Árinni kennir illur ræðari Oddur Steinarsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsugæsla Oddur Steinarsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun