Annar heimsfaraldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 13:01 Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði að þessu tilefni starfshóp í samvinnu við matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Fyrir þessum hópi var fyrrum sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Hópurinn skilaði af sér fyrr í þessum mánuði. Flestir kannast við frásögur af því þegar sýklalyf fóru að gagnast mannkyninu það er upp úr 1940, fyrir þann tíma voru berklar, blóðeitrun, lungnabólgur og fleiri sjúkdómar virkilega ógn við líf og heilsu. Það var því bylting þegar sýklalyfin voru uppgötvuð og nýtt í baráttunni við áður lífsógnandi sjúkdóma. Á síðust árum hafa sérfræðingar verið að vara við vaxandi sýklalyfjaónæmi og það er enn vaxandi og er orðið verulegt heilbrigðisvandamál. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum takmarka meðferðarúrræði. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á aðstæður eins og þær voru áður en sýklalyfin voru fundin upp. Hvað getum við gert? Starfshópurinn skilaði af sér fjögurra ára aðgerðaráætlun sem inniheldur sex meginaðgerðir sem samanstanda að því að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi, auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Markmið fylgir hverri aðgerð og verkefni. Því fyrr því betra er að ráðist verði af alvöru í þetta verkefni, því betra er að byrgja brunninn og svo framvegis. Þá kemur það einnig fram í skýrslu hópsins að fæðuöryggi mun enn fremur minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er með því minnsta sem þekkist í heiminum og hefur það verið staðfesti í eftirliti evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði. Sérstaða íslenskrar matvælaframleiðslu Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa þeir brýnt fyrir okkur að verja þessa einstöku sérstöðu sem við búum við hér á landi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Við þurfum nú og framvegis að styrkja þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á en ýmsar ógnir steðja að. Það er því miður staðreynd að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Á sama tíma og kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og sala í kinda- og nautakjöti dróst saman um 2%. Raunin er sú að innflutt kjötvara er nú byrjuð að taka yfir markaðinn og er orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Við þurfum að spyrja okkur, er þetta í takti við tillögur sem áhyggjufullur stýrihópur um aðgerðir til varna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería bendir á? Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði að þessu tilefni starfshóp í samvinnu við matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Fyrir þessum hópi var fyrrum sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Hópurinn skilaði af sér fyrr í þessum mánuði. Flestir kannast við frásögur af því þegar sýklalyf fóru að gagnast mannkyninu það er upp úr 1940, fyrir þann tíma voru berklar, blóðeitrun, lungnabólgur og fleiri sjúkdómar virkilega ógn við líf og heilsu. Það var því bylting þegar sýklalyfin voru uppgötvuð og nýtt í baráttunni við áður lífsógnandi sjúkdóma. Á síðust árum hafa sérfræðingar verið að vara við vaxandi sýklalyfjaónæmi og það er enn vaxandi og er orðið verulegt heilbrigðisvandamál. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum takmarka meðferðarúrræði. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á aðstæður eins og þær voru áður en sýklalyfin voru fundin upp. Hvað getum við gert? Starfshópurinn skilaði af sér fjögurra ára aðgerðaráætlun sem inniheldur sex meginaðgerðir sem samanstanda að því að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi, auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Markmið fylgir hverri aðgerð og verkefni. Því fyrr því betra er að ráðist verði af alvöru í þetta verkefni, því betra er að byrgja brunninn og svo framvegis. Þá kemur það einnig fram í skýrslu hópsins að fæðuöryggi mun enn fremur minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er með því minnsta sem þekkist í heiminum og hefur það verið staðfesti í eftirliti evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði. Sérstaða íslenskrar matvælaframleiðslu Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa þeir brýnt fyrir okkur að verja þessa einstöku sérstöðu sem við búum við hér á landi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Við þurfum nú og framvegis að styrkja þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á en ýmsar ógnir steðja að. Það er því miður staðreynd að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Á sama tíma og kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og sala í kinda- og nautakjöti dróst saman um 2%. Raunin er sú að innflutt kjötvara er nú byrjuð að taka yfir markaðinn og er orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Við þurfum að spyrja okkur, er þetta í takti við tillögur sem áhyggjufullur stýrihópur um aðgerðir til varna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería bendir á? Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun