Engin samkeppni, aðeins samstaða Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 8. mars 2024 09:01 Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun