„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 21:26 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var virkilega ósáttur eftir 39 stiga tap gegn Keflavík VÍSIR/BÁRA Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira