Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Nýsköpun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun