Lífið

Frum­raun Alþingiskórsins á sviði um helgina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kórinn hlaut mikið lof viðstaddra.
Kórinn hlaut mikið lof viðstaddra. aðsend

Hinn háttvirti Alþingiskór kom í fyrsta sinn fram í þingveislu um helgina. Kórinn samanstendur af tuttugu þingmönnum og þeirra á meðal er dómsmálaráðherra og innviðaráðherra.

Að sögn sjónarvotts hlaut frumflutningurinn einróma lof gesta sem báðu um fleiri lög þegar flutningi var að ljúka. Þetta er fyrsti Alþingiskór Íslands. Ekki er vitað til þess að þing á Norðurlöndum eða nágrannalöndum hafi komið sér upp kór til þessa. 

Lýðræðis var gætt við lagaval og flutti kórinn meðal annars lagið: Hver á sér fegra föðurland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×