Skömmin er gerenda Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá. Við þurfum að átta okkur á því að þeir drengir og stúlkur sem að segja frá ofbeldinu er bara lítið brot af þeim sem að eru að verða fyrir kúgun. Skömm mikið vandamál Þegar að börn verða fyrir ofbeldi upplifa þau oft skömm, eins og ábyrgðin sé þeirra á einhvern hátt, það er auðvitað rangt en þessi skömm er þó oft til staðar. Börn sem lenda í slíku ofbeldi fara stundum í sjálfsásakanir og niðurrif. Einmanaleikinn verður oft óbærilegur því að enginn skilur hvað þau eru að ganga í gegnum. Þau þora oft ekki að segja frá og biðja um hjálp. Þau upplifa mikið óöryggi og hafa áhyggjur af því hver hafi séð myndirnar og hvar þær séu niðurkomnar. Stafrænu kynferðisofbeldi ber að taka alvarlega Þessari þróun ber að taka alvarlega. Við vitum um dæmi um einstaklinga sem lent hafa í stafrænu kynferðisofbeldi sem börn og hafa tekið líf sitt seinna á lífsleiðinni. Þetta er leyndur faraldur og hann er hljóður en hann er grafalvarlegur og getur haft langvarandi áhrif á líf fólks. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um skaðann og að þolendur fái þjónustuna sem þeim ber. Málin þurfa að vinnast hratt og örugglega í dómskerfinu Það er mikilvægt að lögin taki mið af alvarlegum afleiðingum á einstaklinga sem verða fyrir kúgun. Réttarkerfið tekur ekki nógu hratt og vel á þessum málum og ekki er nægilega vel tekið utan um þolendur. Þolendur eiga skilið að vera aðili máls og fá upplýsingar um framgöngu máls. Fræðsla er lykilatriði Við þurfum átak í fræðslu um þessa glæpi í skólum landsins og tryggja það að börn upplifi sig örugg til að segja frá. Börn upplifi að hver sem er geti lent í því að verða fórnarlamb stafræns kynferðisofbeldis og enginn sé öruggur frá blekkingum gerenda. Foreldrar þurfa einnig að vera óhrædd að eiga þetta samtal við unglingana sína og börnin þar sem að oft eiga börn erfitt með að opna á erfið samtöl en fullorðnir geta það. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar fyrir alla að kynna sér. Við þurfum að vinna markvisst að því að eyða þolendaskömm. Það er með opnu samtali sem að við hjálpum einstaklingum sem að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi að skila skömminni þar sem að hún á heima. Höfundur er er sálfræðingur og varaþingmaður Pírata.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun