Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 06:44 Frakkar eru uggandi yfir stöðu mála í Úkraínu, þar sem Rússar virðast vera með yfirhöndina. AP/Gonzalo Fuentes Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira