Tækifæri til að gera betur öllum til hagsbóta Magnea Marinósdóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:00 Málefni fólks af erlendum uppruna hefur mikið verið til umræðu undanfarið. Umræðan er tímabær. Á sama tíma er mikilvægt að hún sé málefnaleg og mildi ríki í garð þeirra sem koma til Íslands af mismunandi ástæðum til varanlegrar eða tímabundinnar búsetu. Fólk af erlendum uppruna – eins og alls ekki eins Oft er rætt um fólk af erlendum uppruna undir sama hatti. Það getur stundum átt við en vanalega er það villandi þar sem hópurinn sem um ræðir er fjölbreyttur m.a. með hliðsjón af tungumálakunnáttu, menntun, menningarlegum bakgrunni og fleiri þáttum. Fólk sem kemur er einnig í mismunandi lagalegri stöðu. Þess vegna er oftar en ekki mikilvægt fyrir alla málefnalega umræðu að gera greinarmun á fólki af erlendum uppruna sem eru dvalarleyfishafar, ríkisborgarar eða umsækjendur um alþjóðlega vernd svo dæmi sé tekið. Í tilviki dvalarleyfishafa getur skipt máli hvers konar dvalarleyfi er um að ræða sbr. hvort það er gefið út á grundvelli atvinnu, náms eða sambands eða á grundvelli alþjóðlegarar verndar, mannúðarsjónarmiða, hópaverndar, viðbótarverndar eða fjölskyldusameiningar. Eðli málsins samkvæmt getur staða fólks einnig tekið breytingum með tíð og tíma eins og í tilviki flóttafólks sem upphaflega hefur þarfir sem eru aðrar en þeirra sem koma hingað af sjálfsdáðun til að vinna, stunda nám eða fara í samband við íslenskan maka svo dæmi sé tekin enda ástæður að baki komu þeirra og förin til Íslands allt önnur. Síðan er staða umsækjenda um alþjóðlega vernd í allt önnur en staða flóttafólks sem komið er með dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Það breytir því hins vegar ekki að íslenska ríkið og samfélagið allt hefur skyldum að gegna gagnvart öllum þeim sem fá dvalarleyfi eða ríkisborgararéttur hérlendis. Það hefur jafnframt skyldum að gegna gagnvart þeim sem leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd skv. alþjóðlegum skuldbindingum, þar með talið þeim sem er neitað um alþjóðlega vernd og eru í umborinnidvöl eins og það er kallað. Brýnt er að hafa þetta í huga í umræðunni. Börn og ungmenni af erlendum uppruna En hvað með börn og ungmenni? Börn af erlendum uppruna geta átt við sömu áskoranir að stríða, ekki síst þegar kemur að skólagöngu eins og íslenskunám. Flóttabörnin geta hins vegar átt í frekari erfiðleikum sem afleiðing þess að hafa verið á flótta eins og vegna rofinnar skólagöngu og áfallasögu. Þarfir barna og ungmenna eru því misjafnar eftir aðstæðum og til þess þarf að taka tillit í skólastarfi. Það hefur hins vegar ekki verið gert með kerfisbundnum hætti hingað til þrátt fyrir að mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Margbreytileiki út frá sjónarhorni jafnaðarstefnunnar Með ofannefnt í huga er jákvætt að verið sé að ræða málefni innflytjenda og flóttafólks út frá sjónarhorni jafnaðarstefnunnar en grunnur hennar er jafnrétti eða jöfn tækifæri mismunandi hópa. Sá jöfnuður myndar síðan forsendur fyrir félagslegum hreyfanleika innan samfélagsins. Með öðrum orðum þá er það markmið jafnaðarstefnunnar að koma í veg fyrir mismunun og jaðarsetningu. Til þess að ná því markmiði þarf að skapa forsendur jafnréttis. Það felur vanalega í sér að grípa þurfi til sértækra aðgerða til að jafna aðstöðumun sbr. tækifæri til náms og aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð t.a.m. mismunandi efnahag, búsetu, kyni eða uppruna. Lánasjóður námsmanna er dæmi um sértæka aðgerð til að jafna aðstöðumun fólks til náms út frá fyrrnefndum þáttum. Þak á kostnaðarþáttöku almennings er skýrt dæmi um þá leið að jafna aðgang að heilbrigðisþjónustu og eftir því sem aukinni fjölbreytni íslensk samfélags framvindur þarf að halda áfram veginn. Grípa þarf til leiða til að ryðja hindrunum úr vegi jafnra tækifæri og aðgangs sbr. tungumálahrindunum og örðugleikum í vegi stjórnmálaþátttöku fólks af erlendum uppruna sem er því miður mun minni samanborið við innfædda Íslendinga. Í ljósi jafnaðarstefnunnar eru þannig málefni fólks af erlendum uppruna helsta jafnréttismál 21. aldarinnar. Þess vegna er mjög mikilvægt að tengja málefni „hópsins“ saman við stefnumótun sem lýtur að fjárfestingu í grunninnviðum samfélagsins sbr. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þessa mikilvægu nálgun hefur formaður íslenskra jafnaðarmanna, Kristrún Frostadóttir, bent á í umræðunni. Menntun sem jöfnuðartæki Það er oft sagt að jafnrétti kynjanna á Norðurlöndunum sé tilkomið vegna þess að eini munurinn á fólki almennt í hinum einsleitu norrænu samfélögum hafi verið hvort þú varst fæddur karl eða kona. Hins vegar á jafnrétti kynjanna rætur í þeirri stefnu sem var innleidd á Norðurlöndunum á 19. öld og miðaði að því að jafna aðstöðumun til náms. Jónas frá Hriflu var sá sem barðist hvað ötullegast fyrir því að jafna aðgang til náms á Íslandi enda komst hann ekki sjálfur í Lærða skólann í Reykjavík (MR). Sú höfnun varð honum óvænt gæfuspor þar sem hann fór í staðinn til Danmerkur í lýðháskóla eftir að hafa safnað í eigin námssjóð og í framhaldi til Ruskin háskóla í Oxford sem talinn er vera fyrsti verkamannaháskólinn í heimi rekinn með stuðningi samvinnu og verkalýðshreyfingarinnar. Jónas kom síðan heim aftur með ferskar hugmyndir í farteskinu og fór að beita sér fyrir 19. og 20. aldar stefnumörkun Norðurlandanna hér á landi til að stuðla að jöfnum rétti allra til náms óháð kyni, efnahag, búsetu og þar fram eftir götunum. Í samtímanum er það ekki síst aðstöðumunur vegna menntunar foreldra, efnahags og búsetu og hamlandi aðstæðurvegna uppruna og fötlunar sem þarf að jafna. Áhrif uppruna koma sérstaklega fram í háu brottfalli úr framhaldsskólum hérlendis sem er hærra meðal þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir samanborið við innfædda. „Á yfirborðinu virðist erlendur uppruni hafa takmörkuð áhrif. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að ungmenni sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis búa við auknar líkur á brotthvarfi. Brotthvarf tengist augljóslega því hve gömul ungmennin voru þegar þau fluttu til Íslands. Því yngri sem þau voru því betra vald má ætla að þau hafi á tungumálinu, sem er lykilatriði fyrir árangur í námi, og sterkari félagsleg tengsl.“ segir í skýrsluVelferðarvaktarinnar frá 2022. Brottfall ungmenna af erlendum bergi brotnu íframhaldsskólum endurspeglar þannig að hluta til vanda á framhaldsskólastiginu og að hluta til á leik- og grunnskólastiginu þar sem ekki er komið með nægilegan skilvirkum hætti á móts við þarfir barna og ungmenna sem hafa íslensku ekki sem móðurmál. Það á einkum við um börn og ungmenni sem búa á heimilum þar sem enginn talar íslensku að móðurmáli. Þau þurfa mest á tímabundnum stuðningi að halda til að jafna aðstöðumuninn og til að náð því að endingu að standa jafnfætis jafnöldrum sínum sem eru innfædd eða hafa a.m.k. aðgang að einu foreldri eða forráðamanni sem talar íslensku. Það er mögulegt að jafna þennan mun alveg eins og það er hægt að kenna lesblindu barni að lesa með sérstökum aðferðum. Með sama hætti þarf að fara sérstakar leiðir til þess að kenna börnum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli að læra það mál. Þannig þarf að aðlaga menntakerfið að mismunandi þörfum barna eins og sérfræðingar hafa bent á, þ.m.t. kennarar sem eru sérfræðingar í að kenna íslensku sem annað mál, talmeinafræðingar og fleiri. Móttökudeildirnar í grunnskólum höfðu þetta hlutverk en þær voru lagðar niður í kjölfar stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Núna í ljósi aukinnar þarfar er verið að veita börnum, sem eiga íslensku ekki sem móðurmál aðstoð við íslenskunám í svokölluðum íslenskuverum. Þau leysa hins vegar eingöngu hluta vandans vegna fjöldatakmarkana og fleiri atriða eins og aðgangi sveitarfélaga að fjármagni í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kostnaður eða fjárfesting í mannauði framtíðar Staðan er því sú að betur má ef duga skal svo að „kerfið“ geti mætt þeim mismunandi þörfum sem skapast hafa í kjölfar þess að samsetning íbúa á Íslandi er orðin mun fjölbreyttari en áður. Ef litið er sérstaklega til barna og ungmenna sem hafa komið hingað á flótta með foreldrum/forráðamönnum sínum ellegar ein, þá blasir enn eitt úrlausnarefnið við sbr. rofin skólaganga og áföll. Í ljósi þessa hefur staðið til í nokkurn tíma að gera samning milli ríkisins (mennta- og barnamálaráðuneytisins) og sveitarfélaga um sérstakan stuðning vegna móttöku flóttabarna í grunnskólum landsins. Það er einnig mikilvægt að horfa til leikskólanna en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið að semja f.h. sveitarfélganna við ríkið. Enn sem komið er liggur samningur ekki fyrir en hins vegar hafa sveitarfélög getað sótt um styrki vegna móttöku barna á flótta. Mikið liggur við enda jafngildir sérstakur stuðningur við flóttabörn innan leik- og grunnskólakerfisins, þegar upp er staðið, verðmætri fjárfestingu í mannauði framtíðarinnar. Það er því mikilvægt að fylgja ráðum sérfræðinga því annars skapast það hættuástand að aurinn sé hirtur en krónunni kastað. Fyrir utan námsstuðning þá er jafnframt mikilvægt að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í starf með börnum og foreldrum sem hafa verið á flótta. Síðast en ekki síst skiptir aukin fjárfesting í kennaramenntun höfuðmáli til að mögulegt sé að mæta að þörfum barna af erlendum uppruna og foreldrum þeirra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli með sjálfbærum hætti á til lengri tíma. Höfuðatriði er að líta ekki á aðgerðir í menntakerfinu sem kostnað heldur fjárfestingu í mannauði og þar með hagsæld og friðsæld framtíðarinnar. Fjárfesting til að koma í veg fyrir jaðarsetningu barna og ungmenna af erlendum uppruna til framtíðar sem fullorðinna einstaklinga ekki vegna þess að þau gátu ekki eða vildu ekki læra heldur vegna þess að kennslan, sem þau fengu, mætti ekki þörfum þeirra. Þar með endurspeglar brottfall og annað „ófremdarástand“ og „stjórnleysi“ einfaldlega að forsendur jafnra tækifæra og félagslegs hreyfanleika í anda jafnaðarstefnunnar hafa brostið í tilviki (fjölda) fólks í öllum aldurshópum af erlendum uppruna. Það getur aftur skapað óæskilegan jarðveg sem farveg fyrir samfélagslega sundrungu og togstreitu líkt og hefur sést ímismiklum mæli áhinum Norðurlöndunum og öðrum löndum Evrópu. Samfélagsleg sundrung, andfélagsleg viðhorf og hegðun, brýst hins vegar oftar en ekki upp á yfirborðið þegar er ekki hugað að jöfnun aðstöðumunar. Mikilvægt er að leita allra leiða til að svo verði ekki. Lítum tildæmis til Kanada og Nýja Sjálands en þar hefur tekist einkar vel til við inngildingu fólks af erlendum uppruna. Fjárfesting minnkar líkurnar á því að börn/ungmenni/fullorðnir upplifi útilokun frá tækifærum og verði jafnvel föst í fátækt eftir að skólaskyldu lýkur í stað þess að hafa aðgang að fjölda tækifæra til að auka sín lífsins gæði. Menntun, þekking og færni fólks af erlendum uppruna metin að verðleikum Mat á menntun, þekkingu og færni fólks, sem kemur til landsins, er síðan annað mál sem gefa þarf gaum að. Nú þegar eru fínar leiðir færar í atvinnulífinu sbr. raunfærnimat. Það er hins vegar fyrst og fremst nýtt til að stytta nám í iðnskóla frekar en að votta um starfshæfni fyrir vinnumarkaðinn svo að það geti gert fólki af erlendum uppruna betur kleift að fá vinnu við sitt hæfi og betri stöðu á vinnumarkaði. Því má við bæta að raunfærnimötin eru meira og minna á íslensku og námið líka en fólk af erlendum uppruna má hins vegar taka með sér túlk í matið sjálft. Það er hins vegar erfitt ef námsefnið er ekki aðgengilegt. Betur má ef duga skal öllum til hagsbóta í kjölfar þess að möguleikar til á að fá starf við hæfi og betri laun batna. Við það dregst úr þrýstingi launa niður á við sem er jákvætt í stað þróunar í átt að verri eða verstu kjörum. Í stuttu máli: Við vorum einsleit þjóð sem erum sífellt að verða fjölmenningarlegri. Það verður að líta á fólk sem mannauð, ekki síst börn og ungmenni, sem mikilvægt er að fjárfesta vel í enda þjóðhagslega hagkvæmt og farsælt til framtíðar. Það er mikið svigrúm til að aðlaga kerfið, þar með talið leik- og grunnskóla, framhaldsskóla, iðnskóla, háskólar og atvinnulífið og fræðslustofnanir þess, að breyttum landslagi. Mögulegt er bæta margt með hóflegum tilkostnaði og útsjónarsemi þannig að þjóðfélagið sem heild mætti betur þörfum fólks af erlendum uppruna öllum til hagsbóta. Það er í anda hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar um jöfnun tækifæra sem felur í sér hvatningu og stuðning til félagslegs hreyfanleika og stuðlar að auknu jafnrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum sem hefur starfað í Afganistan, Balkanskaganum og Palestínu og við móttöku flóttafólks hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Jafnréttismál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Málefni fólks af erlendum uppruna hefur mikið verið til umræðu undanfarið. Umræðan er tímabær. Á sama tíma er mikilvægt að hún sé málefnaleg og mildi ríki í garð þeirra sem koma til Íslands af mismunandi ástæðum til varanlegrar eða tímabundinnar búsetu. Fólk af erlendum uppruna – eins og alls ekki eins Oft er rætt um fólk af erlendum uppruna undir sama hatti. Það getur stundum átt við en vanalega er það villandi þar sem hópurinn sem um ræðir er fjölbreyttur m.a. með hliðsjón af tungumálakunnáttu, menntun, menningarlegum bakgrunni og fleiri þáttum. Fólk sem kemur er einnig í mismunandi lagalegri stöðu. Þess vegna er oftar en ekki mikilvægt fyrir alla málefnalega umræðu að gera greinarmun á fólki af erlendum uppruna sem eru dvalarleyfishafar, ríkisborgarar eða umsækjendur um alþjóðlega vernd svo dæmi sé tekið. Í tilviki dvalarleyfishafa getur skipt máli hvers konar dvalarleyfi er um að ræða sbr. hvort það er gefið út á grundvelli atvinnu, náms eða sambands eða á grundvelli alþjóðlegarar verndar, mannúðarsjónarmiða, hópaverndar, viðbótarverndar eða fjölskyldusameiningar. Eðli málsins samkvæmt getur staða fólks einnig tekið breytingum með tíð og tíma eins og í tilviki flóttafólks sem upphaflega hefur þarfir sem eru aðrar en þeirra sem koma hingað af sjálfsdáðun til að vinna, stunda nám eða fara í samband við íslenskan maka svo dæmi sé tekin enda ástæður að baki komu þeirra og förin til Íslands allt önnur. Síðan er staða umsækjenda um alþjóðlega vernd í allt önnur en staða flóttafólks sem komið er með dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Það breytir því hins vegar ekki að íslenska ríkið og samfélagið allt hefur skyldum að gegna gagnvart öllum þeim sem fá dvalarleyfi eða ríkisborgararéttur hérlendis. Það hefur jafnframt skyldum að gegna gagnvart þeim sem leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd skv. alþjóðlegum skuldbindingum, þar með talið þeim sem er neitað um alþjóðlega vernd og eru í umborinnidvöl eins og það er kallað. Brýnt er að hafa þetta í huga í umræðunni. Börn og ungmenni af erlendum uppruna En hvað með börn og ungmenni? Börn af erlendum uppruna geta átt við sömu áskoranir að stríða, ekki síst þegar kemur að skólagöngu eins og íslenskunám. Flóttabörnin geta hins vegar átt í frekari erfiðleikum sem afleiðing þess að hafa verið á flótta eins og vegna rofinnar skólagöngu og áfallasögu. Þarfir barna og ungmenna eru því misjafnar eftir aðstæðum og til þess þarf að taka tillit í skólastarfi. Það hefur hins vegar ekki verið gert með kerfisbundnum hætti hingað til þrátt fyrir að mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Margbreytileiki út frá sjónarhorni jafnaðarstefnunnar Með ofannefnt í huga er jákvætt að verið sé að ræða málefni innflytjenda og flóttafólks út frá sjónarhorni jafnaðarstefnunnar en grunnur hennar er jafnrétti eða jöfn tækifæri mismunandi hópa. Sá jöfnuður myndar síðan forsendur fyrir félagslegum hreyfanleika innan samfélagsins. Með öðrum orðum þá er það markmið jafnaðarstefnunnar að koma í veg fyrir mismunun og jaðarsetningu. Til þess að ná því markmiði þarf að skapa forsendur jafnréttis. Það felur vanalega í sér að grípa þurfi til sértækra aðgerða til að jafna aðstöðumun sbr. tækifæri til náms og aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð t.a.m. mismunandi efnahag, búsetu, kyni eða uppruna. Lánasjóður námsmanna er dæmi um sértæka aðgerð til að jafna aðstöðumun fólks til náms út frá fyrrnefndum þáttum. Þak á kostnaðarþáttöku almennings er skýrt dæmi um þá leið að jafna aðgang að heilbrigðisþjónustu og eftir því sem aukinni fjölbreytni íslensk samfélags framvindur þarf að halda áfram veginn. Grípa þarf til leiða til að ryðja hindrunum úr vegi jafnra tækifæri og aðgangs sbr. tungumálahrindunum og örðugleikum í vegi stjórnmálaþátttöku fólks af erlendum uppruna sem er því miður mun minni samanborið við innfædda Íslendinga. Í ljósi jafnaðarstefnunnar eru þannig málefni fólks af erlendum uppruna helsta jafnréttismál 21. aldarinnar. Þess vegna er mjög mikilvægt að tengja málefni „hópsins“ saman við stefnumótun sem lýtur að fjárfestingu í grunninnviðum samfélagsins sbr. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þessa mikilvægu nálgun hefur formaður íslenskra jafnaðarmanna, Kristrún Frostadóttir, bent á í umræðunni. Menntun sem jöfnuðartæki Það er oft sagt að jafnrétti kynjanna á Norðurlöndunum sé tilkomið vegna þess að eini munurinn á fólki almennt í hinum einsleitu norrænu samfélögum hafi verið hvort þú varst fæddur karl eða kona. Hins vegar á jafnrétti kynjanna rætur í þeirri stefnu sem var innleidd á Norðurlöndunum á 19. öld og miðaði að því að jafna aðstöðumun til náms. Jónas frá Hriflu var sá sem barðist hvað ötullegast fyrir því að jafna aðgang til náms á Íslandi enda komst hann ekki sjálfur í Lærða skólann í Reykjavík (MR). Sú höfnun varð honum óvænt gæfuspor þar sem hann fór í staðinn til Danmerkur í lýðháskóla eftir að hafa safnað í eigin námssjóð og í framhaldi til Ruskin háskóla í Oxford sem talinn er vera fyrsti verkamannaháskólinn í heimi rekinn með stuðningi samvinnu og verkalýðshreyfingarinnar. Jónas kom síðan heim aftur með ferskar hugmyndir í farteskinu og fór að beita sér fyrir 19. og 20. aldar stefnumörkun Norðurlandanna hér á landi til að stuðla að jöfnum rétti allra til náms óháð kyni, efnahag, búsetu og þar fram eftir götunum. Í samtímanum er það ekki síst aðstöðumunur vegna menntunar foreldra, efnahags og búsetu og hamlandi aðstæðurvegna uppruna og fötlunar sem þarf að jafna. Áhrif uppruna koma sérstaklega fram í háu brottfalli úr framhaldsskólum hérlendis sem er hærra meðal þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir samanborið við innfædda. „Á yfirborðinu virðist erlendur uppruni hafa takmörkuð áhrif. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að ungmenni sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis búa við auknar líkur á brotthvarfi. Brotthvarf tengist augljóslega því hve gömul ungmennin voru þegar þau fluttu til Íslands. Því yngri sem þau voru því betra vald má ætla að þau hafi á tungumálinu, sem er lykilatriði fyrir árangur í námi, og sterkari félagsleg tengsl.“ segir í skýrsluVelferðarvaktarinnar frá 2022. Brottfall ungmenna af erlendum bergi brotnu íframhaldsskólum endurspeglar þannig að hluta til vanda á framhaldsskólastiginu og að hluta til á leik- og grunnskólastiginu þar sem ekki er komið með nægilegan skilvirkum hætti á móts við þarfir barna og ungmenna sem hafa íslensku ekki sem móðurmál. Það á einkum við um börn og ungmenni sem búa á heimilum þar sem enginn talar íslensku að móðurmáli. Þau þurfa mest á tímabundnum stuðningi að halda til að jafna aðstöðumuninn og til að náð því að endingu að standa jafnfætis jafnöldrum sínum sem eru innfædd eða hafa a.m.k. aðgang að einu foreldri eða forráðamanni sem talar íslensku. Það er mögulegt að jafna þennan mun alveg eins og það er hægt að kenna lesblindu barni að lesa með sérstökum aðferðum. Með sama hætti þarf að fara sérstakar leiðir til þess að kenna börnum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli að læra það mál. Þannig þarf að aðlaga menntakerfið að mismunandi þörfum barna eins og sérfræðingar hafa bent á, þ.m.t. kennarar sem eru sérfræðingar í að kenna íslensku sem annað mál, talmeinafræðingar og fleiri. Móttökudeildirnar í grunnskólum höfðu þetta hlutverk en þær voru lagðar niður í kjölfar stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Núna í ljósi aukinnar þarfar er verið að veita börnum, sem eiga íslensku ekki sem móðurmál aðstoð við íslenskunám í svokölluðum íslenskuverum. Þau leysa hins vegar eingöngu hluta vandans vegna fjöldatakmarkana og fleiri atriða eins og aðgangi sveitarfélaga að fjármagni í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kostnaður eða fjárfesting í mannauði framtíðar Staðan er því sú að betur má ef duga skal svo að „kerfið“ geti mætt þeim mismunandi þörfum sem skapast hafa í kjölfar þess að samsetning íbúa á Íslandi er orðin mun fjölbreyttari en áður. Ef litið er sérstaklega til barna og ungmenna sem hafa komið hingað á flótta með foreldrum/forráðamönnum sínum ellegar ein, þá blasir enn eitt úrlausnarefnið við sbr. rofin skólaganga og áföll. Í ljósi þessa hefur staðið til í nokkurn tíma að gera samning milli ríkisins (mennta- og barnamálaráðuneytisins) og sveitarfélaga um sérstakan stuðning vegna móttöku flóttabarna í grunnskólum landsins. Það er einnig mikilvægt að horfa til leikskólanna en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið að semja f.h. sveitarfélganna við ríkið. Enn sem komið er liggur samningur ekki fyrir en hins vegar hafa sveitarfélög getað sótt um styrki vegna móttöku barna á flótta. Mikið liggur við enda jafngildir sérstakur stuðningur við flóttabörn innan leik- og grunnskólakerfisins, þegar upp er staðið, verðmætri fjárfestingu í mannauði framtíðarinnar. Það er því mikilvægt að fylgja ráðum sérfræðinga því annars skapast það hættuástand að aurinn sé hirtur en krónunni kastað. Fyrir utan námsstuðning þá er jafnframt mikilvægt að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í starf með börnum og foreldrum sem hafa verið á flótta. Síðast en ekki síst skiptir aukin fjárfesting í kennaramenntun höfuðmáli til að mögulegt sé að mæta að þörfum barna af erlendum uppruna og foreldrum þeirra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli með sjálfbærum hætti á til lengri tíma. Höfuðatriði er að líta ekki á aðgerðir í menntakerfinu sem kostnað heldur fjárfestingu í mannauði og þar með hagsæld og friðsæld framtíðarinnar. Fjárfesting til að koma í veg fyrir jaðarsetningu barna og ungmenna af erlendum uppruna til framtíðar sem fullorðinna einstaklinga ekki vegna þess að þau gátu ekki eða vildu ekki læra heldur vegna þess að kennslan, sem þau fengu, mætti ekki þörfum þeirra. Þar með endurspeglar brottfall og annað „ófremdarástand“ og „stjórnleysi“ einfaldlega að forsendur jafnra tækifæra og félagslegs hreyfanleika í anda jafnaðarstefnunnar hafa brostið í tilviki (fjölda) fólks í öllum aldurshópum af erlendum uppruna. Það getur aftur skapað óæskilegan jarðveg sem farveg fyrir samfélagslega sundrungu og togstreitu líkt og hefur sést ímismiklum mæli áhinum Norðurlöndunum og öðrum löndum Evrópu. Samfélagsleg sundrung, andfélagsleg viðhorf og hegðun, brýst hins vegar oftar en ekki upp á yfirborðið þegar er ekki hugað að jöfnun aðstöðumunar. Mikilvægt er að leita allra leiða til að svo verði ekki. Lítum tildæmis til Kanada og Nýja Sjálands en þar hefur tekist einkar vel til við inngildingu fólks af erlendum uppruna. Fjárfesting minnkar líkurnar á því að börn/ungmenni/fullorðnir upplifi útilokun frá tækifærum og verði jafnvel föst í fátækt eftir að skólaskyldu lýkur í stað þess að hafa aðgang að fjölda tækifæra til að auka sín lífsins gæði. Menntun, þekking og færni fólks af erlendum uppruna metin að verðleikum Mat á menntun, þekkingu og færni fólks, sem kemur til landsins, er síðan annað mál sem gefa þarf gaum að. Nú þegar eru fínar leiðir færar í atvinnulífinu sbr. raunfærnimat. Það er hins vegar fyrst og fremst nýtt til að stytta nám í iðnskóla frekar en að votta um starfshæfni fyrir vinnumarkaðinn svo að það geti gert fólki af erlendum uppruna betur kleift að fá vinnu við sitt hæfi og betri stöðu á vinnumarkaði. Því má við bæta að raunfærnimötin eru meira og minna á íslensku og námið líka en fólk af erlendum uppruna má hins vegar taka með sér túlk í matið sjálft. Það er hins vegar erfitt ef námsefnið er ekki aðgengilegt. Betur má ef duga skal öllum til hagsbóta í kjölfar þess að möguleikar til á að fá starf við hæfi og betri laun batna. Við það dregst úr þrýstingi launa niður á við sem er jákvætt í stað þróunar í átt að verri eða verstu kjörum. Í stuttu máli: Við vorum einsleit þjóð sem erum sífellt að verða fjölmenningarlegri. Það verður að líta á fólk sem mannauð, ekki síst börn og ungmenni, sem mikilvægt er að fjárfesta vel í enda þjóðhagslega hagkvæmt og farsælt til framtíðar. Það er mikið svigrúm til að aðlaga kerfið, þar með talið leik- og grunnskóla, framhaldsskóla, iðnskóla, háskólar og atvinnulífið og fræðslustofnanir þess, að breyttum landslagi. Mögulegt er bæta margt með hóflegum tilkostnaði og útsjónarsemi þannig að þjóðfélagið sem heild mætti betur þörfum fólks af erlendum uppruna öllum til hagsbóta. Það er í anda hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar um jöfnun tækifæra sem felur í sér hvatningu og stuðning til félagslegs hreyfanleika og stuðlar að auknu jafnrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum sem hefur starfað í Afganistan, Balkanskaganum og Palestínu og við móttöku flóttafólks hérlendis.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun