Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2024 07:01 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur segir stéttaskiptingu hæglega geta myndast innan vinnustaða, ef stjórnendur eru allir Íslendingar en starfsfólk í framlínu og ræstingum fólk erlendis frá. Tryggja þurfi að allt starfsfólk hafi tækifæri til starfsþróunar og starfsframa. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. „Við þurfum að sporna gegn því að bilið milli forréttindahópa og jaðarsettra hópa breikki á vinnustöðum. Fólk mætir allskonar hindrunum, til dæmis vegna tungumálakunnáttu, kyns eða líkamsgerðar og það eru forréttindi að gera það ekki. Vinnustaðir þurfa að vera meðvitaðir um þetta og reyna að stuðla að jöfnum tækifærum alls starfsfólks, líka þeirra sem einhverra hluta vegna falla ekki undir viðmiðið, eða hina venjulegu manneskju, á vinnustaðnum. Fyrirséð er að fleiri hendur þarf á íslenskan vinnumarkað næstu ár og áratugi. Til þess að manna atvinnulífið þarf fleira fólk erlendis frá. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um fjölbreytileikann þar sem því er velt fyrir sér, hvaða atriði vinnustaðir þurfa að hafa í huga þegar starfsmenn eru af mörgum þjóðernum. Stéttaskipting getur myndast „óvart“ Oft er tungumálið það atriði sem fólki dettur einna helst í hug, þegar verið er að tala um hvað þarf til svo inngilding starfsfólks frá öðrum löndum, takist vel á vinnustöðum. Að fólk erlendis frá læri íslensku eða að vinnustaðir tryggi að allir séu eins vel upplýstir með upplýsingamiðlun á fleiri tungum en íslensku. Þetta er þó ekki nóg. Það myndast oft stéttaskipting innan fyrirtækja. Þar sem stjórnendur eru íslenskir, sjá um stefnumótun og fleira en hafa lítil samskipti við fólkið í framlínustörfunum, þar sem kannski mörg þjóðerni starfa,“ segir Sóley sem dæmi um eitthvað sem vinnustaðir vilja fæstir stuðla að en er staða sem getur auðveldlega orðið að veruleika ef fólk er ekki meðvitað um hvernig huga þarf að málum fjölbreytileikans. „Þegar kemur að fjölbreytileikanum er engin ein töfralausn, heldur er þetta blanda af mjög mörgum atriðum sem huga þarf að. Því það eru svo mismunandi breytur sem geta haft áhrif á stöðu fólks. Þess vegna þurfum við að vera svo vakandi yfir hindrunum, svo ekki sé verið að útiloka einhverja hópa eða skapa fólki vanlíðan.“ Í raun þýði þetta að oft þurfi vinnustaðir að kafa nokkuð dýpra en áður, til þess að átta sig á því hvaða hindranir eru í veginum og hvernig hægt sé að draga úr þeim. „Í þeirri vegferð bendi ég vinnustöðum hiklaust á að leita til utanaðkomandi sérfræðinga. Það á að vera jafn eðlilegt og til dæmis að leita til lögfræðinga vegna álitamála sem upp koma. Því inngilding er mjög flókið verkefni og ekki hægt að ætlast til þess að mannauðsfólk hafi öll svör á reiðum höndum.“ Þekkt fyrirbæri sé hversu fordómar geti verið faldir, jafnvel okkur sjálfum. Þá sé stundum sá misskilningur fyrir hendi að eitthvað eitt útiloki hitt. Sem dæmi nefnir hún það sjálfsagða markmið að rekstur sé sjálfbær og skili arði. „Að sama skapi er það hluti af ábyrgum rekstri að starfsfólki líði vel. Þess vegna eru hagkvæmnissjónarmið ekki þess eðlis að þau útiloki annað; til dæmis það að allt starfsfólk hljóti sömu tækifæri til starfsþróunar og starfsframa.“ Sóley mælir með því að vinnustaðir útvíkki jafnréttisstefnuna sína sem fyrsta skref í því að fagna fjölbreytileikanum. Hún segir verkefnið erfitt viðfangs og flókið og mælir hiklaust með að vinnustaðir leiti sér aðstoðar sérfræðinga, stutt sé síðan vinnumarkaðurinn í raun samanstóð fyrst og fremst af hvítum íslenskum karlmönnum.Vísir/Vilhelm Margir ólíkir bakpokar Sóley segir skiljanlegt í ljósi sögunnar, að málin sem við blasi núna séu oft flókin viðfangsefni. Margt hafi gerst á ekkert svo löngum tíma. Um miðja síðustu öld voru bara hvítir íslenskir karlar á vinnumarkaði. Konurnar voru heima, útlendingar í útlöndum, fatlað fólk inni á stofnunum og hinsegin fólk inni í skápum. Fjölbreytleikinn var enginn. Í dag erum við allt í einu komin með fólk af öllum kynjum, með allskonar kynhneigð, sýnilegar og ósýnilegar fatlanir, húðlit og tungumálakunnáttu og bakgrunn á vinnumarkaðinn. Breytingarnar hafa orðið svo hratt að við erum enn að aðlagast þeim og vitum ekki hvernig við eigum að gera það allt. Þá hafi það lengi verið áhersla að horfa fyrst og fremst á jafnréttismálin út frá kyni. „Og þótt í þeim efnum hafi ýmislegt verið gert er það þó að sýna sig að fyrirbæri eins og jafnlaunavottunin er samt ekki að ná að tryggja að framlag kvenna til samfélagsins séu metin af verðleikum.“ En hvað geta fyrirtæki byrjað á því að skoða ef ætlunin er að hlúa betur að þessum málum? „Að hugsa ekki bara um að laða að sér fjölbreytt starfsfólk, heldur að fjölbreyttum hópi starfsfólks líði vel á vinnustaðnum. Til þess þarf að vera skýr og raunhæf stefna sem stuðlar að inngildingu, að allt starfsfólks sé metið að verðleikum bæði vegna sérstöðu sinnar en líka þrátt fyrir sérstöðu sína.“ svarar Sóley. Þar komi margt til. Fræðsla um málefni kynsegins fólks sé til dæmis liður í jafnréttis- og fjölbreytileika. „Að fagna fjölbreytileikanum er flókið verkefni. Það jákvæða er þó að vinnustaðir eru opnari fyrir því en áður að takast á við þessi flækjustig takast á við þær áskoranir sem vinna þarf úr. Aðalmálið er að öll læri að bera virðingu fyrir hvort öðru og þeirri staðreynd að við erum öll með ólíkan bakpoka. Þess vegna er það aldrei neitt eitt svar sem getur leyst úr öllum áskorunum sem tengjast jafnrétti, fjölbreytleika og inngildingu.“ Jafnréttismál Vinnumarkaður Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00 Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00 Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. 31. janúar 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Við þurfum að sporna gegn því að bilið milli forréttindahópa og jaðarsettra hópa breikki á vinnustöðum. Fólk mætir allskonar hindrunum, til dæmis vegna tungumálakunnáttu, kyns eða líkamsgerðar og það eru forréttindi að gera það ekki. Vinnustaðir þurfa að vera meðvitaðir um þetta og reyna að stuðla að jöfnum tækifærum alls starfsfólks, líka þeirra sem einhverra hluta vegna falla ekki undir viðmiðið, eða hina venjulegu manneskju, á vinnustaðnum. Fyrirséð er að fleiri hendur þarf á íslenskan vinnumarkað næstu ár og áratugi. Til þess að manna atvinnulífið þarf fleira fólk erlendis frá. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um fjölbreytileikann þar sem því er velt fyrir sér, hvaða atriði vinnustaðir þurfa að hafa í huga þegar starfsmenn eru af mörgum þjóðernum. Stéttaskipting getur myndast „óvart“ Oft er tungumálið það atriði sem fólki dettur einna helst í hug, þegar verið er að tala um hvað þarf til svo inngilding starfsfólks frá öðrum löndum, takist vel á vinnustöðum. Að fólk erlendis frá læri íslensku eða að vinnustaðir tryggi að allir séu eins vel upplýstir með upplýsingamiðlun á fleiri tungum en íslensku. Þetta er þó ekki nóg. Það myndast oft stéttaskipting innan fyrirtækja. Þar sem stjórnendur eru íslenskir, sjá um stefnumótun og fleira en hafa lítil samskipti við fólkið í framlínustörfunum, þar sem kannski mörg þjóðerni starfa,“ segir Sóley sem dæmi um eitthvað sem vinnustaðir vilja fæstir stuðla að en er staða sem getur auðveldlega orðið að veruleika ef fólk er ekki meðvitað um hvernig huga þarf að málum fjölbreytileikans. „Þegar kemur að fjölbreytileikanum er engin ein töfralausn, heldur er þetta blanda af mjög mörgum atriðum sem huga þarf að. Því það eru svo mismunandi breytur sem geta haft áhrif á stöðu fólks. Þess vegna þurfum við að vera svo vakandi yfir hindrunum, svo ekki sé verið að útiloka einhverja hópa eða skapa fólki vanlíðan.