Gengur hægrið af göflunum? Haukur Arnþórsson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Í nýjasta tbl. af The Economist (17.– 23. febr. 2024), er góð samantekt um „þjóðernisíhaldið“ (e. national conservatism). Þessi grein er hugleiðingar að lestri greinanna loknum. Upplýsingar eru að hluta til teknar úr þeim, án þess að um beinar tilvitnanir sé að ræða – en samhengi og ályktanir eru mínar. Hugmyndafræði þjóðernisíhaldsins er smám saman að taka á sig skýrari mynd. Leiðtogar eru einkum Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur verið duglegur að setja á fót áróðursstofnanir – meðal annars háskóla fyrir þjóðernishyggju – og Trump, en stuðningsmenn hans, America Firsters, eru líka að stofnanavæða sig ásamt með repúblikanaflokknum. Aðrir áhrifavaldar og ræðumenn á ráðstefnum þjóðernissinna, eru Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Kaczynski, formaður Laga og réttar í Póllandi og Le Pen, sem leiðir í skoðanakönnunum sem næsta forsetaefni Frakklands. Jafnvel Sunak, forsætisráðherra Bretlands, bregður fyrir. Margir minni spámenn og jafnvel háskólamenn hafa verið að stilla sér upp í þessa línu. Þá er ónefndur keisari þjóðernishyggjunnar, Pútín, hann elur á þjóðernishyggju, evrópuhatri, hatri í garð vestræns samstarfs og gegn fjölskyldugildum nútímans – með gríðarlegum nethernaði – sem við verðum því miður sífellt meira og meira vör við hér á landi; þjóðernisíhaldið tekur upp sum rök Pútíns, jafnvel Morgunblaðið. Mér virðist við Íslendingar þurfa að taka til varna gegn honum, en auðvitað kemur til greina að loka á rússneskar áróðursveitur á netinu sem margar þjóðir Evrópu gera. Enda þótt hugmyndafræði þjóðernisíhaldsins sé ósamstæð um margt má minna á að fasisminn og nasisminn voru líka hugmyndafræðilega veikar hreyfingar, en voru samt nógu öflugar til að orsaka heila heimstyrjöld. Þjóðernishyggja hefur til þessa oft leitt af sér stríð – og gerir enn – og nú ógnar hún friðinum í okkar heimshluta. Þjóðernisíhaldið sækir gegn vestrænu frjálslyndi, sem er hin hefðbundna hugmyndafræði hægrisins og enn frekar gegn WOKE-stefnunni sem oftast er tengd vinstri mönnum. Woke þýðir „með vakandi meðvitund“ og varð til um 2010 í BNA sem andsvar gegn kynþáttahyggju og mismunun og tók svo upp baráttu fyrir réttlæti, gegn kynjamismunun og fyrir fjölskyldugildum nútímans. WOKE-stefnan er af þjóðernisíhaldinu kölluð rétttrúnaður og þeir sem hana styðja „góða fólkið“ Þjóðernishægrið snýst um þjóðlegt fullveldi, andúð á alþjóðahyggju (glóbalisma), andúð á fjölmenningu, það snýst gegn innflytjendum, segir að Evrópa sé hugmyndafræðilega og efnahagslega á fallanda fæti og styður svokölluð gömul fjölskyldugildi, sem þýðir oftast andstöðu gegn trans fólki og samkynhneigðu og að þrengt er að frelsi kvenna. Við þetta bætist oft andstaða við loftslagsaðgerðir og afneitun vísindalegra niðurstaðna – einkum um hlýnun jarðar, en í fleiri efum líka. Eins og sjá má á upptalningunni snýst stefnan gegn mörgum þáttum í framþróun vestrænna samfélaga: menningarlega, félagslega og efnahagslega. Hún leggur samt ekki til aðra framtíðarsýn – hennar framtíð er í baksýnisspeglinum. Endurreisn þjóðríkisins Helsta birtingarmynd þjóðernishyggjunnar er upphafning þjóðríkisins, sjálfsákvörðunarvalds þess og ekki síst fullveldis þess. Þessi stefna er að nokkru leyti andstæð kenningum Reagans og Thatchers sem lögðu áherslu á frelsi markaðarins og veikingu ríkisvaldsins, því hún upphefur ríkið og er í sjálfu sér hliðholl viðskiptahindrunum og snýst oft gegn markaðslögmálunum. Það er þjóðríkið sem á að ráða, en ekki sjónarmið alþjóðlegrar þróunar. Þjóðríkið á að verða „sterkt aftur“, sem er einhvers konar tilvísun til glæstrar fortíðar. Upphafning þjóðríkisins er grundvallarhugsunin í rússneska áróðrinum og áróðri Trump og þeir eiga líka andstöðuna við evrópska samvinnu og hugmyndafræði sameiginlega og gegn fjölskyldugildum nútímans. Andúð á alþjóðahyggju (glóbalisma) Hin hliðin á þessum peningi er andúð á alþjóðlegu samstarfi. Sérstök fæð er lögð á Alþjóða efnahagsstofnunina (World Economic Forum – WEF), sem leggur sínar línur á Davos– fundunum í Sviss – miklu frekar en samvinnu G-ríkjanna, sem þó hlýtur að sama skapi að vera hættuleg. Klaus Schwab, upphafsmaður og leiðtogi samstarfsins, er gerður að höfuðóvini almennings, sem hann platar með lævísi og á sér marga fylgismenn, t.d. Bill Gates. Þetta á sér réttlætingu í því að WEF leiðir þróun kapítalismans á heimsvísu og hann hefur sig yfir landamæri – en hins vegar er litið fram hjá því að samtökin eru frekar höll undir sósíaldemókratisma og berjast jafnvel fyrir jöfnuði sem forsendu efnahagslegra framfara. Virðist sem Schwab hafi komið í stað George Soros sem helsti andstæðingurinn – ungverska/ameríska auðjöfursins, sem lengi hefur verið hataður af þjóðernisíhaldinu, og er það sennilega frá ungversku forystunni komið. Hér skal tekið fram að tenging viðskiptahagsmuna ólíkra þjóðríkja er talin draga úr stríðshættu. Ef það er tilfellið, þá gerir stefna WEF það líka. Vissulega óar mörgum við hvernig alþjóðlegir auðhringar vaða yfir ríki og stjórnvöld – þeir gera þó heiminn smærri – en þeir gætu haft hlutverki að gegna í tryggingu friðar. Stríð milli viðskiptavina þeirra ógnar þeim. Andstaða villta hægrisins hér á landi beinist einkum að ESB og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), en í auknum mæli gegn EES-samstarfinu og Schengen-samstarfinu. Þá beinist hún að flestöllu yfirþjóðlegu samstarfi og einkum skuldbindingum á grundvelli þess – en alþjóðlegar skuldbindingar eru oftast yfirskipaðar íslenskum lögum, sem er eitur í beinum þjóðernissinna. Stjórnarskráin ber með sér hið endanlega vald í þeirra augum og landamærin eru endimörk heimsins. Þetta þýðir að EES-samningurinn, sem er viðskiptasamningur, er útmálaður sem árás á sjálfsákvörðunarrétt Íslands, samanber andstöðuna við Bókun 35. Hið rétta er þó að ef þjóðir sammælast um viðskiptakerfi og forsendur þeirra verða þær óhjákvæmilega allar að fara að sömu reglum, enda þótt þær reglur takmarki möguleika hvers og eins ríkis til að brjóta forsendurnar. Stöðlun viðskiptareglna EES krefst þó ekki ein og sér afdráttarlausra yfirráða í landinu. Hvort sem við lítum til sölu á bújörðum, leigubílaaksturs eða jafnvel reglna raforkumarkaðarins – hefur íslenska hægrið gullhúðað EES-reglurnar þannig að frjálsræði markaða á þessum sviðum er meira hér en í mörgum ESB-ríkjum. Sömuleiðis hefur vinstrið á Íslandi gullhúðað reglur um orkuvinnslu og náttúruvernd þannig að þær eru strangari hér en í ýmsum ESB-ríkjum. Andúð þjóðernisíhaldsins á EES-reglum byggir oft á misskilningi – það er gjarnan að tala um heimagerð ákvæði. Innan ramma EES-samstarfsins setur Seðlabankinn nú upp greiðslumiðlun sem forðar tugmilljarða útstreymi fjár til alþjóðlegra milliliða – og má reikna með að þjóðernissinnaðir íhaldsmenn styðji Seðlabankann – enda þótt Viðskiptaráð sé enn á frjálslyndislínu Reagans og Thatchers og andmæli því að ríkið setji upp greiðslumiðlun í samkeppni við einkaaðila. Andúð á innflytjendum Þjóðernisíhaldið lítur svo á að innflutningur fólks til Evrópu, ekki síst Norður-Evrópu og Norðurlanda, beri með sér hættur. Þær eru að hlúð verði að innflytjendum á kostnað hefðbundinna minnihlutahópa (aldraðra, fátækra, sjúkra, atvinnulausra og öryrkja). Einnig telur það innflytjendur ógna atvinnuöryggi sínu – en atvinnuöryggi fólks er auðvitað ógnað í nútímanum með tækniþróuninni og fellur þetta saman. Andúð á fjölmenningu Þá eiga sér stað ákveðnir árekstrar á félagslega og menningarlega sviðinu þegar ólík menning mætist. Enda þótt innflytjendur frá Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu valdi ekki slíkum árekstrum hér á landi og í nágrannaríkjunum, valda íbúar Mið-Austurlanda þeim. Það hefur magnað upp andúð á Íslam – ásamt með hræðslu við að kristinni trú verði komið fyrir kattarnef – og hræðslu gagnvart Aröbum, og á þann hátt er þjóðernishægrið rasískt. Því miður magna allir menningarlegir árekstrar slíka hræðslu og hefur Svíþjóð verið útmálað sem víti til að varast – en nýlegar þrjár nauðganir aðfluttra leigubílstjóra hér á landi hafa kveikt bál sem gæti átt eftir að brenna eitthvað, enda mögulegt að fleiri ókærð tilvik standi að baki þeim kærðu. Evrópumenningin á fallanda fæti (evrópuhatur) Innflytjendur, spilling, stofnana- og regluvæðing og frjálslyndi t.d. í fjölskyldumálum er af þjóðernishægrinu talið ógna Evrópu. Allt er á niðurleið. Þetta fer saman við andúðina á samvinnuformum Íslands við önnur evrópuríki. En heimurinn er þó mótsagnafullur. Orban, Meloni og Wilder í Hollandi – auk hægri aflanna í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi – vilja halda sig við evrópusamvinnuna. Og Frexit, Huxit og Nexit höfða ekki til þjóðernishægrisins í Frakklandi, Ungverjalandi og Hollandi. Í þessu efni hefur Brexit tvisvar valdið vatnaskilum. Fyrst þegar það sigraði í þjóðaratkvæðagreiðslunni – það var draumur þjóðernissinna og hann varð að veruleika með blekkingum spilltra PR-manna á félagsmiðlum. Hins vegar hefur niðurlæging Bretlands, einkum á efnahagssviðinu valdið öðrum vatnaskilum, og nú er ekki aðeins Verkamannaflokkurinn í stórsókn í Bretlandi – heldur vilja önnur evrópuríki síst af öllu hljóta sömu örlög og Bretland. Það að minnka kaupmátt er ekki valkostur fyrir stjórnmálamenn. Þetta leiðir hugann að íslenskum hagsmunum, en rökstyðja má að EES-samningurinn hafi stórlega bætt efnahag landsins og hafi valdið stöðugt auknum kaupmætti. Þá kemur nútíminn á ákveðinn hátt til Íslands í gegnum samninginn, þ.e. í gegnum reglusetningu – þótt hann berist vissulega til landsins á fjölþættari hátt. Almennt má telja að Ísland sem eyja eigi á hættu að daga uppi sem félagslegt þjóðminjasafn með lítinn kaupmátt – eins og einangruð ríki gera, t.d. ríki sem eru beitt efnahagslegum þvingunum og geta því ekki átt mikil milliríkjaviðskipti. Fjölskyldugildi Hjá þjóðernisíhaldinu ber töluvert á afturhvarfi í baráttunni fyrir frelsi kvenna, bæði hvað varðar vinnumarkaðsþátttöku þeirra og fóstureyðingar. Andúð á nútímalegum fjölskyldugildum snýr einnig að frelsi og mannréttindum samkynhneigðra og trans fólks. Þessi sjónarmið eru sterk í Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hafa verið gerðar tilraunir til að fá konur aftur inn á heimilin og af vinnumarkaði – hefur það verið gert með greiðslum til þeirra ef þær eru heima og ala upp börn. Í Bandaríkjunum hefur ysta hægrið lagt áherslu á heimakennslu barna. Auðvitað er það svo að innflytjendur frá Mið-Austurlöndum eru líka fastir í gömlum fjölskyldugildum sem ekki virðist losna hratt um – og þykir þjóðernisíhaldinu hér á landi hlálegt að sjá femínista, samkynhneigða og trans fólk berjast fyrir því að þeir komi til landsins. Loftslagsmál Enda þótt þjóðernisíhaldið sé ekki samstíga um loftlagsmál, þá ber á afneitun hlýnunar og höfnun á aðgerðum gegn henni. Þessa dagana mótmæla bændur í Evrópu loftslagsaðgerðum ESB – en landbúnaður er talinn valda um þriðjungi hættulegra lofttegunda fyrir jörðina. Fjölmargir umhverfisverndarsinnar eru farnir að afneita landbúnaði og útópísk framtíð virðist leggja til að landbúnaður í núverandi mynd verði lagður niður, en – jafnvell áður óþekktar – náttúruafurðir komi í staðinn. Þannig er farið að bera á hreyfingu hér á landi í þá átt að nota hreinan sjó fjarðanna til að framleiða matvæli, föt og annað (m.a. með þörungum), en þá þarf að stöðva hið mengandi laxeldi. Í loftslagsmálunum eru bæði tækifæri og ógnanir, en svo virðist að aðgerðir gegn hlýnum geti ekki aðeins valdið fátækt og atvinnuleysi – heldur samhliða breyttri tækni geti þær eflt efnahag þeirra þjóða sem fremstar fara. Jafnvel allra. Fátækt fremur en framfarir Mörg spjót standa á heiminum í dag, ekki aðeins Vesturlöndum, þótt þau leiði þróunina. Upplýsingatæknin milljónfaldar afköst sín á 27 ára fresti og hefur gert frá stríðslokum. Magnbreytingar leiða að lokum til eigindlegra breytinga. Þannig breytast smám saman allar aðstæður til myndunar auðlegðar þjóða og í þjónustu og menningu. Þetta ógnar starfsöryggi og veldur svo hröðum breytingum að almenningur þarf að endurmennta sig og skipta um starf oftar og oftar og aldraðir skilja ekki nútíma þjónustuform. Þetta á bara eftir að versna og valda aukinni ólgu. Þá hótar líftæknin og erfðafræðin að búa til ofurmenni og skipta heiminum í erfðabreytta yfirstétt versus fátækan almenning. Einnig er líftæknin að lengja líf jarðarbúa stórlega – á sama tíma og margir telja að íbúar jarðarinnar séu orðnir of margir til að auðlindir hennar geti alið þá, amk. miðað við núverandi nýtingu auðlinda. Þá gerist það einnig á sama tíma að þjóðir eru annaðhvort að hvetja til aukinna barneigna eða aukins innflutnings ungs fólks til að halda uppi velferðarríkjunum í framtíðinni – en hár lífaldur kostar sitt – ákveðið hlutfall íbúa þarf að vera á vinnumarkaði og skapa þjóðarauð. Með sömu rökum lofar upplýsingatæknin, líftæknin, erfðafræðin og baráttufólk fyrir loftslagsgæðum okkur betra lífi en nokkru sinni fyrr, meiri auðlegð, betri heilsu og auknum frítíma frá vinnu. Hins vegar eru sölumenn jákvæðrar framtíðarsýnar fáir. En kaupverð framfaranna er hátt. Það þarf síaukna aðlögunarhæfni, nokkuð sem manninum er misauðvelt og fer talsvert eftir aldri. Draumur þjóðernisíhaldsins um afturhvarf til þjóðríkisins og eldri forma í öllu tilliti ber hins vegar með sér kröfu að hafna framförum – minni tekjur, minni auðlegð, og að ákveðin þjóðríki dragist aftur úr alheimsþróuninni. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hversu opið er Ísland fyrir villta hægrinu? Enda þótt stefnan sé samkvæmt skilgreiningu svæsin hægri stefna verður að gera greinarmun á henni og fylgismönnum hennar. Þeir eru vissulega frá ysta hægrinu, en einnig frá miðjunni, t.d. fólk í dreifbýli og aldraðir – báðir hóparnir óttast um sinn hag – og svo frá ysta vinstrinu, sem ekki aðeins tekur að gamalli venju upp rússnesk sjónarmið, heldur ræðst gegn djúpríkinu og kerfinu (e. establishment). Hér má nefna að margir úr hópi aldraðra ameríkana sem börðust ungir í háskólum gegn Víetnam-stríðinu á sínum tíma eru nú trumpistar vegna baráttu hans við hið illa og spillta kerfi. Sósíaldemókratar í Danmörku hafa gert miklar málamiðlanir í útlendingamálum og reikna má með að þeir þurfi einnig að gera það hér á landi. Þjóðernishyggja hefur veri landlæg á Íslandi og raunar ekki einkennt hægrið – sem vildi alþjóðlegt samstarf, t.d. í NATÓ – en vinstrið og miðjan hafa verið veikari fyrir. Framsóknarflokkurinn, Vg og sveitirnar hafa verið veik fyrir þjóðernissjónarmiðum og oft andvíg alþjóðasamstarfi. Lokaorð Í lokin má hafa samúð með almenningi sem horfir varnarlaus á sívaxandi hraða í þróun velflestra mála. „Hvert verður mitt hlutskipti og barna minni í heimi á hverfanda hveli, þar sem vald fer jafnvel til alþjóðlegra stofnana og tækniauðhringa?“ Hræðslan við hið ókomna sækir einkum að dreifbýlinu, öldruðum, fátækum og öðrum hefðbundnum minnihlutahópum. Það eru markhópar þjóðernisíhaldsins. Hræðslan hefur orðið það stjórnunarafl sem einkennir samtímann og enda þótt afl hennar geti fengið skynsamt fólk til að vera heima hjá sér í tvö ár – hefur hræðslan bakhlið, sem við sjáum nú meira og meira af. Frjálslyndir hægri menn og vinstri menn þurfa að snúa bökum saman gegn þjóðernisíhaldinu. Það þarf líka að gera einhverjar málamiðlanir, reyna að draga úr samfélagslegum mótsögnum og ögrunum, stjórnmálamenn og fjölmiðlar mega ekki hræða fólk. Hræðsla virðist geta verið sterkt stjórnmálaafl. Það þarf að halda samfélaginu saman – og það er kannski einkum gert með því að fullvissa almenning um að aukinni auðlegð, sem næst fram með tæknibreytingum, verði jafnt skipt og að enginn verði út undan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýjasta tbl. af The Economist (17.– 23. febr. 2024), er góð samantekt um „þjóðernisíhaldið“ (e. national conservatism). Þessi grein er hugleiðingar að lestri greinanna loknum. Upplýsingar eru að hluta til teknar úr þeim, án þess að um beinar tilvitnanir sé að ræða – en samhengi og ályktanir eru mínar. Hugmyndafræði þjóðernisíhaldsins er smám saman að taka á sig skýrari mynd. Leiðtogar eru einkum Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur verið duglegur að setja á fót áróðursstofnanir – meðal annars háskóla fyrir þjóðernishyggju – og Trump, en stuðningsmenn hans, America Firsters, eru líka að stofnanavæða sig ásamt með repúblikanaflokknum. Aðrir áhrifavaldar og ræðumenn á ráðstefnum þjóðernissinna, eru Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Kaczynski, formaður Laga og réttar í Póllandi og Le Pen, sem leiðir í skoðanakönnunum sem næsta forsetaefni Frakklands. Jafnvel Sunak, forsætisráðherra Bretlands, bregður fyrir. Margir minni spámenn og jafnvel háskólamenn hafa verið að stilla sér upp í þessa línu. Þá er ónefndur keisari þjóðernishyggjunnar, Pútín, hann elur á þjóðernishyggju, evrópuhatri, hatri í garð vestræns samstarfs og gegn fjölskyldugildum nútímans – með gríðarlegum nethernaði – sem við verðum því miður sífellt meira og meira vör við hér á landi; þjóðernisíhaldið tekur upp sum rök Pútíns, jafnvel Morgunblaðið. Mér virðist við Íslendingar þurfa að taka til varna gegn honum, en auðvitað kemur til greina að loka á rússneskar áróðursveitur á netinu sem margar þjóðir Evrópu gera. Enda þótt hugmyndafræði þjóðernisíhaldsins sé ósamstæð um margt má minna á að fasisminn og nasisminn voru líka hugmyndafræðilega veikar hreyfingar, en voru samt nógu öflugar til að orsaka heila heimstyrjöld. Þjóðernishyggja hefur til þessa oft leitt af sér stríð – og gerir enn – og nú ógnar hún friðinum í okkar heimshluta. Þjóðernisíhaldið sækir gegn vestrænu frjálslyndi, sem er hin hefðbundna hugmyndafræði hægrisins og enn frekar gegn WOKE-stefnunni sem oftast er tengd vinstri mönnum. Woke þýðir „með vakandi meðvitund“ og varð til um 2010 í BNA sem andsvar gegn kynþáttahyggju og mismunun og tók svo upp baráttu fyrir réttlæti, gegn kynjamismunun og fyrir fjölskyldugildum nútímans. WOKE-stefnan er af þjóðernisíhaldinu kölluð rétttrúnaður og þeir sem hana styðja „góða fólkið“ Þjóðernishægrið snýst um þjóðlegt fullveldi, andúð á alþjóðahyggju (glóbalisma), andúð á fjölmenningu, það snýst gegn innflytjendum, segir að Evrópa sé hugmyndafræðilega og efnahagslega á fallanda fæti og styður svokölluð gömul fjölskyldugildi, sem þýðir oftast andstöðu gegn trans fólki og samkynhneigðu og að þrengt er að frelsi kvenna. Við þetta bætist oft andstaða við loftslagsaðgerðir og afneitun vísindalegra niðurstaðna – einkum um hlýnun jarðar, en í fleiri efum líka. Eins og sjá má á upptalningunni snýst stefnan gegn mörgum þáttum í framþróun vestrænna samfélaga: menningarlega, félagslega og efnahagslega. Hún leggur samt ekki til aðra framtíðarsýn – hennar framtíð er í baksýnisspeglinum. Endurreisn þjóðríkisins Helsta birtingarmynd þjóðernishyggjunnar er upphafning þjóðríkisins, sjálfsákvörðunarvalds þess og ekki síst fullveldis þess. Þessi stefna er að nokkru leyti andstæð kenningum Reagans og Thatchers sem lögðu áherslu á frelsi markaðarins og veikingu ríkisvaldsins, því hún upphefur ríkið og er í sjálfu sér hliðholl viðskiptahindrunum og snýst oft gegn markaðslögmálunum. Það er þjóðríkið sem á að ráða, en ekki sjónarmið alþjóðlegrar þróunar. Þjóðríkið á að verða „sterkt aftur“, sem er einhvers konar tilvísun til glæstrar fortíðar. Upphafning þjóðríkisins er grundvallarhugsunin í rússneska áróðrinum og áróðri Trump og þeir eiga líka andstöðuna við evrópska samvinnu og hugmyndafræði sameiginlega og gegn fjölskyldugildum nútímans. Andúð á alþjóðahyggju (glóbalisma) Hin hliðin á þessum peningi er andúð á alþjóðlegu samstarfi. Sérstök fæð er lögð á Alþjóða efnahagsstofnunina (World Economic Forum – WEF), sem leggur sínar línur á Davos– fundunum í Sviss – miklu frekar en samvinnu G-ríkjanna, sem þó hlýtur að sama skapi að vera hættuleg. Klaus Schwab, upphafsmaður og leiðtogi samstarfsins, er gerður að höfuðóvini almennings, sem hann platar með lævísi og á sér marga fylgismenn, t.d. Bill Gates. Þetta á sér réttlætingu í því að WEF leiðir þróun kapítalismans á heimsvísu og hann hefur sig yfir landamæri – en hins vegar er litið fram hjá því að samtökin eru frekar höll undir sósíaldemókratisma og berjast jafnvel fyrir jöfnuði sem forsendu efnahagslegra framfara. Virðist sem Schwab hafi komið í stað George Soros sem helsti andstæðingurinn – ungverska/ameríska auðjöfursins, sem lengi hefur verið hataður af þjóðernisíhaldinu, og er það sennilega frá ungversku forystunni komið. Hér skal tekið fram að tenging viðskiptahagsmuna ólíkra þjóðríkja er talin draga úr stríðshættu. Ef það er tilfellið, þá gerir stefna WEF það líka. Vissulega óar mörgum við hvernig alþjóðlegir auðhringar vaða yfir ríki og stjórnvöld – þeir gera þó heiminn smærri – en þeir gætu haft hlutverki að gegna í tryggingu friðar. Stríð milli viðskiptavina þeirra ógnar þeim. Andstaða villta hægrisins hér á landi beinist einkum að ESB og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), en í auknum mæli gegn EES-samstarfinu og Schengen-samstarfinu. Þá beinist hún að flestöllu yfirþjóðlegu samstarfi og einkum skuldbindingum á grundvelli þess – en alþjóðlegar skuldbindingar eru oftast yfirskipaðar íslenskum lögum, sem er eitur í beinum þjóðernissinna. Stjórnarskráin ber með sér hið endanlega vald í þeirra augum og landamærin eru endimörk heimsins. Þetta þýðir að EES-samningurinn, sem er viðskiptasamningur, er útmálaður sem árás á sjálfsákvörðunarrétt Íslands, samanber andstöðuna við Bókun 35. Hið rétta er þó að ef þjóðir sammælast um viðskiptakerfi og forsendur þeirra verða þær óhjákvæmilega allar að fara að sömu reglum, enda þótt þær reglur takmarki möguleika hvers og eins ríkis til að brjóta forsendurnar. Stöðlun viðskiptareglna EES krefst þó ekki ein og sér afdráttarlausra yfirráða í landinu. Hvort sem við lítum til sölu á bújörðum, leigubílaaksturs eða jafnvel reglna raforkumarkaðarins – hefur íslenska hægrið gullhúðað EES-reglurnar þannig að frjálsræði markaða á þessum sviðum er meira hér en í mörgum ESB-ríkjum. Sömuleiðis hefur vinstrið á Íslandi gullhúðað reglur um orkuvinnslu og náttúruvernd þannig að þær eru strangari hér en í ýmsum ESB-ríkjum. Andúð þjóðernisíhaldsins á EES-reglum byggir oft á misskilningi – það er gjarnan að tala um heimagerð ákvæði. Innan ramma EES-samstarfsins setur Seðlabankinn nú upp greiðslumiðlun sem forðar tugmilljarða útstreymi fjár til alþjóðlegra milliliða – og má reikna með að þjóðernissinnaðir íhaldsmenn styðji Seðlabankann – enda þótt Viðskiptaráð sé enn á frjálslyndislínu Reagans og Thatchers og andmæli því að ríkið setji upp greiðslumiðlun í samkeppni við einkaaðila. Andúð á innflytjendum Þjóðernisíhaldið lítur svo á að innflutningur fólks til Evrópu, ekki síst Norður-Evrópu og Norðurlanda, beri með sér hættur. Þær eru að hlúð verði að innflytjendum á kostnað hefðbundinna minnihlutahópa (aldraðra, fátækra, sjúkra, atvinnulausra og öryrkja). Einnig telur það innflytjendur ógna atvinnuöryggi sínu – en atvinnuöryggi fólks er auðvitað ógnað í nútímanum með tækniþróuninni og fellur þetta saman. Andúð á fjölmenningu Þá eiga sér stað ákveðnir árekstrar á félagslega og menningarlega sviðinu þegar ólík menning mætist. Enda þótt innflytjendur frá Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu valdi ekki slíkum árekstrum hér á landi og í nágrannaríkjunum, valda íbúar Mið-Austurlanda þeim. Það hefur magnað upp andúð á Íslam – ásamt með hræðslu við að kristinni trú verði komið fyrir kattarnef – og hræðslu gagnvart Aröbum, og á þann hátt er þjóðernishægrið rasískt. Því miður magna allir menningarlegir árekstrar slíka hræðslu og hefur Svíþjóð verið útmálað sem víti til að varast – en nýlegar þrjár nauðganir aðfluttra leigubílstjóra hér á landi hafa kveikt bál sem gæti átt eftir að brenna eitthvað, enda mögulegt að fleiri ókærð tilvik standi að baki þeim kærðu. Evrópumenningin á fallanda fæti (evrópuhatur) Innflytjendur, spilling, stofnana- og regluvæðing og frjálslyndi t.d. í fjölskyldumálum er af þjóðernishægrinu talið ógna Evrópu. Allt er á niðurleið. Þetta fer saman við andúðina á samvinnuformum Íslands við önnur evrópuríki. En heimurinn er þó mótsagnafullur. Orban, Meloni og Wilder í Hollandi – auk hægri aflanna í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi – vilja halda sig við evrópusamvinnuna. Og Frexit, Huxit og Nexit höfða ekki til þjóðernishægrisins í Frakklandi, Ungverjalandi og Hollandi. Í þessu efni hefur Brexit tvisvar valdið vatnaskilum. Fyrst þegar það sigraði í þjóðaratkvæðagreiðslunni – það var draumur þjóðernissinna og hann varð að veruleika með blekkingum spilltra PR-manna á félagsmiðlum. Hins vegar hefur niðurlæging Bretlands, einkum á efnahagssviðinu valdið öðrum vatnaskilum, og nú er ekki aðeins Verkamannaflokkurinn í stórsókn í Bretlandi – heldur vilja önnur evrópuríki síst af öllu hljóta sömu örlög og Bretland. Það að minnka kaupmátt er ekki valkostur fyrir stjórnmálamenn. Þetta leiðir hugann að íslenskum hagsmunum, en rökstyðja má að EES-samningurinn hafi stórlega bætt efnahag landsins og hafi valdið stöðugt auknum kaupmætti. Þá kemur nútíminn á ákveðinn hátt til Íslands í gegnum samninginn, þ.e. í gegnum reglusetningu – þótt hann berist vissulega til landsins á fjölþættari hátt. Almennt má telja að Ísland sem eyja eigi á hættu að daga uppi sem félagslegt þjóðminjasafn með lítinn kaupmátt – eins og einangruð ríki gera, t.d. ríki sem eru beitt efnahagslegum þvingunum og geta því ekki átt mikil milliríkjaviðskipti. Fjölskyldugildi Hjá þjóðernisíhaldinu ber töluvert á afturhvarfi í baráttunni fyrir frelsi kvenna, bæði hvað varðar vinnumarkaðsþátttöku þeirra og fóstureyðingar. Andúð á nútímalegum fjölskyldugildum snýr einnig að frelsi og mannréttindum samkynhneigðra og trans fólks. Þessi sjónarmið eru sterk í Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hafa verið gerðar tilraunir til að fá konur aftur inn á heimilin og af vinnumarkaði – hefur það verið gert með greiðslum til þeirra ef þær eru heima og ala upp börn. Í Bandaríkjunum hefur ysta hægrið lagt áherslu á heimakennslu barna. Auðvitað er það svo að innflytjendur frá Mið-Austurlöndum eru líka fastir í gömlum fjölskyldugildum sem ekki virðist losna hratt um – og þykir þjóðernisíhaldinu hér á landi hlálegt að sjá femínista, samkynhneigða og trans fólk berjast fyrir því að þeir komi til landsins. Loftslagsmál Enda þótt þjóðernisíhaldið sé ekki samstíga um loftlagsmál, þá ber á afneitun hlýnunar og höfnun á aðgerðum gegn henni. Þessa dagana mótmæla bændur í Evrópu loftslagsaðgerðum ESB – en landbúnaður er talinn valda um þriðjungi hættulegra lofttegunda fyrir jörðina. Fjölmargir umhverfisverndarsinnar eru farnir að afneita landbúnaði og útópísk framtíð virðist leggja til að landbúnaður í núverandi mynd verði lagður niður, en – jafnvell áður óþekktar – náttúruafurðir komi í staðinn. Þannig er farið að bera á hreyfingu hér á landi í þá átt að nota hreinan sjó fjarðanna til að framleiða matvæli, föt og annað (m.a. með þörungum), en þá þarf að stöðva hið mengandi laxeldi. Í loftslagsmálunum eru bæði tækifæri og ógnanir, en svo virðist að aðgerðir gegn hlýnum geti ekki aðeins valdið fátækt og atvinnuleysi – heldur samhliða breyttri tækni geti þær eflt efnahag þeirra þjóða sem fremstar fara. Jafnvel allra. Fátækt fremur en framfarir Mörg spjót standa á heiminum í dag, ekki aðeins Vesturlöndum, þótt þau leiði þróunina. Upplýsingatæknin milljónfaldar afköst sín á 27 ára fresti og hefur gert frá stríðslokum. Magnbreytingar leiða að lokum til eigindlegra breytinga. Þannig breytast smám saman allar aðstæður til myndunar auðlegðar þjóða og í þjónustu og menningu. Þetta ógnar starfsöryggi og veldur svo hröðum breytingum að almenningur þarf að endurmennta sig og skipta um starf oftar og oftar og aldraðir skilja ekki nútíma þjónustuform. Þetta á bara eftir að versna og valda aukinni ólgu. Þá hótar líftæknin og erfðafræðin að búa til ofurmenni og skipta heiminum í erfðabreytta yfirstétt versus fátækan almenning. Einnig er líftæknin að lengja líf jarðarbúa stórlega – á sama tíma og margir telja að íbúar jarðarinnar séu orðnir of margir til að auðlindir hennar geti alið þá, amk. miðað við núverandi nýtingu auðlinda. Þá gerist það einnig á sama tíma að þjóðir eru annaðhvort að hvetja til aukinna barneigna eða aukins innflutnings ungs fólks til að halda uppi velferðarríkjunum í framtíðinni – en hár lífaldur kostar sitt – ákveðið hlutfall íbúa þarf að vera á vinnumarkaði og skapa þjóðarauð. Með sömu rökum lofar upplýsingatæknin, líftæknin, erfðafræðin og baráttufólk fyrir loftslagsgæðum okkur betra lífi en nokkru sinni fyrr, meiri auðlegð, betri heilsu og auknum frítíma frá vinnu. Hins vegar eru sölumenn jákvæðrar framtíðarsýnar fáir. En kaupverð framfaranna er hátt. Það þarf síaukna aðlögunarhæfni, nokkuð sem manninum er misauðvelt og fer talsvert eftir aldri. Draumur þjóðernisíhaldsins um afturhvarf til þjóðríkisins og eldri forma í öllu tilliti ber hins vegar með sér kröfu að hafna framförum – minni tekjur, minni auðlegð, og að ákveðin þjóðríki dragist aftur úr alheimsþróuninni. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hversu opið er Ísland fyrir villta hægrinu? Enda þótt stefnan sé samkvæmt skilgreiningu svæsin hægri stefna verður að gera greinarmun á henni og fylgismönnum hennar. Þeir eru vissulega frá ysta hægrinu, en einnig frá miðjunni, t.d. fólk í dreifbýli og aldraðir – báðir hóparnir óttast um sinn hag – og svo frá ysta vinstrinu, sem ekki aðeins tekur að gamalli venju upp rússnesk sjónarmið, heldur ræðst gegn djúpríkinu og kerfinu (e. establishment). Hér má nefna að margir úr hópi aldraðra ameríkana sem börðust ungir í háskólum gegn Víetnam-stríðinu á sínum tíma eru nú trumpistar vegna baráttu hans við hið illa og spillta kerfi. Sósíaldemókratar í Danmörku hafa gert miklar málamiðlanir í útlendingamálum og reikna má með að þeir þurfi einnig að gera það hér á landi. Þjóðernishyggja hefur veri landlæg á Íslandi og raunar ekki einkennt hægrið – sem vildi alþjóðlegt samstarf, t.d. í NATÓ – en vinstrið og miðjan hafa verið veikari fyrir. Framsóknarflokkurinn, Vg og sveitirnar hafa verið veik fyrir þjóðernissjónarmiðum og oft andvíg alþjóðasamstarfi. Lokaorð Í lokin má hafa samúð með almenningi sem horfir varnarlaus á sívaxandi hraða í þróun velflestra mála. „Hvert verður mitt hlutskipti og barna minni í heimi á hverfanda hveli, þar sem vald fer jafnvel til alþjóðlegra stofnana og tækniauðhringa?“ Hræðslan við hið ókomna sækir einkum að dreifbýlinu, öldruðum, fátækum og öðrum hefðbundnum minnihlutahópum. Það eru markhópar þjóðernisíhaldsins. Hræðslan hefur orðið það stjórnunarafl sem einkennir samtímann og enda þótt afl hennar geti fengið skynsamt fólk til að vera heima hjá sér í tvö ár – hefur hræðslan bakhlið, sem við sjáum nú meira og meira af. Frjálslyndir hægri menn og vinstri menn þurfa að snúa bökum saman gegn þjóðernisíhaldinu. Það þarf líka að gera einhverjar málamiðlanir, reyna að draga úr samfélagslegum mótsögnum og ögrunum, stjórnmálamenn og fjölmiðlar mega ekki hræða fólk. Hræðsla virðist geta verið sterkt stjórnmálaafl. Það þarf að halda samfélaginu saman – og það er kannski einkum gert með því að fullvissa almenning um að aukinni auðlegð, sem næst fram með tæknibreytingum, verði jafnt skipt og að enginn verði út undan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar