Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:30 SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024 SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09