Dökk ský á leigumarkaði Jónas Atli Gunnarsson skrifar 8. mars 2024 10:15 Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. Leigumarkaðurinn á hins vegar fullt erindi í opinberri umræðu, þar sem miklar leiguverðshækkanir eru sérstaklega slæmar fyrir tekjulága, auk þess sem þær geta bitnað á lántakendum á fasteignamarkaði og dregið úr vaxtarmöguleika helstu útflutningsgreinanna okkar. Nú þegar blikur eru á lofti um að leiguverð gæti hækkað hratt á næstu misserum eru stjórnvöld að bregðast við til að koma í veg fyrir óþarfa þrengingar. Leigan hefur orðið viðráðanlegri, en er enn of há Á mynd hér að neðan má sjá leiguverð af 70-80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem hlutfall af heildarlaunum þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks annars vegar og verkafólks hins vegar. Líkt og myndin sýnir hefur leiguverðið á slíkri íbúð verið á bilinu 30 til 40 prósent af heildarlaunum einstaklinga á síðustu tíu árum. Ath: Laun fyrir árið 2023 eru framreiknuð eftir launavísitölu Hagstofu fyrir umræddar stéttir. Hlutfall leiguverðs af launum þessara stétta hefur farið lækkandi frá árinu 2018 og miðað við þróun launavísitölu stéttanna á síðustu mánuðum er það nú lægra en það hefur nokkru sinni verið á síðustu tíu árum. Leiguverðið virðist hins vegar enn vera of hátt ef miðað er við stefnu stjórnvalda. Í lögum um almennar íbúðir, sem voru samþykkt árið 2016, var stefnt að því að húsnæðiskostnaður ætti að jafnaði ekki að vera umfram 25 prósent af tekjum leigjenda. Langt er í að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu nái 25 prósentum af tekjum láglaunastétta, miðað við myndina hér að ofan. Innflytjendur og há greiðslubyrði skapa eftirspurnarþrýsting Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist töluvert á síðustu árum samhliða aukningu innflytjenda, en þeir eru mun líklegri en innfæddir til að vera á leigumarkaði. Myndin hér að neðan sýnir fjölgun erlendra ríkisborgara eftir árum, en frá árinu 2018 hefur þeim fjölgað um rúmlega 30 þúsund. Hingað til hefur leiguíbúðum fjölgað nokkuð samhliða aðflutningi fólks. Með stofnframlögum hafa ríki og sveitarfélög stutt uppbyggingu nærri 3.500 leiguíbúða frá árinu 2016, en þar að auki hefur fjöldi leiguíbúða fyrir háskólastúdenta risið á sama tíma, líkt og Mýrargarður við Háskóla Íslands. Þó er óvíst hvort leiguíbúðum hafi fjölgað nægilega mikið til að koma í veg fyrir verðþrýstingi á leigumarkaði vegna aukinnar eftirspurnar. Sömuleiðis má ætla að núverandi misræmi á milli leiguverðs og húsnæðislána valdi eftirspurnarþrýstingi á markaði. Líkt og HMS benti á í síðasta mánuði hefur hlutfall leiguverðs af greiðslubyrði lána ekki verið jafnlágt á höfuðborgarsvæðinu í 15 ár, sem þýðir að hagkvæmara sé að leigja heldur en eiga ef miðað er við sögulega þróun. Því er erfiðara fyrir leigjendur að komast á fasteignamarkaðinn en áður vegna hárrar greiðslubyrði nýrra lána. Á síðustu vikum hefur HMS fengið vísbendingar um að verðþrýstingur sé að aukast á leigumarkaði, en leiguverð hefur hækkað talsvert hraðar en fasteignaverð samkvæmt nýrri vísitölu leiguverðs. Einnig bendir ný leigumarkaðskönnun HMS til þess að fleiri leigjendur eigi nú í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði, auk þess sem færri þeirra töldu sig vera í sterkri samningsstöðu gagnvart leigusölum. Framboð af leiguhúsnæði er einnig af skornum skammti og hefur það ekki mælst jafnlítið frá árinu 2015. Virkjum byggingarmarkaðinn Meginvandi leigumarkaðarins er á framboðshliðinni. Of fáar leiguíbúðir eru til staðar og of margir leigjendur berjast um sömu íbúðirnar. Eina langtímalausnin við væntum leiguverðshækkunum er með því að fjölga leiguíbúðum. Besta leiðin til að fjölga leiguíbúðum er með aukinni uppbyggingu íbúða. Hér er tilefni fyrir stjórnvöld til að styðja við byggingarmarkaðinn, en samkvæmt síðustu íbúðatalningu HMS mældist 70 prósenta samdráttur í nýrri húsnæðisuppbyggingu á milli ára. Stuðningur stjórnvalda felur í sér einfaldari ferla í húsnæðisuppbyggingu, bætt fjárhagsleg skilyrði fyrir byggingarverktaka og nægt framboð af byggingarhæfum lóðum. Beinan stuðning þarf einnig til, en ríkisstjórnin styður nú þegar við byggingargeirann með beinum framlögum í gegnum stofnframlög. Í gær kynnti svo ríkisstjórnin áform um uppbyggingu 4.000 íbúða til viðbótar með stofnframlögum og hlutdeildarlánum á næstu fjórum árum. Með þessum aðgerðum er von á að hægt verði að stemma stigu við framboðsskortinum á leigumarkaði. Nýtum Airbnb-íbúðirnar Til viðbótar við virkjun byggingarmarkaðarins væri hægt að auka framboð leiguíbúða fyrir almenning með íbúðum sem hingað til hafa verið nýttar í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Ríkisstjórnin hefur nú þegar lagt fram frumvarp um þrengri skilyrði til heimagistingar, en samkvæmt því verður heimagisting sem stunduð er í 90 daga eða lengur á ári rekstrarleyfisskyld og verður að vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði svo samning um aukið eftirlit með heimagistingu fyrr í vikunni. Bæði frumvarpið og samningurinn um aukið eftirlit er skref í rétta átt við að stemma stigu við frekari útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Það hefur þó ekki áhrif á þær íbúðir sem hafa þegar fengið rekstrarleyfi til heimagistingar. Ráðast þarf í annars konar aðgerðir til að koma slíkum íbúðum í langtímaleigu. Stöðugur leigumarkaður er hagsmunamál flestra Stöðugur leigumarkaður er eitt af helstu hagsmunamálum lágtekjufólks. Verði ekki spornað gegn mögulegum hækkunum á leigumarkaði gæti farið svo að ráðstöfunartekjur láglaunafólks haldist óbreyttar eða lækki á næstu árum, þrátt fyrir umsamdar launahækkanir stéttarfélaga. Leiguverðshækkanir gætu sömuleiðis bitnað á húseigendum sem greiða af húsnæðislánum. Þar sem leiguverð er reiknað inn í vísitölu neysluverðs mun hærri leiga valda verðbólguþrýstingi, sem hækkar höfuðstól verðtryggðra lána og viðheldur háum vöxtum á óverðtryggðum lánum. Með hærri höfuðstól og vöxtum hækkar greiðslubyrði lántakenda og kaupmáttur þeirra minnkar. Til viðbótar gætu snarpar hækkanir á leiguverði dregið úr aðflutningi fólks til landsins. Slík þróun kæmi sér illa fyrir helstu útflutningsgreinarnar okkar, sem reiða sig að miklu leyti á aðflutt vinnuafl, og væri hún því slæm fyrir hagkerfið í heild sinni. Með góðu samspili ríkisstuðnings og nýtingar Airbnb-íbúða væri hægt að fjölga leiguíbúðum til muna í takt við vaxandi eftirspurn. Þannig gætum við varið kaupmátt lágtekjufólks, komið í veg fyrir aukna greiðslubyrði húsnæðislána og viðhaldið samkeppnishæfni helstu útflutningsgreina okkar. Því er engin ástæða til að láta viðvörunarbjöllurnar á leigumarkaði fram hjá sér fara, þar sem óstöðugleikinn bitnar á flestum. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. Leigumarkaðurinn á hins vegar fullt erindi í opinberri umræðu, þar sem miklar leiguverðshækkanir eru sérstaklega slæmar fyrir tekjulága, auk þess sem þær geta bitnað á lántakendum á fasteignamarkaði og dregið úr vaxtarmöguleika helstu útflutningsgreinanna okkar. Nú þegar blikur eru á lofti um að leiguverð gæti hækkað hratt á næstu misserum eru stjórnvöld að bregðast við til að koma í veg fyrir óþarfa þrengingar. Leigan hefur orðið viðráðanlegri, en er enn of há Á mynd hér að neðan má sjá leiguverð af 70-80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem hlutfall af heildarlaunum þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks annars vegar og verkafólks hins vegar. Líkt og myndin sýnir hefur leiguverðið á slíkri íbúð verið á bilinu 30 til 40 prósent af heildarlaunum einstaklinga á síðustu tíu árum. Ath: Laun fyrir árið 2023 eru framreiknuð eftir launavísitölu Hagstofu fyrir umræddar stéttir. Hlutfall leiguverðs af launum þessara stétta hefur farið lækkandi frá árinu 2018 og miðað við þróun launavísitölu stéttanna á síðustu mánuðum er það nú lægra en það hefur nokkru sinni verið á síðustu tíu árum. Leiguverðið virðist hins vegar enn vera of hátt ef miðað er við stefnu stjórnvalda. Í lögum um almennar íbúðir, sem voru samþykkt árið 2016, var stefnt að því að húsnæðiskostnaður ætti að jafnaði ekki að vera umfram 25 prósent af tekjum leigjenda. Langt er í að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu nái 25 prósentum af tekjum láglaunastétta, miðað við myndina hér að ofan. Innflytjendur og há greiðslubyrði skapa eftirspurnarþrýsting Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist töluvert á síðustu árum samhliða aukningu innflytjenda, en þeir eru mun líklegri en innfæddir til að vera á leigumarkaði. Myndin hér að neðan sýnir fjölgun erlendra ríkisborgara eftir árum, en frá árinu 2018 hefur þeim fjölgað um rúmlega 30 þúsund. Hingað til hefur leiguíbúðum fjölgað nokkuð samhliða aðflutningi fólks. Með stofnframlögum hafa ríki og sveitarfélög stutt uppbyggingu nærri 3.500 leiguíbúða frá árinu 2016, en þar að auki hefur fjöldi leiguíbúða fyrir háskólastúdenta risið á sama tíma, líkt og Mýrargarður við Háskóla Íslands. Þó er óvíst hvort leiguíbúðum hafi fjölgað nægilega mikið til að koma í veg fyrir verðþrýstingi á leigumarkaði vegna aukinnar eftirspurnar. Sömuleiðis má ætla að núverandi misræmi á milli leiguverðs og húsnæðislána valdi eftirspurnarþrýstingi á markaði. Líkt og HMS benti á í síðasta mánuði hefur hlutfall leiguverðs af greiðslubyrði lána ekki verið jafnlágt á höfuðborgarsvæðinu í 15 ár, sem þýðir að hagkvæmara sé að leigja heldur en eiga ef miðað er við sögulega þróun. Því er erfiðara fyrir leigjendur að komast á fasteignamarkaðinn en áður vegna hárrar greiðslubyrði nýrra lána. Á síðustu vikum hefur HMS fengið vísbendingar um að verðþrýstingur sé að aukast á leigumarkaði, en leiguverð hefur hækkað talsvert hraðar en fasteignaverð samkvæmt nýrri vísitölu leiguverðs. Einnig bendir ný leigumarkaðskönnun HMS til þess að fleiri leigjendur eigi nú í erfiðleikum með að finna hentugt húsnæði, auk þess sem færri þeirra töldu sig vera í sterkri samningsstöðu gagnvart leigusölum. Framboð af leiguhúsnæði er einnig af skornum skammti og hefur það ekki mælst jafnlítið frá árinu 2015. Virkjum byggingarmarkaðinn Meginvandi leigumarkaðarins er á framboðshliðinni. Of fáar leiguíbúðir eru til staðar og of margir leigjendur berjast um sömu íbúðirnar. Eina langtímalausnin við væntum leiguverðshækkunum er með því að fjölga leiguíbúðum. Besta leiðin til að fjölga leiguíbúðum er með aukinni uppbyggingu íbúða. Hér er tilefni fyrir stjórnvöld til að styðja við byggingarmarkaðinn, en samkvæmt síðustu íbúðatalningu HMS mældist 70 prósenta samdráttur í nýrri húsnæðisuppbyggingu á milli ára. Stuðningur stjórnvalda felur í sér einfaldari ferla í húsnæðisuppbyggingu, bætt fjárhagsleg skilyrði fyrir byggingarverktaka og nægt framboð af byggingarhæfum lóðum. Beinan stuðning þarf einnig til, en ríkisstjórnin styður nú þegar við byggingargeirann með beinum framlögum í gegnum stofnframlög. Í gær kynnti svo ríkisstjórnin áform um uppbyggingu 4.000 íbúða til viðbótar með stofnframlögum og hlutdeildarlánum á næstu fjórum árum. Með þessum aðgerðum er von á að hægt verði að stemma stigu við framboðsskortinum á leigumarkaði. Nýtum Airbnb-íbúðirnar Til viðbótar við virkjun byggingarmarkaðarins væri hægt að auka framboð leiguíbúða fyrir almenning með íbúðum sem hingað til hafa verið nýttar í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Ríkisstjórnin hefur nú þegar lagt fram frumvarp um þrengri skilyrði til heimagistingar, en samkvæmt því verður heimagisting sem stunduð er í 90 daga eða lengur á ári rekstrarleyfisskyld og verður að vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði svo samning um aukið eftirlit með heimagistingu fyrr í vikunni. Bæði frumvarpið og samningurinn um aukið eftirlit er skref í rétta átt við að stemma stigu við frekari útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Það hefur þó ekki áhrif á þær íbúðir sem hafa þegar fengið rekstrarleyfi til heimagistingar. Ráðast þarf í annars konar aðgerðir til að koma slíkum íbúðum í langtímaleigu. Stöðugur leigumarkaður er hagsmunamál flestra Stöðugur leigumarkaður er eitt af helstu hagsmunamálum lágtekjufólks. Verði ekki spornað gegn mögulegum hækkunum á leigumarkaði gæti farið svo að ráðstöfunartekjur láglaunafólks haldist óbreyttar eða lækki á næstu árum, þrátt fyrir umsamdar launahækkanir stéttarfélaga. Leiguverðshækkanir gætu sömuleiðis bitnað á húseigendum sem greiða af húsnæðislánum. Þar sem leiguverð er reiknað inn í vísitölu neysluverðs mun hærri leiga valda verðbólguþrýstingi, sem hækkar höfuðstól verðtryggðra lána og viðheldur háum vöxtum á óverðtryggðum lánum. Með hærri höfuðstól og vöxtum hækkar greiðslubyrði lántakenda og kaupmáttur þeirra minnkar. Til viðbótar gætu snarpar hækkanir á leiguverði dregið úr aðflutningi fólks til landsins. Slík þróun kæmi sér illa fyrir helstu útflutningsgreinarnar okkar, sem reiða sig að miklu leyti á aðflutt vinnuafl, og væri hún því slæm fyrir hagkerfið í heild sinni. Með góðu samspili ríkisstuðnings og nýtingar Airbnb-íbúða væri hægt að fjölga leiguíbúðum til muna í takt við vaxandi eftirspurn. Þannig gætum við varið kaupmátt lágtekjufólks, komið í veg fyrir aukna greiðslubyrði húsnæðislána og viðhaldið samkeppnishæfni helstu útflutningsgreina okkar. Því er engin ástæða til að láta viðvörunarbjöllurnar á leigumarkaði fram hjá sér fara, þar sem óstöðugleikinn bitnar á flestum. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun