Vill hafa nærbuxurnar sínar víðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 15:44 Fannar viðurkennir að það hafi verið erfitt að taka saman lista yfir þá hluti sem honum þyki ómissandi. Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum. Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám. Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám.
Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira