Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 13:48 Til vinstri er inngangur „ævintýraheimsins“ og til hægri er illmennið skáldaða The Unknown. Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir. Skotland Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir.
Skotland Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira