„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2024 07:00 Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir stefna með Heima appið á Norðurlöndin og til Bandaríkjanna. Fyrir tilviljun, sló appið hins vegar í gegn hjá Hollenskum fjölskyldum og því er Holland núna næst fjölmennasti hópur fjölskyldumeðlima sem nota Heima. Vísir/Vilhelm „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. Því já, Heima appið telur nú um þrjátíu þúsund fjölskyldumeðlimi og þar af eru Hollendingar næst fjölmennastir. „Þannig að útrásin okkar hófst eiginlega bara óvart. Við höfum verið að einblína á íslenska markaðinn en verið með ýmislegt í boði á ensku og auðvitað séð einstaka notendur slæðast inn erlendis frá. En allt í kringum Holland kom okkur algjörlega í opna skjöldu,“ segir Alma. Við skulum heyra nánar um það, hvernig íslenskt nýsköpunarfyrirtæki náði þeim áfanga að fara í útrás. Einfaldlega óvart! Hélt þetta væri spam Á dögunum opnaði Heima fyrir fyrstu áskriftarleiðina í appinu, en notkun á appinu gengur út á að fjölskyldumeðlimir skipti með sér verkum þegar kemur að heimilisverkefnunum og öllu því sem þeim fylgja. „Kynjahlutföllin eru um 60:40 konur og karlar og algengasti aldurshópurinn er fólk fætt 1980 til 2000,“ segir Sigurlaug, alltaf kölluð Silla. Með áskriftarleiðinni Heima Premium, eru að bætast við nokkrir fítusar og kostar ársáskrift á tilboði nú sem samsvarar um 600 krónum á mánuði,óháð því hversu margir eru í fjölskyldunni. Ókeypis notkun er auðvitað áfram í boði, eins og fólk þekkir nú orðið að algengt er með öpp. En hvernig kom það til að appið sló í gegn í Hollandi? „Síðasta haust fékk ég tölvupóst sem ég hélt að væri eitthvað spam. Því þar var maður sem sagðist vera að vinna fyrir hollenska sjónvarpsstöð sem væri að vinna þátt um Ísland og var að falast eftir viðtali við mig um Heima,“ segir Alma. Þótt tölvupósturinn væri frekar grunsamlegur, ákvað hún samt að spyrja vin sinn búsettan í Hollandi um umrædda stöð. „Hann staðfesti við mig að þetta væri alvöru sjónvarpsstöð og það sem þeir voru að gera var að framleiða nokkra heimildarþætti með ungu kvikmyndagerðarfólki. Í þeim hópi sagði hann unga kvikmyndagerðarkonu vilja gera þátt um Ísland og að hún hefði fengið ábendingu um Heima frá íslenskri fjölskyldu sem væri búsett í Hollandi og notaði appið,“ segir Alma. Alma í hollenska sjónvarpinu að skýra út hvað þriðja vaktin felur í sér og hvernig Heima appið hjálpar fjölskyldum að skipta á milli sín heimilisverkefnum. Jafnvel þannig að úr verði skemmtileg keppni. Alma og Silla segja Hollenskar fjölskyldur mjög virkar í sinni notkun á appinu. Leið eins og Rokkstjörnu Úr varð að Alma svaraði tölvupóstinum og verkefnið vatt upp á sig. „Unga kvikmyndagerðakonan vildi gera þáttinn þegar kvennaverkfallið yrði og úr varð að þau báðu um að elta mig og vinkonur mínar á verkfallið sjálft,“ segir Alma og skellir enn og aftur upp úr. Þetta var allt frekar fyndið, svona eins og maður væru bara „celeb“ með sjónvarpsmyndavélar á eftir mér og okkar vinkonum sem fóru á verkfallið. Mér leið eins og rokkstjarna.“ Til viðbótar var rætt um Heima og almennt stöðu kvenna á Íslandi. Ekki síst þriðju vaktina, sem heima appið svo sannarlega hjálpar til með að lendi ekki aðeins á einni hendi. „Vitundavakning um þriðju vaktina er frekar víða. Því nú erum við farin að vera með orð til að lýsa því um hvað við erum að tala,“ segir Alma og vísar í nokkrar bækur máli sínu til rökstuðnings. Alma og Silla segja Íslendinga tala um „þriðju vaktina,“ það sé okkar leið til að geta rætt hlutina. Í Bandaríkjunum sé þó ekkert síður mikil umræða og vakning um þetta ósýnilega verksvið og álag og þar hafi það til að mynda hjálpað til að frægar stjörnur á borð við Reese Witherspoon og Justin Baldoni hafi rætt þessa hluti opinskátt. „Það var líka mjög gaman fyrir okkur að heyra að hugmyndin að viðtali við Heima á þessari hollensku stöð, kom upp vegna þess að það væri fjölskylda að nota appið sem benti á okkur,“ segir Silla og bætir við: „Sem skiptir miklu máli því þessi 30 þúsund manna hópur hjá okkur, er hópur sem hefur vaxið og orðið til á organískan hátt.“ Alma og Silla vissu ekki hvenær þátturinn yrði sýndur í Hollandi en áttu að fá að sjá hann áður en svo yrði. Það hins vegar fórst fyrir. Eitt kvöldið gerist það að Silla tekur eftir mjög skringilegri umferð á appinu. Hún var þá stödd í Helsinki þar sem hún hafði verið á nýsköpunarráðstefnu. Alma var hins vegar nýlent í Kenya því hún var á leiðinni til Rúanda á nýsköpunarviðburð. Þegar Silla fór að skoða hver skýringin væri á þessari miklu umferð um appið, sá hún að þúsundir notenda voru að bætast við frá Hollandi. Hún hringdi því í Ölmu og spurði: „Alma, veistu hvenær það átti að sýna þáttinn í Hollandi?“ Um þrjátíu þúsund fjölskyldumeðlimir nota Heima en með því er haldið utan um heimilisverkefnin og þeim skipt niður á milli fjölskyldumeðlima. Alma og Silla telja líklegt að í framtíðinni muni fólki finnast jafn eðlilegt að halda utan um heimilisverkefni með öppum eins og atvinnulífið gerir almennt með ýmsum forritum og kerfum.Vísir/Vilhelm Meiri útrás framundan Til að gera langa sögu stutta, segja stöllurnar að Hollendingar hafi frá fyrsta degi sýnt sig sem mjög virkir notendur. Og alls ekkert síður virkir en Íslendingar. „Þetta skiptir mjög miklu máli því öll þróunin okkar er unnin í samvinnu við notendur, þannig forgangsröðum við hvaða fítusum við erum að bæta í appið og svo framvegis,“ útskýrir Alma. Margt hefur lærst á þessum tíma sem appið hefur verið í notkun. „Til dæmis eru mjög skiptar skoðanir á því hvort heimilisverkin eigi að vera sett fram sem skemmtileg keppni á milli fjölskyldumeðlima eða ekki,“ segir Silla og brosir. Helmingurinn virðist vera mikið keppnisfólk og segist nota appið fyrst og fremst vegna þess að stigagjöf fjölskyldumeðlima er svo skemmtileg. Á meðan hinn helmingurinn hefur spurt hvort það megi ekki taka þennan fítus út, því heimilisverkefni séu engin keppni!“ Til að miðla málum var farið þá leið að finna milliveg þannig að stigagjöfin er áfram, en þó ekki eins sýnileg og áður. „Allt svona skiptir máli og eins líka hvernig við útfærum nýja hluti. Við erum til dæmis að vinna í því að bæta við innkaupalista sem ótrúlega margir virðast spenntir fyrir. Þetta er dæmi um fítus sem við vinnum með notendum,“ segir Alma. Teljið þið líklegt að Heima appið farið í hraðari útrás en ella, fyrst vinsældirnar fóru svona óvænt af stað? „Til þess að fara í útrás þarf meira fjármagn og við erum um þessar mundir í viðræðum við fjárfesta og að sækja um fleiri styrki. Því fjármögnun er auðvitað bara hluti af þeim veruleika sem nýsköpunarfyrirtæki þurfa að vinna í og sækja,“ segir Alma og Silla bætir við: „En við stefnum á Norðurlöndin og Bandaríkin.“ Vinkonurnar segja ákveðna kulnun á fjárfestingamarkaði um þessar mundir en eru þó vongóðar um að tíðinda muni vænta á næstu vikum og mánuðum. „Út frá kynjafræðilegu sjónarmiði er Ísland mjög framarlega í jafnrétti og það er að hjálpa mikið til að geta notað „þriðju vaktina“ sem orðasamband til að lýsa hvaða vandamál fjölskyldur eru oft að glíma við. En fyrir tuttugu árum, fóru vinnustaðir að nýta sér tæknina til að halda utan um og verkstýra betur öllu innandyra hjá sér. Við teljum líklegt að þannig verði daglegt líf líka hjá öllum heimilum innan skamms, þá muni heimilum finnast alveg sjálfsagt að nýta sér app eins og Heima til að skipuleggja og halda utan um verkefnin,“ segir Alma. „Það hefur skipt miklu máli að vöxturinn okkar er organískur, það segir okkur að við erum með vöru sem virkar. Hollandssagan er síðan skemmtileg saga en líka þýðingarmikil því með því að ná svona óvæntum árangri, erum við að sjá að við erum að búa til góða lausn sem er að virka víða. Kannski ættum við bara að reyna að komast í fleiri svona viðtöl?“ Hér má sjá viðtal sem birt var í apríl í fyrra og segir frá aðdraganda þess að Heima appið varð til. Jafnréttismál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 „Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Því já, Heima appið telur nú um þrjátíu þúsund fjölskyldumeðlimi og þar af eru Hollendingar næst fjölmennastir. „Þannig að útrásin okkar hófst eiginlega bara óvart. Við höfum verið að einblína á íslenska markaðinn en verið með ýmislegt í boði á ensku og auðvitað séð einstaka notendur slæðast inn erlendis frá. En allt í kringum Holland kom okkur algjörlega í opna skjöldu,“ segir Alma. Við skulum heyra nánar um það, hvernig íslenskt nýsköpunarfyrirtæki náði þeim áfanga að fara í útrás. Einfaldlega óvart! Hélt þetta væri spam Á dögunum opnaði Heima fyrir fyrstu áskriftarleiðina í appinu, en notkun á appinu gengur út á að fjölskyldumeðlimir skipti með sér verkum þegar kemur að heimilisverkefnunum og öllu því sem þeim fylgja. „Kynjahlutföllin eru um 60:40 konur og karlar og algengasti aldurshópurinn er fólk fætt 1980 til 2000,“ segir Sigurlaug, alltaf kölluð Silla. Með áskriftarleiðinni Heima Premium, eru að bætast við nokkrir fítusar og kostar ársáskrift á tilboði nú sem samsvarar um 600 krónum á mánuði,óháð því hversu margir eru í fjölskyldunni. Ókeypis notkun er auðvitað áfram í boði, eins og fólk þekkir nú orðið að algengt er með öpp. En hvernig kom það til að appið sló í gegn í Hollandi? „Síðasta haust fékk ég tölvupóst sem ég hélt að væri eitthvað spam. Því þar var maður sem sagðist vera að vinna fyrir hollenska sjónvarpsstöð sem væri að vinna þátt um Ísland og var að falast eftir viðtali við mig um Heima,“ segir Alma. Þótt tölvupósturinn væri frekar grunsamlegur, ákvað hún samt að spyrja vin sinn búsettan í Hollandi um umrædda stöð. „Hann staðfesti við mig að þetta væri alvöru sjónvarpsstöð og það sem þeir voru að gera var að framleiða nokkra heimildarþætti með ungu kvikmyndagerðarfólki. Í þeim hópi sagði hann unga kvikmyndagerðarkonu vilja gera þátt um Ísland og að hún hefði fengið ábendingu um Heima frá íslenskri fjölskyldu sem væri búsett í Hollandi og notaði appið,“ segir Alma. Alma í hollenska sjónvarpinu að skýra út hvað þriðja vaktin felur í sér og hvernig Heima appið hjálpar fjölskyldum að skipta á milli sín heimilisverkefnum. Jafnvel þannig að úr verði skemmtileg keppni. Alma og Silla segja Hollenskar fjölskyldur mjög virkar í sinni notkun á appinu. Leið eins og Rokkstjörnu Úr varð að Alma svaraði tölvupóstinum og verkefnið vatt upp á sig. „Unga kvikmyndagerðakonan vildi gera þáttinn þegar kvennaverkfallið yrði og úr varð að þau báðu um að elta mig og vinkonur mínar á verkfallið sjálft,“ segir Alma og skellir enn og aftur upp úr. Þetta var allt frekar fyndið, svona eins og maður væru bara „celeb“ með sjónvarpsmyndavélar á eftir mér og okkar vinkonum sem fóru á verkfallið. Mér leið eins og rokkstjarna.“ Til viðbótar var rætt um Heima og almennt stöðu kvenna á Íslandi. Ekki síst þriðju vaktina, sem heima appið svo sannarlega hjálpar til með að lendi ekki aðeins á einni hendi. „Vitundavakning um þriðju vaktina er frekar víða. Því nú erum við farin að vera með orð til að lýsa því um hvað við erum að tala,“ segir Alma og vísar í nokkrar bækur máli sínu til rökstuðnings. Alma og Silla segja Íslendinga tala um „þriðju vaktina,“ það sé okkar leið til að geta rætt hlutina. Í Bandaríkjunum sé þó ekkert síður mikil umræða og vakning um þetta ósýnilega verksvið og álag og þar hafi það til að mynda hjálpað til að frægar stjörnur á borð við Reese Witherspoon og Justin Baldoni hafi rætt þessa hluti opinskátt. „Það var líka mjög gaman fyrir okkur að heyra að hugmyndin að viðtali við Heima á þessari hollensku stöð, kom upp vegna þess að það væri fjölskylda að nota appið sem benti á okkur,“ segir Silla og bætir við: „Sem skiptir miklu máli því þessi 30 þúsund manna hópur hjá okkur, er hópur sem hefur vaxið og orðið til á organískan hátt.“ Alma og Silla vissu ekki hvenær þátturinn yrði sýndur í Hollandi en áttu að fá að sjá hann áður en svo yrði. Það hins vegar fórst fyrir. Eitt kvöldið gerist það að Silla tekur eftir mjög skringilegri umferð á appinu. Hún var þá stödd í Helsinki þar sem hún hafði verið á nýsköpunarráðstefnu. Alma var hins vegar nýlent í Kenya því hún var á leiðinni til Rúanda á nýsköpunarviðburð. Þegar Silla fór að skoða hver skýringin væri á þessari miklu umferð um appið, sá hún að þúsundir notenda voru að bætast við frá Hollandi. Hún hringdi því í Ölmu og spurði: „Alma, veistu hvenær það átti að sýna þáttinn í Hollandi?“ Um þrjátíu þúsund fjölskyldumeðlimir nota Heima en með því er haldið utan um heimilisverkefnin og þeim skipt niður á milli fjölskyldumeðlima. Alma og Silla telja líklegt að í framtíðinni muni fólki finnast jafn eðlilegt að halda utan um heimilisverkefni með öppum eins og atvinnulífið gerir almennt með ýmsum forritum og kerfum.Vísir/Vilhelm Meiri útrás framundan Til að gera langa sögu stutta, segja stöllurnar að Hollendingar hafi frá fyrsta degi sýnt sig sem mjög virkir notendur. Og alls ekkert síður virkir en Íslendingar. „Þetta skiptir mjög miklu máli því öll þróunin okkar er unnin í samvinnu við notendur, þannig forgangsröðum við hvaða fítusum við erum að bæta í appið og svo framvegis,“ útskýrir Alma. Margt hefur lærst á þessum tíma sem appið hefur verið í notkun. „Til dæmis eru mjög skiptar skoðanir á því hvort heimilisverkin eigi að vera sett fram sem skemmtileg keppni á milli fjölskyldumeðlima eða ekki,“ segir Silla og brosir. Helmingurinn virðist vera mikið keppnisfólk og segist nota appið fyrst og fremst vegna þess að stigagjöf fjölskyldumeðlima er svo skemmtileg. Á meðan hinn helmingurinn hefur spurt hvort það megi ekki taka þennan fítus út, því heimilisverkefni séu engin keppni!“ Til að miðla málum var farið þá leið að finna milliveg þannig að stigagjöfin er áfram, en þó ekki eins sýnileg og áður. „Allt svona skiptir máli og eins líka hvernig við útfærum nýja hluti. Við erum til dæmis að vinna í því að bæta við innkaupalista sem ótrúlega margir virðast spenntir fyrir. Þetta er dæmi um fítus sem við vinnum með notendum,“ segir Alma. Teljið þið líklegt að Heima appið farið í hraðari útrás en ella, fyrst vinsældirnar fóru svona óvænt af stað? „Til þess að fara í útrás þarf meira fjármagn og við erum um þessar mundir í viðræðum við fjárfesta og að sækja um fleiri styrki. Því fjármögnun er auðvitað bara hluti af þeim veruleika sem nýsköpunarfyrirtæki þurfa að vinna í og sækja,“ segir Alma og Silla bætir við: „En við stefnum á Norðurlöndin og Bandaríkin.“ Vinkonurnar segja ákveðna kulnun á fjárfestingamarkaði um þessar mundir en eru þó vongóðar um að tíðinda muni vænta á næstu vikum og mánuðum. „Út frá kynjafræðilegu sjónarmiði er Ísland mjög framarlega í jafnrétti og það er að hjálpa mikið til að geta notað „þriðju vaktina“ sem orðasamband til að lýsa hvaða vandamál fjölskyldur eru oft að glíma við. En fyrir tuttugu árum, fóru vinnustaðir að nýta sér tæknina til að halda utan um og verkstýra betur öllu innandyra hjá sér. Við teljum líklegt að þannig verði daglegt líf líka hjá öllum heimilum innan skamms, þá muni heimilum finnast alveg sjálfsagt að nýta sér app eins og Heima til að skipuleggja og halda utan um verkefnin,“ segir Alma. „Það hefur skipt miklu máli að vöxturinn okkar er organískur, það segir okkur að við erum með vöru sem virkar. Hollandssagan er síðan skemmtileg saga en líka þýðingarmikil því með því að ná svona óvæntum árangri, erum við að sjá að við erum að búa til góða lausn sem er að virka víða. Kannski ættum við bara að reyna að komast í fleiri svona viðtöl?“ Hér má sjá viðtal sem birt var í apríl í fyrra og segir frá aðdraganda þess að Heima appið varð til.
Jafnréttismál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 „Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01
Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00
„Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01