Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 15:13 Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, aðjúnkt og doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir margar mýtur að finna í umræðu um mat og næringu. Mynd úr safni/Bylgjan Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. Undanfarna daga hafa verið miklar umræður í samfélaginu um næringargildi hafragrauts. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði, skrifaði skoðanagrein á Vísi þar sem hún svaraði nokkrum mýtum um hafragraut fyrir helgi. Þar sagði hún meðal annars að hafragrautur væri sérstaklega næringarríkur og hann hækki blóðþrýsting hægast af öllum kornvörum. Til að svara frekari spurningum um hafragraut og mýtur tengdar mat kom Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, aðjúnkt og doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, í Bítið í morgun. Fólk eigi ekki að borða hafragraut ef því finnst hann vondur Hverju svararðu þessu með hafragrautinn? „Hann er hollur, þú getur ekki ekki dregið það í efa,“ sagði Vilborg. Hvað er svona hollt við hann? „Hann er bara mjög næringarríkur. Þú færð fullt af næringarefnum úr hafragraut. Þar að auki inniheldur hann mjög sérstakar trefjar sem við fáum ekki úr mörgum kornvörum sem hafa verið tengdar við betri meltingarfæraheilsu og lækkar kólesteról og ýmislegt,“ sagði hún. En er eitthvað slæmt við hafragraut? „Ef þér finnst hann vondur þá áttu ekkert að borða hafragraut. Það er ekkert matvæli sem hefur það vald að við eigum að borða það,“ sagði Vilborg. Vilborg segir gott að fá sér ávexti eða hnetu- og möndlusmjöt út á hafragraut til að fá meiri orku. Slímkenndur stofnanagrautur oft fráhrindandi Ein helsta ástæðan fyrir því að fólki finnst hafragrautur ekki góður er áferðin. Á stofnunum sé hafragrautur oft soðinn lengi og þá fái hann slímkennda áferð. Tröllahafrar eru grófari en venjulegir hafrar og því verður grauturinn með öðruvísi áferð. „Þetta er áferð sem er algengt að fólki líki ekkert sérstaklega vel við og margir kannski tengja við, leikskólabörn sem dæmi. Ég þekki það með mín eigin börn, þeir eru ekkert endilega rosalega hrifnir af leikskólagrautnum. En síðan ef maður eldar úr tröllahöfrum sem eru aðeins grófari, og eldar hann ekkert rosalega lengi og setur ber út á þá er áferðin er orðin allt önnur,“ segir Vilborg „Ein skál af hafragraut er líka bara lítil orka og vonandi er fólk að setja eitthvað út á hann sem gerir hann orkumeiri og næringarmeiri jafnvel,“ segir hún. En nú eru kolvetni í honum sem ætti að gefa okkur orku? „Helsti orkugjafinn úr höfrum eru kolvetni en þeir innihalda líka smá prótein, smá fitu. En svona einn skammtur er kannski einn desílítri af höfrum sem eru bara 40 grömm af höfrum. Það er ekkert rosalega mikil orka,“ segir Vilborg. Þess vegna sé gott að fólk sé að setja mjólk út á hafragraut, hnetu- og möndlusmjör eða ávexti. Áhrifavaldar hagnist á blóðsykurshræðslu Ein af þeim mýtum sem Guðrún tók fyrir í grein sinni var sú að hafragrautur hækki blóðsykur. Vilborg segir mikla blóðsykurshræðslu hafa stýrt umræðunni undanfarið og að ákveðið fólk hagnist á því með sölu blóðsykursmæla. Hafragrautur hækki blóðsykur eins og allur matur sem inniheldur kolvetni. „Þetta eru mjög áhugaverðir tímar, að vera næringarfræðingur. Það getur hver sem er sett fram hvaða upplýsingar sem er. Undanfarið er þessi blóðsykurshræðsla, ætla ég að leyfa mér að segja, búin að vera mjög sterk,“ segir Vilborg spurð út í það hvernig upplýsingar um mat geti verið svona gjörólíkar. „Það er fólk sem hagnast á þessari hræðslu, stórir aðgangar á samfélagsmiðlum sem er að selja ýmislegt. Það er verið að selja símælandi blóðsykursmæla í tonnavís hérna til heilbrigðs fólks sem við getum ekki fært nein rök fyrir því að hafi neinn ávinning af því. Þetta eru snilldar mælar fyrir fólk með sykursýki en fyrir almenning er erfitt að sjá hver ágóðinn raunverulega er,“ segir hún. „Hafragrautur hækkar blóðsykur, allur matur sem inniheldur kolvetni hækkar blóðsykurs. Það á að vera þannig. Líkaminn heldur alveg jafnvægi á þessari stjórnun á blóðsykri. Við brjótum niður kolvetni í meltingunni, blóðsykurinn hækkar blóðsykurinn og þá koma hormón sem lækka hann aftur,“ segir Vilborg. Þannig við erum alltaf í einhverju blóðsykursflökti? „Almennt svona tveimur tímum eftir máltíð ætti blóðsykurinn að vera kominn aftur í jafnvægi. Ef okkur líður eins og við séum að finna fyrir einhverjum öfgakenndum sveiflum í blóðsykri þá er um að gera bara að fara í blóðprufu, láta kanna það. Stundum er jafnvel gripið til þess að fara í það sem heitir sykurþolspróf þar sem er verið að skoða, í rauninni alveg upp að tveimur tímum, viðbrögðin við sykri,“ segir hún. „En þetta er alveg hræðilegur mælikvarði á hvort matvæli sé hollt eða ekki að horfa á hvort það hækki blóðsykur. Fullt af kolvetnaríkum matvælum eru mjög næringarrík og eitthvað sem við viljum hafa inn í mataræðinu.“ Mikið af mýtum um kolvetni Algengustu mýturnar sem Vilborg heyrir um mat segir hún tengdar yfirstandandi lágkolvetnabylgju. Eins sé mikið af fæðubótarefnum sem fólk taki alveg óþörf. Hvaða mýtu heyrir þú oftast eða hvaða mýtu þarf oftast að leiðrétta? „Algengustu mýturnar eru tengdar kolvetnum er og það er búið að vera lengi ákveðin lágkolvetnabylgja getum við sagt. Nýjasta afbrigði að því er í rauninni „carnivore“ [kjötætumataræði] en þar eru mjög stórar mýtur sem byggja ekki á vísindalegum grunn,“ segir Vilborg. Kjötdeildin í Nettó. Þangað fara kjötæturnar að sækja sér mat.Vísir/Vilhelm Hvað þá ef þú kemur með dæmi? „Þar er mikið verið að tala um að kólesteról í blóði sé ekki áhyggjuefni. Að það sé gott að vera með hátt „low-density lipoprotein“, kólesteról í blóði. Það er ekki rétt. Í fyrsta lagi þá þurfum við ekki að fá mettaða fitu eða kólesteról úr fæðu til að líkaminn fái nógu kólesteról. Þetta er ekki eitthvað næringarefni sem við þurfum að fá úr fæði. Líkaminn framleiðir það kólesteról sem hann þarf,“ segir Vilborg. „Aftur á móti ef við erum að borða mikið af mettaðri fitu, sem við fáum til dæmis úr feitu rauðu kjöti, smjöri, rjóma eða fitu sem er hörð við borðstofuhita, þá fer ákveðið ferli af stað í líkamanum þar sem mikið kólesteról í blóðrásinni getur farið að safnast upp,“ segir hún. „Þetta er alveg þvert á það sem við erum að sjá í vísindunum undanfarin ár. LDL-kólesteról er núna einmitt bara talið valdur af æðakölkun og með tilkomu nýrra rannsókna þá getum við sagt að það er betra að vera með lægra kólesteról í blóði og það er mjög verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.“ Fæðubótarefni almennt óþörf Mikið hefur borðið á að fólk borði hrátt kjöt en Vilborg segir mestu hættuna af því tengjast mögulegum örverum og bakteríum sem þrífist í því. Þá segir hún almennt séð að fólk þurfi ekki að taka inn fæðubótarefni nema það glími við sjúkdóm eða sé vannært. Svo var einhver að segja að maður geti fengið of mikið af andoxunarefnum. „Það er erfitt að fá of mikið af andoxunarefnum úr fæðu. Það sem við höfum stundum áhyggjur af er þá helst ef fólk er að taka inn fæðubótarefni eða drekka þetta í heilsudrykkjum þar sem þetta er í miklu, miklu meira magni en þú færð frá náttúrunnar hendi,“ segir Vilborg. Er áhættuefni hve algengt er að við fáum næringu úr tilbúnum matvælum og fæðubótarefnum? „Svona almennt séð ef það er ekki eitthvað alvarlegt sjúkdómsástand eða fólk er ekki vannært þá er engin sérstök ástæða fyrir því að vera að taka inn fæðubótarefni. Að D-vítamíni undanskildu, við þurfum öll að taka inn D-vítamín,“ segir hún. „En hvað varðar andoxunarefni er meira ekki betra og þá eiginlega bara við um allt sem við gætum talað um tengt mataræði. Við þurfum að fá eitthvað ákveðið mikið af næringarefnum. Við viljum ekki fá of lítið af þeim en síðan ef við erum komin í öfgar að fá svakalega mikið þá erum við líka kannski farin að sjá verri útkomu,“ segir hún. Umræða um mat eigi bara eftir að flækjast Kemur einhvern tímann sá dagur að þetta verður einfalt og það verða ekki svona villandi upplýsingar um mat? „Nei, ég held við séum bara rétt að byrja. Það hafa allir skoðun á því hvað við eigum að borða. Þetta stendur okkur svo nærri,“ segir Vilborg. „Við sjáum líka að þeir sem eru að hafa hátt með alls konar, þetta eru oft fullyrðingar, þetta er slæmt eða þetta er gott. Það er oft fólk á samfélagsmiðlum sem er ekki með vísindaleg rök að baki. Eða velur eitthvað svona smáatriði, eins og kom til dæmis fram í hafragreininni. Þá var verið að tala um að fýtatsýra hindri að þú takir upp næringarefni. Það er ekki rétt.“ Spurð út í magn skordýraeiturs í höfrum og öðrum vörum segir Vilborg að það sé ekki í svo miklu magni að það skipti máli. Það þurfi að borða gífurlegt magn af höfrum til að það sé skaðlegt. Matur Bítið Morgunmatur Heilsa Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Undanfarna daga hafa verið miklar umræður í samfélaginu um næringargildi hafragrauts. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði, skrifaði skoðanagrein á Vísi þar sem hún svaraði nokkrum mýtum um hafragraut fyrir helgi. Þar sagði hún meðal annars að hafragrautur væri sérstaklega næringarríkur og hann hækki blóðþrýsting hægast af öllum kornvörum. Til að svara frekari spurningum um hafragraut og mýtur tengdar mat kom Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, aðjúnkt og doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, í Bítið í morgun. Fólk eigi ekki að borða hafragraut ef því finnst hann vondur Hverju svararðu þessu með hafragrautinn? „Hann er hollur, þú getur ekki ekki dregið það í efa,“ sagði Vilborg. Hvað er svona hollt við hann? „Hann er bara mjög næringarríkur. Þú færð fullt af næringarefnum úr hafragraut. Þar að auki inniheldur hann mjög sérstakar trefjar sem við fáum ekki úr mörgum kornvörum sem hafa verið tengdar við betri meltingarfæraheilsu og lækkar kólesteról og ýmislegt,“ sagði hún. En er eitthvað slæmt við hafragraut? „Ef þér finnst hann vondur þá áttu ekkert að borða hafragraut. Það er ekkert matvæli sem hefur það vald að við eigum að borða það,“ sagði Vilborg. Vilborg segir gott að fá sér ávexti eða hnetu- og möndlusmjöt út á hafragraut til að fá meiri orku. Slímkenndur stofnanagrautur oft fráhrindandi Ein helsta ástæðan fyrir því að fólki finnst hafragrautur ekki góður er áferðin. Á stofnunum sé hafragrautur oft soðinn lengi og þá fái hann slímkennda áferð. Tröllahafrar eru grófari en venjulegir hafrar og því verður grauturinn með öðruvísi áferð. „Þetta er áferð sem er algengt að fólki líki ekkert sérstaklega vel við og margir kannski tengja við, leikskólabörn sem dæmi. Ég þekki það með mín eigin börn, þeir eru ekkert endilega rosalega hrifnir af leikskólagrautnum. En síðan ef maður eldar úr tröllahöfrum sem eru aðeins grófari, og eldar hann ekkert rosalega lengi og setur ber út á þá er áferðin er orðin allt önnur,“ segir Vilborg „Ein skál af hafragraut er líka bara lítil orka og vonandi er fólk að setja eitthvað út á hann sem gerir hann orkumeiri og næringarmeiri jafnvel,“ segir hún. En nú eru kolvetni í honum sem ætti að gefa okkur orku? „Helsti orkugjafinn úr höfrum eru kolvetni en þeir innihalda líka smá prótein, smá fitu. En svona einn skammtur er kannski einn desílítri af höfrum sem eru bara 40 grömm af höfrum. Það er ekkert rosalega mikil orka,“ segir Vilborg. Þess vegna sé gott að fólk sé að setja mjólk út á hafragraut, hnetu- og möndlusmjör eða ávexti. Áhrifavaldar hagnist á blóðsykurshræðslu Ein af þeim mýtum sem Guðrún tók fyrir í grein sinni var sú að hafragrautur hækki blóðsykur. Vilborg segir mikla blóðsykurshræðslu hafa stýrt umræðunni undanfarið og að ákveðið fólk hagnist á því með sölu blóðsykursmæla. Hafragrautur hækki blóðsykur eins og allur matur sem inniheldur kolvetni. „Þetta eru mjög áhugaverðir tímar, að vera næringarfræðingur. Það getur hver sem er sett fram hvaða upplýsingar sem er. Undanfarið er þessi blóðsykurshræðsla, ætla ég að leyfa mér að segja, búin að vera mjög sterk,“ segir Vilborg spurð út í það hvernig upplýsingar um mat geti verið svona gjörólíkar. „Það er fólk sem hagnast á þessari hræðslu, stórir aðgangar á samfélagsmiðlum sem er að selja ýmislegt. Það er verið að selja símælandi blóðsykursmæla í tonnavís hérna til heilbrigðs fólks sem við getum ekki fært nein rök fyrir því að hafi neinn ávinning af því. Þetta eru snilldar mælar fyrir fólk með sykursýki en fyrir almenning er erfitt að sjá hver ágóðinn raunverulega er,“ segir hún. „Hafragrautur hækkar blóðsykur, allur matur sem inniheldur kolvetni hækkar blóðsykurs. Það á að vera þannig. Líkaminn heldur alveg jafnvægi á þessari stjórnun á blóðsykri. Við brjótum niður kolvetni í meltingunni, blóðsykurinn hækkar blóðsykurinn og þá koma hormón sem lækka hann aftur,“ segir Vilborg. Þannig við erum alltaf í einhverju blóðsykursflökti? „Almennt svona tveimur tímum eftir máltíð ætti blóðsykurinn að vera kominn aftur í jafnvægi. Ef okkur líður eins og við séum að finna fyrir einhverjum öfgakenndum sveiflum í blóðsykri þá er um að gera bara að fara í blóðprufu, láta kanna það. Stundum er jafnvel gripið til þess að fara í það sem heitir sykurþolspróf þar sem er verið að skoða, í rauninni alveg upp að tveimur tímum, viðbrögðin við sykri,“ segir hún. „En þetta er alveg hræðilegur mælikvarði á hvort matvæli sé hollt eða ekki að horfa á hvort það hækki blóðsykur. Fullt af kolvetnaríkum matvælum eru mjög næringarrík og eitthvað sem við viljum hafa inn í mataræðinu.“ Mikið af mýtum um kolvetni Algengustu mýturnar sem Vilborg heyrir um mat segir hún tengdar yfirstandandi lágkolvetnabylgju. Eins sé mikið af fæðubótarefnum sem fólk taki alveg óþörf. Hvaða mýtu heyrir þú oftast eða hvaða mýtu þarf oftast að leiðrétta? „Algengustu mýturnar eru tengdar kolvetnum er og það er búið að vera lengi ákveðin lágkolvetnabylgja getum við sagt. Nýjasta afbrigði að því er í rauninni „carnivore“ [kjötætumataræði] en þar eru mjög stórar mýtur sem byggja ekki á vísindalegum grunn,“ segir Vilborg. Kjötdeildin í Nettó. Þangað fara kjötæturnar að sækja sér mat.Vísir/Vilhelm Hvað þá ef þú kemur með dæmi? „Þar er mikið verið að tala um að kólesteról í blóði sé ekki áhyggjuefni. Að það sé gott að vera með hátt „low-density lipoprotein“, kólesteról í blóði. Það er ekki rétt. Í fyrsta lagi þá þurfum við ekki að fá mettaða fitu eða kólesteról úr fæðu til að líkaminn fái nógu kólesteról. Þetta er ekki eitthvað næringarefni sem við þurfum að fá úr fæði. Líkaminn framleiðir það kólesteról sem hann þarf,“ segir Vilborg. „Aftur á móti ef við erum að borða mikið af mettaðri fitu, sem við fáum til dæmis úr feitu rauðu kjöti, smjöri, rjóma eða fitu sem er hörð við borðstofuhita, þá fer ákveðið ferli af stað í líkamanum þar sem mikið kólesteról í blóðrásinni getur farið að safnast upp,“ segir hún. „Þetta er alveg þvert á það sem við erum að sjá í vísindunum undanfarin ár. LDL-kólesteról er núna einmitt bara talið valdur af æðakölkun og með tilkomu nýrra rannsókna þá getum við sagt að það er betra að vera með lægra kólesteról í blóði og það er mjög verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.“ Fæðubótarefni almennt óþörf Mikið hefur borðið á að fólk borði hrátt kjöt en Vilborg segir mestu hættuna af því tengjast mögulegum örverum og bakteríum sem þrífist í því. Þá segir hún almennt séð að fólk þurfi ekki að taka inn fæðubótarefni nema það glími við sjúkdóm eða sé vannært. Svo var einhver að segja að maður geti fengið of mikið af andoxunarefnum. „Það er erfitt að fá of mikið af andoxunarefnum úr fæðu. Það sem við höfum stundum áhyggjur af er þá helst ef fólk er að taka inn fæðubótarefni eða drekka þetta í heilsudrykkjum þar sem þetta er í miklu, miklu meira magni en þú færð frá náttúrunnar hendi,“ segir Vilborg. Er áhættuefni hve algengt er að við fáum næringu úr tilbúnum matvælum og fæðubótarefnum? „Svona almennt séð ef það er ekki eitthvað alvarlegt sjúkdómsástand eða fólk er ekki vannært þá er engin sérstök ástæða fyrir því að vera að taka inn fæðubótarefni. Að D-vítamíni undanskildu, við þurfum öll að taka inn D-vítamín,“ segir hún. „En hvað varðar andoxunarefni er meira ekki betra og þá eiginlega bara við um allt sem við gætum talað um tengt mataræði. Við þurfum að fá eitthvað ákveðið mikið af næringarefnum. Við viljum ekki fá of lítið af þeim en síðan ef við erum komin í öfgar að fá svakalega mikið þá erum við líka kannski farin að sjá verri útkomu,“ segir hún. Umræða um mat eigi bara eftir að flækjast Kemur einhvern tímann sá dagur að þetta verður einfalt og það verða ekki svona villandi upplýsingar um mat? „Nei, ég held við séum bara rétt að byrja. Það hafa allir skoðun á því hvað við eigum að borða. Þetta stendur okkur svo nærri,“ segir Vilborg. „Við sjáum líka að þeir sem eru að hafa hátt með alls konar, þetta eru oft fullyrðingar, þetta er slæmt eða þetta er gott. Það er oft fólk á samfélagsmiðlum sem er ekki með vísindaleg rök að baki. Eða velur eitthvað svona smáatriði, eins og kom til dæmis fram í hafragreininni. Þá var verið að tala um að fýtatsýra hindri að þú takir upp næringarefni. Það er ekki rétt.“ Spurð út í magn skordýraeiturs í höfrum og öðrum vörum segir Vilborg að það sé ekki í svo miklu magni að það skipti máli. Það þurfi að borða gífurlegt magn af höfrum til að það sé skaðlegt.
Matur Bítið Morgunmatur Heilsa Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira