„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. mars 2024 07:25 Mótsagnir í rökræðum karla eru ýmsar en niðurstöður rannsókna allar á einn veg: Það er engin frammistöðumunur á konum og körlum þegar kemur að stjórnun fyrirtækja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samtali við Ástu Dís Óladóttur, Hauk Frey Gíslasyni og Þóru H. Christiansen hjá Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Já ég varð satt best að segja frekar hissa á því að karlarnir skyldu opinbera það svona í viðtölunum að hættan á inngripi eins og kynjakvóta í framkvæmdastjórnum, myndi bara leiða til þess að ákvarðanir yrðu teknar annars staðar en á þeim fundum,“ segir Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Og manni finnst frekar sorglegt að heyra þetta vitandi það að rannsóknir hafa staðfest það svo víða að það er enginn munur á hæfi fólks til að reka fyrirtæki, konur eru ekki minna hæfar til að reka fyrirtæki en karlar,“ segir Haukur Freyr Gylfason lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umræðuefnið eru niðurstöður rannsókna um tækifæri kvenna og karla til stjórnunarstarfa á Íslandi. Í tilefni Alþjóða baráttudags kvenna, rýnir Atvinnulífið í stöðuna. Hiti í salnum síðast: Hvað gerist nú? Föstudaginn 14.mars fer fram ráðstefnan Hvernig má draga úr kynjabilinu í stjórnendastöðum í atvinnulífinu. Ráðstefnan fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands en þar verða meðal annars kynntar niðurstöður rannsókna á jöfnum tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa hér á landi. Að þeirri rannsókn hafa Ásta Dís og Þóra, ásamt samstarfsfólki, unnið að undanfarin ár. Þá verður farið yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal almennings um viðhorf til jafnra tækifæra kynjanna af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Með Ástu Dís og Þóru í þeirri rannsókn eru þeir Haukur C. Benediktsson og Haukur Freyr Gylfason. „Það var nokkur hiti í salnum þegar síðasta ráðstefna var haldin,“ segir Ásta Dís aðspurð um það hvort líklegt sé að eitthvað komi út úr viðburðinum. Enda löngum þekkt að þegar kemur að jafnréttisumræðunni, séu gestir fyrst og fremst sá hópur sem er sammála um að eitthvað meira þurfi að gera. „Þannig að já, við ætlum að treysta því að í þetta sinn verði áhuginn ekkert síðri og helst þá þannig að fleiri sjái hag í því að bæta stöðuna frá því sem nú er,“ bætir Ásta við. Þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa verið kynntar, mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja ávarp þar sem meðal annars verður komið inn á hvað stjórnvöld gætu mögulega gert. „Og það verður áhugavert að heyra hvað hún segir. Hvort stjórnvöld vilji beita sér fyrir því að eitthvað meira verði gert?“ veltir Ásta Dís upp sem spurningu. Hér má sjá viðtal við sérfræðing Creditinfo í fyrra, þar sem fram kemur að minni líkur eru á vanskilum fyrirtækja ef framkvæmdastjórinn er kona. Karlmenn ofmeta sjálfan sig Við skulum aðeins rifja upp málin. Árið 2010 tilkynntu stjórnvöld að kynjakvótalög yrðu settar á stjórnir fyrirtækja þar sem starfsmenn væru 50 eða fleiri. Ákvörðunin var tilkynnt í kjölfar átaks sem FKA hrinti af stað með öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu, sem og forsvarsmönnum allra stjórnmálaflokka á þingi, um að nú skyldi stefnt að því að hlutföll stjórna yrðu almennt 40:60. Strax var ljóst að kynjakvótalögin væru umdeild en þau tóku að fullu gildi þann 1.september árið 2013. „Við heyrum það í viðtölum rannsókna síðustu ára að margir sem voru andvígir kynjakvótalögunum þá, telja í dag að mögulega hafi þau þurft til,“ segja Ásta og Þóra. En þótt kynjakvótalögin hafi tekið gildi fyrir rúmum áratug, hafa margir furðað sig á því að hlutfall kvenna í æðstu stjórnendastörfum fyrirtækja hafa lítið sem ekkert breyst í kjölfarið. Sem dæmi má nefna, fjallaði Atvinnulífið um niðurstöður rannsóknar Creditinfo árið 2021, þar sem fram kom að aðeins 13% stjórnenda framúrskarandi fyrirtækja landsins væru konur, 87% þeirra væru karlmenn. Í niðurstöðum rannsóknar sem Ásta Dís, Þóra og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson stóðu að árið 2019, kom fram að áhrifakonur í íslensku viðskiptalífi gagnrýndu meðal annars ráðningaferlið og sögðu það ógagnsætt og ófaglegt. „Þetta er meðal hitamála sem rædd voru á síðustu ráðstefnu. Því þótt konur hafi í viðtölum við okkur gagnrýnt ráðningaferlið, þá eru ráðningastofurnar sjálfar með gögn sem sýna að vandinn felst í framboðinu; konur eru einfaldlega ekki að sækja um í eins miklum mæli og karlar,“ segir Ásta. Þetta segja Haukur, Þóra og Ásta Dís í samræmi við margsýndar niðurstöður rannsókna sem sýna að konur sækja síður um störf, nema þær telji sig uppfylla 90% af hæfniskröfum. „Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að viðhorf karlmanna einkennist af of-öryggi til þeirra sjálfra,“ segir Haukur og útskýrir að samkvæmt rannsóknum séu karlmenn líklegir til að ofmeta sína eigin getu. En að sama skapi, miðað við viðtöl við karlmenn í stjórnum skráðra félaga hér á landi , eiga þeir margir það til að meta konur of „reynslulausar“ þegar kemur að æðstu stjórnendastörfunum. „Það er reyndar margt merkilegt í þessu. Því í viðtölum við konur, hafa konur kvartað yfir því að karlmenn séu svo duglegir að taka upp símann og hamast í öðrum karlmönnum til að ná einhverju starfi eða að einhver karlkyns ráðning nái fram að ganga,“ segir Þóra en bætir við: Að sama skapi hafa karlmenn sagt okkur að gagnsætt ráðningaferli sé eiginlega of dýrt og flókið ferli. Því að það kalli á að of margir „mishæfir“ karlmenn sæki um, sem er að þeirra mati mikið vesen og geti kallað á að hinir og þessir séu að hringja og hafa samband til að koma sér og sínum að. Þetta er merkilegt að heyra. Því þarna eru karlmenn að staðfesta frásagnir kvenna, en um leið það sem rannsóknir hafa margsinnis sýnt: Að karlmenn ofmeta oft sína eigin getu.“ Hér má sjá viðtal frá því í haust við framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Alvotech sem segir miklu máli skipti að líta á jafnréttismálin jákvæðum augum: Þau séu allra hagur. Segja karla betri valkost Árið 2020 voru birtar niðurstöður rannsókna sem byggði á viðtölum við 187 konur í Exedra og FKA. Konurnar voru þá meðal annars spurðar, hvað væri hægt að gera til að fjölga konum í æðstu stjórnendastörfum. Ásta Dís segir ýmislegt hafa gerst síðan þá, þótt það virðist kannski ekki mikið. Til dæmis hafi einhverjir stórir aðilar, eins og stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, sett jafnréttismálin inn í hluthafastefnu sína og fleira. Að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga með 50 starfsmenn eða fleiri, hefur líka verið í umræðunni síðan þá. „En við erum líka búin að taka viðtöl við karlmenn í öllum skráðum félögum. Og þar kemur það svo sterkt fram að körlunum finnst konum skorta reynslu. Þeir segja einfaldlega að konur hafi menntunina, en ekki reynsluna,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Auðvitað er þetta ekki stór grunnur því að íslenskur markaður er einfaldlega svo smár. Hins vegar er þetta grunnurinn sem við höfum til að byggja á og þetta er sá grunnur sem konurnar vísa oft til sem karlaklúbbinn. Að sama skapi tala karlarnir um konuklúbbinn og það var auðheyrt á viðtölum að í hugum karlmanna er hættan alltaf sú að konur hreinlega taki yfir.“ Sem sumum reyndar finnst nú þegar, segja Þóra og Ásta. En við skulum rýna í svör almennings. Þar kemur fram að konur eru frekar ósammála þeirri fullyrðingu en karlar að „karlar og konur hafa jöfn tækifæri til að hljóta stöður í efsta stjórnunarlaginu í íslensku viðskiptalífi.“ „Það sem mér fannst frekar sjokkerandi er að það eru ekki nema 27% aðspurðra mjög sammála því að karlar og konur hafi jöfn tækifæri og svipað hlutfall segist vera frekar sammála, eða 24%. Mér finnst það í raun óþægileg tilfinning að á okkar tímum séum við ekki komin lengra en það að um 50% aðspurðra séu ekki þeirrar skoðunar að kynin hafi jöfn tækifæri,“ segir Haukur. Sérílagi þar sem hægt er að vísa í svo margar rannsóknir sem staðfesta hæfi allra kynja til að reka fyrirtæki. „Það er ljóst að sönnunarbyrði kvenna er mjög rík, þær eru ekki að fá tækifæri vegna þess að þær teljast ekki nógu hæfar nema þær geti einfaldlega lagt eitthvað fram því til sönnunar. Þótt staðreyndin sé margsönnuð önnur samkvæmt öllum rannsóknum,“ segir Þóra. Í viðtölunum við karlana töluðu þeir mikið um að konum vanti reynslu og þess vegna sé svo algengt að ráðningar í forstjórastöður séu karlmenn því þeir hafi almennt meiri reynslu af bransanum, enda hafi hann í mörgum atvinnugreinum verið karllægur til þessa. Það skondna var hins vegar að ef bent er á karlmenn sem ráðnir eru í forstjórastöður en koma frá allt öðrum geira, þá er svarið aftur á móti að sú ráðning skýrist af því að viðkomandi sé svo góður leiðtogi,“ segir Ásta Dís og ekki laust við að skíni í nokkurt bros yfir þeim mótsögnum sem þarna koma fram. Haukur, Ásta Dís og Þóra segja karlmenn á móti kynjakvóta í framkvæmdastjórnum en áhugavert verði að heyra hvað forsætisráðherra segi á viðburði HÍ þann 14.mars 2024, þar sem meðal annars er ætlunin að ræða hvað stjórnvöld geta gert til þess að sporna við þeirri staðreynd að enn eru ekki jöfn tækifæri kvenna og karla til æðstu stjórnunarstarfa. Vísir/Vilhelm Séríslenskt agaleysi? Athygli vekur að eftir því sem þátttakendur eru eldri, því meira sammála eru þeir því að „karlar og konur hafa jöfn tækifæri til að hljóta stöður í efsta stjórnunarlaginu í íslensku viðskiptalífi.“ Þetta segja Ásta, Þóra og Haukur meðal annars skýrast af því að viðmælendur sem eru eldri, eru gjarnir á að horfa til baka á þá þróun og breytingar sem hafa verið síðustu ár eða áratugi. Á meðan yngri viðmælendur meta stöðuna frekar miðað við upplifun sína á henni í dag. Þá segir Haukur rannsóknir almennt líka sýna að með aldrinum verður fólk íhaldssamara. „Ljósi punkturinn er þó sá að í viðtölum við karlmenn mátti heyra að þeir karlmenn sem hafa starfað erlendis eru rekar á því að eitthvað þurfi að gera á Íslandi. Þar er sérstaklega rætt um að bæta þurfi vinnubrögðin í íslensku atvinnulífi, að fyrirtæki þurfi meira að vinna í því kerfisbundið að byggja upp fólkið í fyrirtækjunum, horfa til fjölbreytileikans, þjálfa fólk í leiðtogastöður og svo framvegis,“ segir Þóra. Ásta bendir líka á að á þessu ári og fram til ársins 2026, þurfi sífellt fleiri fyrirtæki að taka þessi mál til skoðunar hjá sér því nú liggi fyrir samkvæmt Evrópulöggjöf sem verið er að innleiða, að stærri fyrirtæki þurfa að gefa upp kynjahlutföll framkvæmdastjórna í skýrslum, ólíkt því sem áður var. „Vitundavakningin hefur verið töluverð síðustu árin þótt lítið hafi breyst í tölum. En nú neyðast einfaldlega fleiri fyrirtæki til að skoða þetta meira vegna þess að í sérkafla í samfélagsskýrslum munu þessi mál einfaldlega þurfa að koma fram.“ „Og ég held að afstaðan almennt í samfélaginu sé orðin sú að fyrirtæki sem er ekki með þessi mál í lagi, lúkka einfaldlega ekki vel út á við,“ segir Þóra. Hér má sjá umfjöllun frá því í fyrra sem meðal annars skýrir út hvers vegna gervigreindin er líkleg til að mismuna konur þegar kemur að því að meta hæfi umsækjenda um störf. Hagsmunagæsla karla og kynjakvóti Málin verða hins vegar nokkuð augljós þegar kemur að umræðu um möguleg kynjakvótalög framkvæmdastjórna. Því þá má lesa úr niðurstöðum að karlmenn vilja slíkan kvóta alls ekki. Konur eru kynjakvótalögum framkvæmdastjórna þó hlynntari en ekki er munur á aldri né starfstéttum. Haukur segir talsverðan mun á körlum og konum þegar kemur að spurningunni um hvort „stjórnvöld ættu að setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn.“ Neikvætt viðhorf karlmanna til kynjakvótans sé líka sýnilegt þegar niðurstöður eru skoðaðar miðað við aðra mælikvarða. Til dæmis sýna niðurstöður að tekjuhærri eru frekar ósammála því að kynjakvóti sé settur á framkvæmdastjórnir. Að sama skapi eru karlmenn í miklum meirihluta þess hóps sem telst tekjuhærri. Háskólamenntaðir eru almennt hlynntari kynjakvótalögum framkvæmdastjórna en síðustu áratugi hafa konur útskrifast úr háskólum í mun meira lagi en karlmenn. Haukur segir bakgrunnsbreytuna háskólamenntun þó oft vera erfiða því hún feli í sér svo mikla og ólíka breidd. Hægri sinnaðir í pólitík eru minna sammála því en vinstri sinnaðir að setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir. „Þar voru þeir sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn frekar ósammála því að setja á kynjakvótalög en þeir sem sögðust t.d. myndu kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð,“ segir meðal annars í niðurstöðum. Á viðburðinum sem haldinn verður 14.mars mun Snædís Ögn Flosadóttir fjalla um málin út frá sjónarhóli lífeyrissjóða. Gunnar Gunnarsson hjá Creditinfo mun ræða félög sem uppfylla ekki kynjakvóta í stjórnum og hvernig megi bregðast við því. Þá mun Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Ísland ræða um skráð félög. Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 9-11 og er öllum opin. Ásta Dís og Þóra segjast hvorugar upplifa neitt í nýjum niðurstöðum sem komi þeim á óvart þar sem þær hafa verið það lengi i að skoða þessi mál. Annað en það að á árinu 2024 með svo hátt menntunarstig kvenna og mikla atvinnuþátttöku í áratugi, skuli staðan en sú að karlar telji konur ekki hafa hæfni og því þurfi þær að vera þolinmóðar í einhverja áratugi í viðbót og það að konur í stjórnum skráðra félaga upplifðu að í sumum tilfellum væru ákvarðanir teknar annars staðar en við stjórnarborðið og að það hafi verið staðfest í sumum viðtölunum við karlkyns stjórnarmennina Haukur segist sammála konunum en bætir þó við: Þetta er samt nokkuð sláandi staða. Því hér erum við ekkert að tala um eina rannsókn eða tættar niðurstöður, heldur rannsóknir sem hafa verið gerðar á margra ára tímabili, á Íslandi og víða annars staðar í heiminum. Og allar sýna þær fram á það sama: Það er enginn frammistöðumunur á konum og körlum þegar kemur að því að stjórna fyrirtækjum.“ Jafnréttismál Starfsframi Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Já ég varð satt best að segja frekar hissa á því að karlarnir skyldu opinbera það svona í viðtölunum að hættan á inngripi eins og kynjakvóta í framkvæmdastjórnum, myndi bara leiða til þess að ákvarðanir yrðu teknar annars staðar en á þeim fundum,“ segir Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Og manni finnst frekar sorglegt að heyra þetta vitandi það að rannsóknir hafa staðfest það svo víða að það er enginn munur á hæfi fólks til að reka fyrirtæki, konur eru ekki minna hæfar til að reka fyrirtæki en karlar,“ segir Haukur Freyr Gylfason lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umræðuefnið eru niðurstöður rannsókna um tækifæri kvenna og karla til stjórnunarstarfa á Íslandi. Í tilefni Alþjóða baráttudags kvenna, rýnir Atvinnulífið í stöðuna. Hiti í salnum síðast: Hvað gerist nú? Föstudaginn 14.mars fer fram ráðstefnan Hvernig má draga úr kynjabilinu í stjórnendastöðum í atvinnulífinu. Ráðstefnan fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands en þar verða meðal annars kynntar niðurstöður rannsókna á jöfnum tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa hér á landi. Að þeirri rannsókn hafa Ásta Dís og Þóra, ásamt samstarfsfólki, unnið að undanfarin ár. Þá verður farið yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal almennings um viðhorf til jafnra tækifæra kynjanna af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Með Ástu Dís og Þóru í þeirri rannsókn eru þeir Haukur C. Benediktsson og Haukur Freyr Gylfason. „Það var nokkur hiti í salnum þegar síðasta ráðstefna var haldin,“ segir Ásta Dís aðspurð um það hvort líklegt sé að eitthvað komi út úr viðburðinum. Enda löngum þekkt að þegar kemur að jafnréttisumræðunni, séu gestir fyrst og fremst sá hópur sem er sammála um að eitthvað meira þurfi að gera. „Þannig að já, við ætlum að treysta því að í þetta sinn verði áhuginn ekkert síðri og helst þá þannig að fleiri sjái hag í því að bæta stöðuna frá því sem nú er,“ bætir Ásta við. Þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa verið kynntar, mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja ávarp þar sem meðal annars verður komið inn á hvað stjórnvöld gætu mögulega gert. „Og það verður áhugavert að heyra hvað hún segir. Hvort stjórnvöld vilji beita sér fyrir því að eitthvað meira verði gert?“ veltir Ásta Dís upp sem spurningu. Hér má sjá viðtal við sérfræðing Creditinfo í fyrra, þar sem fram kemur að minni líkur eru á vanskilum fyrirtækja ef framkvæmdastjórinn er kona. Karlmenn ofmeta sjálfan sig Við skulum aðeins rifja upp málin. Árið 2010 tilkynntu stjórnvöld að kynjakvótalög yrðu settar á stjórnir fyrirtækja þar sem starfsmenn væru 50 eða fleiri. Ákvörðunin var tilkynnt í kjölfar átaks sem FKA hrinti af stað með öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu, sem og forsvarsmönnum allra stjórnmálaflokka á þingi, um að nú skyldi stefnt að því að hlutföll stjórna yrðu almennt 40:60. Strax var ljóst að kynjakvótalögin væru umdeild en þau tóku að fullu gildi þann 1.september árið 2013. „Við heyrum það í viðtölum rannsókna síðustu ára að margir sem voru andvígir kynjakvótalögunum þá, telja í dag að mögulega hafi þau þurft til,“ segja Ásta og Þóra. En þótt kynjakvótalögin hafi tekið gildi fyrir rúmum áratug, hafa margir furðað sig á því að hlutfall kvenna í æðstu stjórnendastörfum fyrirtækja hafa lítið sem ekkert breyst í kjölfarið. Sem dæmi má nefna, fjallaði Atvinnulífið um niðurstöður rannsóknar Creditinfo árið 2021, þar sem fram kom að aðeins 13% stjórnenda framúrskarandi fyrirtækja landsins væru konur, 87% þeirra væru karlmenn. Í niðurstöðum rannsóknar sem Ásta Dís, Þóra og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson stóðu að árið 2019, kom fram að áhrifakonur í íslensku viðskiptalífi gagnrýndu meðal annars ráðningaferlið og sögðu það ógagnsætt og ófaglegt. „Þetta er meðal hitamála sem rædd voru á síðustu ráðstefnu. Því þótt konur hafi í viðtölum við okkur gagnrýnt ráðningaferlið, þá eru ráðningastofurnar sjálfar með gögn sem sýna að vandinn felst í framboðinu; konur eru einfaldlega ekki að sækja um í eins miklum mæli og karlar,“ segir Ásta. Þetta segja Haukur, Þóra og Ásta Dís í samræmi við margsýndar niðurstöður rannsókna sem sýna að konur sækja síður um störf, nema þær telji sig uppfylla 90% af hæfniskröfum. „Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að viðhorf karlmanna einkennist af of-öryggi til þeirra sjálfra,“ segir Haukur og útskýrir að samkvæmt rannsóknum séu karlmenn líklegir til að ofmeta sína eigin getu. En að sama skapi, miðað við viðtöl við karlmenn í stjórnum skráðra félaga hér á landi , eiga þeir margir það til að meta konur of „reynslulausar“ þegar kemur að æðstu stjórnendastörfunum. „Það er reyndar margt merkilegt í þessu. Því í viðtölum við konur, hafa konur kvartað yfir því að karlmenn séu svo duglegir að taka upp símann og hamast í öðrum karlmönnum til að ná einhverju starfi eða að einhver karlkyns ráðning nái fram að ganga,“ segir Þóra en bætir við: Að sama skapi hafa karlmenn sagt okkur að gagnsætt ráðningaferli sé eiginlega of dýrt og flókið ferli. Því að það kalli á að of margir „mishæfir“ karlmenn sæki um, sem er að þeirra mati mikið vesen og geti kallað á að hinir og þessir séu að hringja og hafa samband til að koma sér og sínum að. Þetta er merkilegt að heyra. Því þarna eru karlmenn að staðfesta frásagnir kvenna, en um leið það sem rannsóknir hafa margsinnis sýnt: Að karlmenn ofmeta oft sína eigin getu.“ Hér má sjá viðtal frá því í haust við framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Alvotech sem segir miklu máli skipti að líta á jafnréttismálin jákvæðum augum: Þau séu allra hagur. Segja karla betri valkost Árið 2020 voru birtar niðurstöður rannsókna sem byggði á viðtölum við 187 konur í Exedra og FKA. Konurnar voru þá meðal annars spurðar, hvað væri hægt að gera til að fjölga konum í æðstu stjórnendastörfum. Ásta Dís segir ýmislegt hafa gerst síðan þá, þótt það virðist kannski ekki mikið. Til dæmis hafi einhverjir stórir aðilar, eins og stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, sett jafnréttismálin inn í hluthafastefnu sína og fleira. Að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga með 50 starfsmenn eða fleiri, hefur líka verið í umræðunni síðan þá. „En við erum líka búin að taka viðtöl við karlmenn í öllum skráðum félögum. Og þar kemur það svo sterkt fram að körlunum finnst konum skorta reynslu. Þeir segja einfaldlega að konur hafi menntunina, en ekki reynsluna,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Auðvitað er þetta ekki stór grunnur því að íslenskur markaður er einfaldlega svo smár. Hins vegar er þetta grunnurinn sem við höfum til að byggja á og þetta er sá grunnur sem konurnar vísa oft til sem karlaklúbbinn. Að sama skapi tala karlarnir um konuklúbbinn og það var auðheyrt á viðtölum að í hugum karlmanna er hættan alltaf sú að konur hreinlega taki yfir.“ Sem sumum reyndar finnst nú þegar, segja Þóra og Ásta. En við skulum rýna í svör almennings. Þar kemur fram að konur eru frekar ósammála þeirri fullyrðingu en karlar að „karlar og konur hafa jöfn tækifæri til að hljóta stöður í efsta stjórnunarlaginu í íslensku viðskiptalífi.“ „Það sem mér fannst frekar sjokkerandi er að það eru ekki nema 27% aðspurðra mjög sammála því að karlar og konur hafi jöfn tækifæri og svipað hlutfall segist vera frekar sammála, eða 24%. Mér finnst það í raun óþægileg tilfinning að á okkar tímum séum við ekki komin lengra en það að um 50% aðspurðra séu ekki þeirrar skoðunar að kynin hafi jöfn tækifæri,“ segir Haukur. Sérílagi þar sem hægt er að vísa í svo margar rannsóknir sem staðfesta hæfi allra kynja til að reka fyrirtæki. „Það er ljóst að sönnunarbyrði kvenna er mjög rík, þær eru ekki að fá tækifæri vegna þess að þær teljast ekki nógu hæfar nema þær geti einfaldlega lagt eitthvað fram því til sönnunar. Þótt staðreyndin sé margsönnuð önnur samkvæmt öllum rannsóknum,“ segir Þóra. Í viðtölunum við karlana töluðu þeir mikið um að konum vanti reynslu og þess vegna sé svo algengt að ráðningar í forstjórastöður séu karlmenn því þeir hafi almennt meiri reynslu af bransanum, enda hafi hann í mörgum atvinnugreinum verið karllægur til þessa. Það skondna var hins vegar að ef bent er á karlmenn sem ráðnir eru í forstjórastöður en koma frá allt öðrum geira, þá er svarið aftur á móti að sú ráðning skýrist af því að viðkomandi sé svo góður leiðtogi,“ segir Ásta Dís og ekki laust við að skíni í nokkurt bros yfir þeim mótsögnum sem þarna koma fram. Haukur, Ásta Dís og Þóra segja karlmenn á móti kynjakvóta í framkvæmdastjórnum en áhugavert verði að heyra hvað forsætisráðherra segi á viðburði HÍ þann 14.mars 2024, þar sem meðal annars er ætlunin að ræða hvað stjórnvöld geta gert til þess að sporna við þeirri staðreynd að enn eru ekki jöfn tækifæri kvenna og karla til æðstu stjórnunarstarfa. Vísir/Vilhelm Séríslenskt agaleysi? Athygli vekur að eftir því sem þátttakendur eru eldri, því meira sammála eru þeir því að „karlar og konur hafa jöfn tækifæri til að hljóta stöður í efsta stjórnunarlaginu í íslensku viðskiptalífi.“ Þetta segja Ásta, Þóra og Haukur meðal annars skýrast af því að viðmælendur sem eru eldri, eru gjarnir á að horfa til baka á þá þróun og breytingar sem hafa verið síðustu ár eða áratugi. Á meðan yngri viðmælendur meta stöðuna frekar miðað við upplifun sína á henni í dag. Þá segir Haukur rannsóknir almennt líka sýna að með aldrinum verður fólk íhaldssamara. „Ljósi punkturinn er þó sá að í viðtölum við karlmenn mátti heyra að þeir karlmenn sem hafa starfað erlendis eru rekar á því að eitthvað þurfi að gera á Íslandi. Þar er sérstaklega rætt um að bæta þurfi vinnubrögðin í íslensku atvinnulífi, að fyrirtæki þurfi meira að vinna í því kerfisbundið að byggja upp fólkið í fyrirtækjunum, horfa til fjölbreytileikans, þjálfa fólk í leiðtogastöður og svo framvegis,“ segir Þóra. Ásta bendir líka á að á þessu ári og fram til ársins 2026, þurfi sífellt fleiri fyrirtæki að taka þessi mál til skoðunar hjá sér því nú liggi fyrir samkvæmt Evrópulöggjöf sem verið er að innleiða, að stærri fyrirtæki þurfa að gefa upp kynjahlutföll framkvæmdastjórna í skýrslum, ólíkt því sem áður var. „Vitundavakningin hefur verið töluverð síðustu árin þótt lítið hafi breyst í tölum. En nú neyðast einfaldlega fleiri fyrirtæki til að skoða þetta meira vegna þess að í sérkafla í samfélagsskýrslum munu þessi mál einfaldlega þurfa að koma fram.“ „Og ég held að afstaðan almennt í samfélaginu sé orðin sú að fyrirtæki sem er ekki með þessi mál í lagi, lúkka einfaldlega ekki vel út á við,“ segir Þóra. Hér má sjá umfjöllun frá því í fyrra sem meðal annars skýrir út hvers vegna gervigreindin er líkleg til að mismuna konur þegar kemur að því að meta hæfi umsækjenda um störf. Hagsmunagæsla karla og kynjakvóti Málin verða hins vegar nokkuð augljós þegar kemur að umræðu um möguleg kynjakvótalög framkvæmdastjórna. Því þá má lesa úr niðurstöðum að karlmenn vilja slíkan kvóta alls ekki. Konur eru kynjakvótalögum framkvæmdastjórna þó hlynntari en ekki er munur á aldri né starfstéttum. Haukur segir talsverðan mun á körlum og konum þegar kemur að spurningunni um hvort „stjórnvöld ættu að setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn.“ Neikvætt viðhorf karlmanna til kynjakvótans sé líka sýnilegt þegar niðurstöður eru skoðaðar miðað við aðra mælikvarða. Til dæmis sýna niðurstöður að tekjuhærri eru frekar ósammála því að kynjakvóti sé settur á framkvæmdastjórnir. Að sama skapi eru karlmenn í miklum meirihluta þess hóps sem telst tekjuhærri. Háskólamenntaðir eru almennt hlynntari kynjakvótalögum framkvæmdastjórna en síðustu áratugi hafa konur útskrifast úr háskólum í mun meira lagi en karlmenn. Haukur segir bakgrunnsbreytuna háskólamenntun þó oft vera erfiða því hún feli í sér svo mikla og ólíka breidd. Hægri sinnaðir í pólitík eru minna sammála því en vinstri sinnaðir að setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir. „Þar voru þeir sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn frekar ósammála því að setja á kynjakvótalög en þeir sem sögðust t.d. myndu kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð,“ segir meðal annars í niðurstöðum. Á viðburðinum sem haldinn verður 14.mars mun Snædís Ögn Flosadóttir fjalla um málin út frá sjónarhóli lífeyrissjóða. Gunnar Gunnarsson hjá Creditinfo mun ræða félög sem uppfylla ekki kynjakvóta í stjórnum og hvernig megi bregðast við því. Þá mun Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Ísland ræða um skráð félög. Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 9-11 og er öllum opin. Ásta Dís og Þóra segjast hvorugar upplifa neitt í nýjum niðurstöðum sem komi þeim á óvart þar sem þær hafa verið það lengi i að skoða þessi mál. Annað en það að á árinu 2024 með svo hátt menntunarstig kvenna og mikla atvinnuþátttöku í áratugi, skuli staðan en sú að karlar telji konur ekki hafa hæfni og því þurfi þær að vera þolinmóðar í einhverja áratugi í viðbót og það að konur í stjórnum skráðra félaga upplifðu að í sumum tilfellum væru ákvarðanir teknar annars staðar en við stjórnarborðið og að það hafi verið staðfest í sumum viðtölunum við karlkyns stjórnarmennina Haukur segist sammála konunum en bætir þó við: Þetta er samt nokkuð sláandi staða. Því hér erum við ekkert að tala um eina rannsókn eða tættar niðurstöður, heldur rannsóknir sem hafa verið gerðar á margra ára tímabili, á Íslandi og víða annars staðar í heiminum. Og allar sýna þær fram á það sama: Það er enginn frammistöðumunur á konum og körlum þegar kemur að því að stjórna fyrirtækjum.“
Jafnréttismál Starfsframi Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01