“ Í raun þýði þetta að oft þurfi vinnustaðir að kafa nokkuð dýpra en áður, til þess að átta sig á því hvaða hindranir eru í veginum og hvernig hægt sé að draga úr þeim. „Í þeirri vegferð bendi ég vinnustöðum hiklaust á að leita til utanaðkomandi sérfræðinga. Það á að vera jafn eðlilegt og til dæmis að leita til lögfræðinga vegna álitamála sem upp koma. Því inngilding er mjög flókið verkefni og ekki hægt að ætlast til þess að mannauðsfólk hafi öll svör á reiðum höndum.“ Þekkt fyrirbæri sé hversu fordómar geti verið faldir, jafnvel okkur sjálfum. Þá sé stundum sá misskilningur fyrir hendi að eitthvað eitt útiloki hitt. Sem dæmi nefnir hún það sjálfsagða markmið að rekstur sé sjálfbær og skili arði. „Að sama skapi er það hluti af ábyrgum rekstri að starfsfólki líði vel. Þess vegna eru hagkvæmnissjónarmið ekki þess eðlis að þau útiloki annað; til dæmis það að allt starfsfólk hljóti sömu tækifæri til starfsþróunar og starfsframa.“ Sóley mælir með því að vinnustaðir útvíkki jafnréttisstefnuna sína sem fyrsta skref í því að fagna fjölbreytileikanum. Hún segir verkefnið erfitt viðfangs og flókið og mælir hiklaust með að vinnustaðir leiti sér aðstoðar sérfræðinga, stutt sé síðan vinnumarkaðurinn í raun samanstóð fyrst og fremst af hvítum íslenskum karlmönnum.Vísir/Vilhelm Margir ólíkir bakpokar Sóley segir skiljanlegt í ljósi sögunnar, að málin sem við blasi núna séu oft flókin viðfangsefni. Margt hafi gerst á ekkert svo löngum tíma. Um miðja síðustu öld voru bara hvítir íslenskir karlar á vinnumarkaði. Konurnar voru heima, útlendingar í útlöndum, fatlað fólk inni á stofnunum og hinsegin fólk inni í skápum. Fjölbreytleikinn var enginn. Í dag erum við allt í einu komin með fólk af öllum kynjum, með allskonar kynhneigð, sýnilegar og ósýnilegar fatlanir, húðlit og tungumálakunnáttu og bakgrunn á vinnumarkaðinn. Breytingarnar hafa orðið svo hratt að við erum enn að aðlagast þeim og vitum ekki hvernig við eigum að gera það allt. Þá hafi það lengi verið áhersla að horfa fyrst og fremst á jafnréttismálin út frá kyni. „Og þótt í þeim efnum hafi ýmislegt verið gert er það þó að sýna sig að fyrirbæri eins og jafnlaunavottunin er samt ekki að ná að tryggja að framlag kvenna til samfélagsins séu metin af verðleikum.“ En hvað geta fyrirtæki byrjað á því að skoða ef ætlunin er að hlúa betur að þessum málum? „Að hugsa ekki bara um að laða að sér fjölbreytt starfsfólk, heldur að fjölbreyttum hópi starfsfólks líði vel á vinnustaðnum. Til þess þarf að vera skýr og raunhæf stefna sem stuðlar að inngildingu, að allt starfsfólks sé metið að verðleikum bæði vegna sérstöðu sinnar en líka þrátt fyrir sérstöðu sína.“ svarar Sóley. Þar komi margt til. Fræðsla um málefni kynsegins fólks sé til dæmis liður í jafnréttis- og fjölbreytileika. „Að fagna fjölbreytileikanum er flókið verkefni. Það jákvæða er þó að vinnustaðir eru opnari fyrir því en áður að takast á við þessi flækjustig takast á við þær áskoranir sem vinna þarf úr. Aðalmálið er að öll læri að bera virðingu fyrir hvort öðru og þeirri staðreynd að við erum öll með ólíkan bakpoka. Þess vegna er það aldrei neitt eitt svar sem getur leyst úr öllum áskorunum sem tengjast jafnrétti, fjölbreytleika og inngildingu.“
Jafnréttismál Vinnumarkaður Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00 Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00 Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. 31. janúar 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00
Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01
Getum lært mikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum „Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð. 1. febrúar 2024 07:00
Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. 31. janúar 2024 07:01