Dýr eiga ekki að þjást Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2024 10:30 Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun