„Þá verður maður bara að vera mannlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 09:00 Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið það vandasama verkefni að stýra Grindavíkurliðinu þegar bærinn er lokaður og liðið að æfa á mörgum stöðum. Visir/Arnar Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar. Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira