Real Madrid slapp naumlega áfram Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2024 21:49 Vinicius Junior skoraði mark Real Madrid í kvöld sem á endanum reyndist nóg til að koma Real Madrid áfram. Getty/Angel Martinez Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en Real komst áfram á því að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli, 1-0. Vinícius Júnior kom Real yfir á 65. mínútu í kvöld eftir sendingu Jude Bellingham, en Willy Orbán náði að jafna metin jafnharðan fyrir Leipzig. Leipzig fékk svo tækifæri til að komast yfir, og tryggja sér framlengingu, í uppbótartíma þegar Dani Olmo átti skot sem fór í boga ofan á þverslána á marki Real. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en Real komst áfram á því að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli, 1-0. Vinícius Júnior kom Real yfir á 65. mínútu í kvöld eftir sendingu Jude Bellingham, en Willy Orbán náði að jafna metin jafnharðan fyrir Leipzig. Leipzig fékk svo tækifæri til að komast yfir, og tryggja sér framlengingu, í uppbótartíma þegar Dani Olmo átti skot sem fór í boga ofan á þverslána á marki Real.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“