Tuttugu ára afmæli Aldrei fór ég suður: Of Monsters and Men meðal hljómsveita Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 1. mars 2024 13:54 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri. Vísir/Einar Of Monsters and Men verður á meðal þeirra hljómsveita sem munu koma fram á vestfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og verður blásið í herlúða að sögn skipuleggjanda. „Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“ Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
„Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira