Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 20:40 Kristján Ólafur var rekstrarstjóri nýrrar mathallar sem opna á, á Glerártorgi á Akureyri. Eik fasteignafélag hefur nú slitið samstarfi við Kristján í ljósi frétta af skattalagabrotum hans. Vísir Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. „Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“ Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“
Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16