Lífið

Sigga og Siggi búa í fal­legu ein­býli og eru með tjald úr Walter Mitty í garðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siggi fékk tjaldið gefins fyrir um tíu árum.
Siggi fékk tjaldið gefins fyrir um tíu árum.

Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi leit Sindri Sindrason við hjá hjónunum Siggu Dóru og Sigga sem oftast eru kennd við World Class.

Sigurður Júlíus Leifsson er rekstrarstjóri World Class og einn af eigendum, enda bróðir Björns Leifssonar.

Siggi og Sigga hafa komið sér vel fyrir í einstaklega fallegu einbýlishúsi í Kópavoginum sem þau fjárfestu í fyrir fimmtán árum.

Í þættinum í gær kom í ljós að Sigurður er með leikmun úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem kom út árið 2013. Myndin var að hluta til tekinn upp hér á landi en vinur hans, Finni, gaf honum heljarinnar tjald sem notað var við gerð kvikmyndarinnar.

Hér að neðan má sjá þetta geggjaða partýtjald.

Klippa: Sigga og Siggi búa í fallegu einbýli og eru með tjald úr Walter Mitty í garðinum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×