Enski boltinn

Fyrr­verandi leik­maður Arsenal orðin garðyrkjustjarna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðyrkjustjarnan Henri Lansbury.
Garðyrkjustjarnan Henri Lansbury.

Líf Henris Lansbury, fyrrverandi leikmanns Arsenal og fleiri liða, hefur tekið áhugaverða stefnu eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Lansbury hætti í fótbolta í fyrra og hefur síðan þá einbeitt sér að fyrirtæki sínu, Grass Gains, sem framleiðir áburð fyrir gras.

Áhugi Lansburys á garðyrkju kviknaði í kórónuveirufaraldrinum. Einn daginn gat garðyrkjumaður ekki komist til að slá garðinn hans og Lansbury þurfti því sjálfur að bretta upp ermarnar. Og honum fannst þetta svo skemmtilegt að ákvað að stofna Grass Gains.

Hróður Lansburys og fyrirtækisins hefur borist víða og hann hefur meðal annars unnið fyrir sitt gamla félag, Arsenal, sem og Fulham, Monaco og Genk.

Lansbury lék átta leiki fyrir aðallið Arsenal en var lengst af ferilsins hjá Nottingham Forest og Aston Villa. Hann lék fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×