Uppsagnir hjá Alvotech Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 16:42 Róbert Wessman er stofnandi Alvotech. Vísir/Vilhelm Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð. Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð.
Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira