„Lúðurklúður” í boði Kynnisferða hf. Jón Ármann Steinsson skrifar 1. mars 2024 12:01 Í vikubyrjun vaknaði ég við símtal frá félaga mínum sem starfar í auglýsingabransanum: „Til hamingju Jón með tilnefninguna! Lúðurinn maður! Frábært hjá þér ” „Ha, - hvaða lúður?” „Veistu ekki að ICELANDIA er tilnefnt til íMark verðlauna. Fylgistu ekki með maður!” Ég glaðvaknaði, vippaði mér inn á iMark.is og viti menn: ICELANDIA var útnefnt til Lúðursins 2023 sem er sjálfur Óskarinn í auglýsingabransanum. Og fyrirtækið mitt ICELANDIA var tilnefnt sem eigandi og auglýsingastofa líka. Vá maður! Það var bara eitt vandamál… Það var verið að tilnefna Kynnisferðir hf fyrir mörkun / ásýnd vörumerkis en undir mínu firmanafni. Verðlaunin voru fyrir „rebranding” Kynnisferða yfir í ICELANDIA. Baksagan Vorið 2022 tilkynntu Kynnisferðir um ríbranding fyrirtækisins og allra dótturfyrirtækja yfir í fyrirtækjasamstæðuna ICELANDIA. Nema það átti sér stað eitt oggu-pínulítið klúður. Þeim farnaðist ekki að eignast firmanafnið af því ég vildi ekki selja það fyrir slikk -og þeim tókst ekki að skrá vörumerkið ICELANDIA af því Hugverkastofa synjaði því. Þetta er sama merkið og bransinn er nú að greiða atkvæði um hvort sé vert verðlauna eða ekki. Notkun Kynnisferða á okkar firmanafni og á óskráða vörumerkinu orsakaði þvílíkan kennslarugling á heimamarkaði og í stjórnkerfinu að það hálfa væri yfirdrifið. Þá ætla ég ekki einu sinni að lýsa hvaða klúður færi í gírinn erlendis þegar uppgötvast að fyrirtæki er að koma fram bæði undir stolnu firmanafni og vafasömum vörumerkjum. En nú stendur sem sagt til að verðlauna óskráð vörumerki ICELANDIA og afrekið er eignað mér og mínu fyrirtæki ICELANDIA ehf. Hvar er fagmennskan hér? Hver hefur rétt til að kalla sig ICELANDIA og hver ekki? Já, og hver man ekki eftir dæmisögunni um nýju fötin keisarans? Ég hringdi í forstýru íMark og spurði hverju það sætti að firmanafn ICELANDIA væri í öllum þeirra auglýsingum ásamt firmanafni Kynnisferða þegar nú stæði yfir vörumerkjastríð milli þessara tveggja fyrirtækja sem væri alkunna í bransanum. Ég vakti athygli á að merkið ICELANDIA sem til stæði að verðlauna hafi verið synjað Hugverkastofu og væri því óskráð og óhæft til skráningar. Af hverju verðlauna slíkt merki? Sama gilti um firmanafnið ICELANDIA sem firmaskrá synjaði Kynnisferðum um að taka upp. Þá spurði ég hvort verðlaunin yrðu veitt mér sem fulltrúa míns fyrirtækis ICELANDIA sem ætti bæði firmanafnið og vörumerki. Útnefningin fullyrti slíkt eignarhald ásamt höfundarrétti að hönnun og leiðtogahlutverk í framúrskarandi markaðssetningu. Ég fekk loðin svör vægast sagt en samtalinu lauk með loforði hennar um að hafa samband síðar sama dag. Nú er kominn nýr dagur, 29. febrúar, og ég hef ekkert heyrt frá fröken íMark. Hugverkaréttur og lagaumhverfi Íslands Svokölluð vörumerkjastríð eru ekki algeng á Íslandi en þetta stríð er orðið langvinnt, næstum tvö ár og annað eins eftir þar til annar hvor aðilinn sigrar hinn. Í miðju vörumerkjastríði þar sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands er að markaðssetja sig undir fölsku firmanafni og með vörumerkjasögu sem er vægast sagt slæm - þá tekur íMark það í mál að setja viðkomandi upp á verðlaunapall. Er þetta gáleysi, sinnuleysi eða hrein fáviska? Reyndar skal það segjast íMark til málsbóta að bæði ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðamála, sem og Íslandsstofa og bókstaflega allir viðskiptavinir, og jafnvel starfsmenn Kynnisferða hafa látið blekkjast af þessu kennslaklúðri ferðarisans sem við erum að upplifa hér. ICELANDIA er ekki firmaheiti Kynnisferða og hefur aldrei verið. Kynnisferðir eiga ekki vörumerkið ICELANDIA og hafa aldrei átt. Hvað er íMark og Samband íslenskra auglýsingastofa að gera með svona tilnefningu, tala nú ekki um ef ICELANDIA verkefnið vinnur keppnina? Hafa þá allir meðlimir SÍA sem greiddu atkvæði verið blekktir til að trúa því að hér liggi fagleg vinnubrögð að baki? Væri svona „fagmennska” í hönnun, tryggingu lögheita og markaðssetningu bara í fínu lagi og Kynnisferðir hf verðlaunanna verðir? Heiðarlegir viðskiptahættir Nú ætla ég að gera stutta grein fyrir kafla tvö í þessari sögu sem er eflaust að fara í gang á næstu dögum sem viðbrögð við þessu sem hér er að gerast. Á góðri íslensku er til nokkuð sem heitir „dörtí trikks“ og ég tel það eiga vel við hér. Fyrirtækið Kynnisferðir, sem á eftir að verja sig fyrir þessum pistli, mun pottþétt flagga því að þeir eigi vörumerkjaskráningu í pípum Hugverkastofu. Það er merkið „KYNNISFERÐIR ICELANDIA“ og skráningin er það sem ég kalla „dörti trikk“. Henni er einungis ætlað að brjóta aftur lögvarðan rétt ICELANDIA til heitisins og hér er skýringin að baki þeirri fullyrðingu. Kynnisferðir kynntu formlega vorið 2022 að þeir hétu þaðan í frá ICELANDIA. Fljótlega varð þeim ljóst að þeir voru búnir að tapa þeim slag og myndu ekki fá lögheitin skráð. Þá var sótt um skráningu á nafni sem þeir höfðu lagt niður og það sett fyrir framan ICELANDIA - þ.e firmaheiti þeirra og vörumerki mitt. Hálft vörumerki „KYNNISFERÐIR ICELANDIA” Já, ég kalla þetta dörtí trikks. Af hverju eru Kynnisferðir að sækjast eftir þessu KYNNISFERÐIR ICELANDIA merki? Ætla þeir að fara að nota það erlendis og hætta að nota bara ICELANDIA? Nei, þetta er til þess að nota hálft vörumerki, þ.e bara ICELANDIA hlutann en það væri hvorki heiðarlegt né faglegt - og kannski er það þess vegna sem engin alvöru auglýsingastofa vildi setja nafn sitt við þessa útnefningu í ár? Þetta allt held ég að verði góð lexía fyrir okkur sem störfum við mörkunarvinnu í gúanólýðveldinu Íslandi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Í vikubyrjun vaknaði ég við símtal frá félaga mínum sem starfar í auglýsingabransanum: „Til hamingju Jón með tilnefninguna! Lúðurinn maður! Frábært hjá þér ” „Ha, - hvaða lúður?” „Veistu ekki að ICELANDIA er tilnefnt til íMark verðlauna. Fylgistu ekki með maður!” Ég glaðvaknaði, vippaði mér inn á iMark.is og viti menn: ICELANDIA var útnefnt til Lúðursins 2023 sem er sjálfur Óskarinn í auglýsingabransanum. Og fyrirtækið mitt ICELANDIA var tilnefnt sem eigandi og auglýsingastofa líka. Vá maður! Það var bara eitt vandamál… Það var verið að tilnefna Kynnisferðir hf fyrir mörkun / ásýnd vörumerkis en undir mínu firmanafni. Verðlaunin voru fyrir „rebranding” Kynnisferða yfir í ICELANDIA. Baksagan Vorið 2022 tilkynntu Kynnisferðir um ríbranding fyrirtækisins og allra dótturfyrirtækja yfir í fyrirtækjasamstæðuna ICELANDIA. Nema það átti sér stað eitt oggu-pínulítið klúður. Þeim farnaðist ekki að eignast firmanafnið af því ég vildi ekki selja það fyrir slikk -og þeim tókst ekki að skrá vörumerkið ICELANDIA af því Hugverkastofa synjaði því. Þetta er sama merkið og bransinn er nú að greiða atkvæði um hvort sé vert verðlauna eða ekki. Notkun Kynnisferða á okkar firmanafni og á óskráða vörumerkinu orsakaði þvílíkan kennslarugling á heimamarkaði og í stjórnkerfinu að það hálfa væri yfirdrifið. Þá ætla ég ekki einu sinni að lýsa hvaða klúður færi í gírinn erlendis þegar uppgötvast að fyrirtæki er að koma fram bæði undir stolnu firmanafni og vafasömum vörumerkjum. En nú stendur sem sagt til að verðlauna óskráð vörumerki ICELANDIA og afrekið er eignað mér og mínu fyrirtæki ICELANDIA ehf. Hvar er fagmennskan hér? Hver hefur rétt til að kalla sig ICELANDIA og hver ekki? Já, og hver man ekki eftir dæmisögunni um nýju fötin keisarans? Ég hringdi í forstýru íMark og spurði hverju það sætti að firmanafn ICELANDIA væri í öllum þeirra auglýsingum ásamt firmanafni Kynnisferða þegar nú stæði yfir vörumerkjastríð milli þessara tveggja fyrirtækja sem væri alkunna í bransanum. Ég vakti athygli á að merkið ICELANDIA sem til stæði að verðlauna hafi verið synjað Hugverkastofu og væri því óskráð og óhæft til skráningar. Af hverju verðlauna slíkt merki? Sama gilti um firmanafnið ICELANDIA sem firmaskrá synjaði Kynnisferðum um að taka upp. Þá spurði ég hvort verðlaunin yrðu veitt mér sem fulltrúa míns fyrirtækis ICELANDIA sem ætti bæði firmanafnið og vörumerki. Útnefningin fullyrti slíkt eignarhald ásamt höfundarrétti að hönnun og leiðtogahlutverk í framúrskarandi markaðssetningu. Ég fekk loðin svör vægast sagt en samtalinu lauk með loforði hennar um að hafa samband síðar sama dag. Nú er kominn nýr dagur, 29. febrúar, og ég hef ekkert heyrt frá fröken íMark. Hugverkaréttur og lagaumhverfi Íslands Svokölluð vörumerkjastríð eru ekki algeng á Íslandi en þetta stríð er orðið langvinnt, næstum tvö ár og annað eins eftir þar til annar hvor aðilinn sigrar hinn. Í miðju vörumerkjastríði þar sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands er að markaðssetja sig undir fölsku firmanafni og með vörumerkjasögu sem er vægast sagt slæm - þá tekur íMark það í mál að setja viðkomandi upp á verðlaunapall. Er þetta gáleysi, sinnuleysi eða hrein fáviska? Reyndar skal það segjast íMark til málsbóta að bæði ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðamála, sem og Íslandsstofa og bókstaflega allir viðskiptavinir, og jafnvel starfsmenn Kynnisferða hafa látið blekkjast af þessu kennslaklúðri ferðarisans sem við erum að upplifa hér. ICELANDIA er ekki firmaheiti Kynnisferða og hefur aldrei verið. Kynnisferðir eiga ekki vörumerkið ICELANDIA og hafa aldrei átt. Hvað er íMark og Samband íslenskra auglýsingastofa að gera með svona tilnefningu, tala nú ekki um ef ICELANDIA verkefnið vinnur keppnina? Hafa þá allir meðlimir SÍA sem greiddu atkvæði verið blekktir til að trúa því að hér liggi fagleg vinnubrögð að baki? Væri svona „fagmennska” í hönnun, tryggingu lögheita og markaðssetningu bara í fínu lagi og Kynnisferðir hf verðlaunanna verðir? Heiðarlegir viðskiptahættir Nú ætla ég að gera stutta grein fyrir kafla tvö í þessari sögu sem er eflaust að fara í gang á næstu dögum sem viðbrögð við þessu sem hér er að gerast. Á góðri íslensku er til nokkuð sem heitir „dörtí trikks“ og ég tel það eiga vel við hér. Fyrirtækið Kynnisferðir, sem á eftir að verja sig fyrir þessum pistli, mun pottþétt flagga því að þeir eigi vörumerkjaskráningu í pípum Hugverkastofu. Það er merkið „KYNNISFERÐIR ICELANDIA“ og skráningin er það sem ég kalla „dörti trikk“. Henni er einungis ætlað að brjóta aftur lögvarðan rétt ICELANDIA til heitisins og hér er skýringin að baki þeirri fullyrðingu. Kynnisferðir kynntu formlega vorið 2022 að þeir hétu þaðan í frá ICELANDIA. Fljótlega varð þeim ljóst að þeir voru búnir að tapa þeim slag og myndu ekki fá lögheitin skráð. Þá var sótt um skráningu á nafni sem þeir höfðu lagt niður og það sett fyrir framan ICELANDIA - þ.e firmaheiti þeirra og vörumerki mitt. Hálft vörumerki „KYNNISFERÐIR ICELANDIA” Já, ég kalla þetta dörtí trikks. Af hverju eru Kynnisferðir að sækjast eftir þessu KYNNISFERÐIR ICELANDIA merki? Ætla þeir að fara að nota það erlendis og hætta að nota bara ICELANDIA? Nei, þetta er til þess að nota hálft vörumerki, þ.e bara ICELANDIA hlutann en það væri hvorki heiðarlegt né faglegt - og kannski er það þess vegna sem engin alvöru auglýsingastofa vildi setja nafn sitt við þessa útnefningu í ár? Þetta allt held ég að verði góð lexía fyrir okkur sem störfum við mörkunarvinnu í gúanólýðveldinu Íslandi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun