FIFA bjó til nýja tuttugu þjóða keppni sem byrjar í lok mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 13:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér með Elvis Chetty, forseta knattspyrnusambands Seychelleseyja og H.E. Sheik Rashid bin Humaid Al Nuaimi. Getty/Tullio Puglia Alþjóða knattspyrnusambandið hefur stækkað heimsmeistaramótið upp í 48 lið og heimsmeistarakeppni félagsliða upp í 32 lið en það var ekki nóg. Nú hafa þeir búið til nýja keppni og ætla byrja á henni strax í þessum mánuði. Nýja landsliðskeppnin hefur fengið nafnið FIFA Series og tuttugu þjóðir munu hefja keppni í henni í lok þessa mánaðar. Þjóðunum tuttugu verður skipt niður í fimm riðla með fjórum þjóðum hver. Allir leikirnir í hverjum riðli munu fara fram á sama stað. Sádi-Arabía er með tvo riðla og hinir þrír verða spilaðir í Alsír, Aserbaídsjan og Srí Lanka. Who is playing? Where are the matches being held? Everything you need to know ahead of the pilot phase of the FIFA Series, which is taking place from 18 to 26 March 2024 across four locations.— FIFA (@FIFAcom) February 27, 2024 Andorra, Búlgaría og Aserbaídsjan eru einu Evrópuþjóðirnar sem taka þátt. Andorra mun spila sína þrjá leiki í Alsír á móti heimamönnum, Bólivíu og Suður Afriku. Aserbaídsjan mun hýsa riðil og mæta þar Búlgaríu, Mongólíu og Tansaníu. Kyrrhafseyjan Vanúatú er meðal þátttökuþjóða í keppninni en landslið þjóðarinnar er í 170. sæti á FIFA-listanum. „FIFA Series er jákvætt skref fram á við fyrir landsliðin í heiminum. Knattspyrnusamböndin hafa lengi talað um það að fá að mæta þjóðum út um allan heim. Nú er möguleiki fyrir þá að gera það innan landsleikjaglugganna,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA. Hann segir að minni þjóðirnar fái nú tækifæri til að spila við þjóðir úr öðrum álfum. Riðlana fimm má sjá hér fyrir neðan. FIFA Series í Alsír: Alsír, Suður-Afríka, Bólivía, Andorra. FIFA Series í Aserbaídsjan: Aserbaídsjan, Mongólía, Búlgaría, Tansanía FIFA Series í Sádi-Arabíu A: Grænhöfðaeyjar, Kambódía, Miðbaugs-Gínea, Gvæjana. FIFA Series í Sádi-Arabíu B: Bermúda, Brúnei, Gínea, Vanúatú. FIFA Series í Srí Lanka: Srí Lanka, Bútan, Mið-Afríkulýðveldið, Papúa Nýja-Gínea. FIFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Nýja landsliðskeppnin hefur fengið nafnið FIFA Series og tuttugu þjóðir munu hefja keppni í henni í lok þessa mánaðar. Þjóðunum tuttugu verður skipt niður í fimm riðla með fjórum þjóðum hver. Allir leikirnir í hverjum riðli munu fara fram á sama stað. Sádi-Arabía er með tvo riðla og hinir þrír verða spilaðir í Alsír, Aserbaídsjan og Srí Lanka. Who is playing? Where are the matches being held? Everything you need to know ahead of the pilot phase of the FIFA Series, which is taking place from 18 to 26 March 2024 across four locations.— FIFA (@FIFAcom) February 27, 2024 Andorra, Búlgaría og Aserbaídsjan eru einu Evrópuþjóðirnar sem taka þátt. Andorra mun spila sína þrjá leiki í Alsír á móti heimamönnum, Bólivíu og Suður Afriku. Aserbaídsjan mun hýsa riðil og mæta þar Búlgaríu, Mongólíu og Tansaníu. Kyrrhafseyjan Vanúatú er meðal þátttökuþjóða í keppninni en landslið þjóðarinnar er í 170. sæti á FIFA-listanum. „FIFA Series er jákvætt skref fram á við fyrir landsliðin í heiminum. Knattspyrnusamböndin hafa lengi talað um það að fá að mæta þjóðum út um allan heim. Nú er möguleiki fyrir þá að gera það innan landsleikjaglugganna,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA. Hann segir að minni þjóðirnar fái nú tækifæri til að spila við þjóðir úr öðrum álfum. Riðlana fimm má sjá hér fyrir neðan. FIFA Series í Alsír: Alsír, Suður-Afríka, Bólivía, Andorra. FIFA Series í Aserbaídsjan: Aserbaídsjan, Mongólía, Búlgaría, Tansanía FIFA Series í Sádi-Arabíu A: Grænhöfðaeyjar, Kambódía, Miðbaugs-Gínea, Gvæjana. FIFA Series í Sádi-Arabíu B: Bermúda, Brúnei, Gínea, Vanúatú. FIFA Series í Srí Lanka: Srí Lanka, Bútan, Mið-Afríkulýðveldið, Papúa Nýja-Gínea.
FIFA Series í Alsír: Alsír, Suður-Afríka, Bólivía, Andorra. FIFA Series í Aserbaídsjan: Aserbaídsjan, Mongólía, Búlgaría, Tansanía FIFA Series í Sádi-Arabíu A: Grænhöfðaeyjar, Kambódía, Miðbaugs-Gínea, Gvæjana. FIFA Series í Sádi-Arabíu B: Bermúda, Brúnei, Gínea, Vanúatú. FIFA Series í Srí Lanka: Srí Lanka, Bútan, Mið-Afríkulýðveldið, Papúa Nýja-Gínea.
FIFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira