Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2024 21:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Hjalti Gylfason einn af eigendum Mannverks, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja baðlóninu í Laugarási en þau eru hér ásamt forsvarsmönnum verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira