginleika og nota frekar minni vöru í einu. Það er alltaf hægt að bæta frekar meira við. Vörurnar frá Gosh Copenhagen henta einstaklega vel þar sem þær eru mildar við húðina en þær eru ilmefnalausar og margar eru ofnæmisvottaðar. Farði Oft er óþarfi að nota farða heldur dugar BB krem. BB Cream frá Gosh gefur fallega, létta þekju og náttúrulega áferð á húðina. Það jafnar húðlit en leyfir húðinni á sama tíma að skína í gegn. Ef þörf er á meiri þekju er hægt að nota hyljara á þau svæði. Hyljari Gosh Concealer High Coverage felur allar misfellur, bólur og bauga. Formúlan er einstaklega létt og blandast fullkomlega í húðina. Mikilvægt er að muna að nota lítið af hyljara í einu en bæta frekar við ef þörf er til og nota hann aðeins á þau svæði sem þarf að hylja betur. Gott er að blanda út hyljara með bursta eða svampi. Skygging Sólkysstur og fallegur litur gerir mikið fyrir förðun, hægt er að bera kremvöru eins og Shape Up efst á kinnbein og blanda út fyrir heilbrigðan sólkysstan ljóma eða bera hana undir kinnbein til að móta. Shape Up er einstaklega auðveldur í notkun en hægt er að bera hann beint á húðina með litla svampinum og blanda síðan út með bursta. Liturinn er léttur og blandast vel og auðvelt er að byggja hann upp eftir þörfum. Kinnalitur Krem kinnalitur gefur fallegan léttan ljóma og náttúrulega áferð. Matte Blush Up birtir upp andlitið með fallegum lit án þess að vera með sanseraða áferð. Formúlan bráðnar í húðina og endist allan daginn. Augabrúnir Yfirleitt þarf ekki að gera mikið meira við augabrúnir en að móta þær. Defining Brow Gel gefur léttan lit sem skerpir á brúnunum og heldur hárunum á sínum stað allan daginn. Ef það þarf að fylla inn í brúnir þá hentar Utlra Thin Brow Pen einstaklega vel þar sem hann er er fíngerður og hægt er að teikna stök hár þar sem vantar fyllingu. Augnskuggi Eyeconic Shadows eru einfaldir og skotheld leið að fallegri augnförðun. Það er tvíenda kremaugnskuggi með fallegum möttum lit á öðrum endanum og glitrandi sanseruðum lit á hinum. Það er einstaklega auðvelt að bera þá á augnlokið og blanda út með fingri eða bursta. Þeir eru vatnsheldir, draga í sig umfram olíu og endast allan daginn. Maskari Boombastic Crazy Mascara er fullkomin maskari til að enda á. Hann veitir mikla fyllingu, lengir en aðskilur augnhárin vel. Einnig er hægt að finna hann í fleiri litum fyrir þá sem vilja náttúrulegra útlit með brúnum maskara eða fyrir þá sem vilja undirstrika augnlitinn sinn. T.d. er hægt að velja fjólubláan maskara með bláum augum eða dökk grænan maskara með brúnum augum. Varir Varir eru léttar í þessu lúkki en Ragnheiður byrjar á að móta þær með Lip Line’n Coat í lit 001 Ruby Chocoate en hann er náttúrulegur, mildur, bleikur litur sem endist allan daginn. Yfir varablýantinn setur hún Soft’n Clear Lip Balm, létt glært gloss sem veitir mikin glans og djúpan raka. View this post on Instagram A post shared by Boxmagasin (@boxmagasin)
Hár og förðun Fermingar Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira