Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Það geta verið alls kyns skýringar á því hvers vegna okkur líður þannig að langa ekki í vinnuna. Ef þessi tilfinning er viðvarandi er lykilatriði að reyna ekki að bægja þessari tilfinningu frá, heldur frekar að kryfja málin og leita leiða til að fara að líða betur. Vísir/Getty Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. Með tilliti til þess hversu stór partur af lífinu vinnan er hjá flestu fullorðnu fólki, er það hreinlega vondur staður að vera á að langa ekki í vinnuna. En hvað er til ráða? Jú, að líða svona er ekki eitthvað sem einskorðast bara við þína líðan. Margir hafa meira að segja upplifað þetta á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við skulum rýna í nokkrar algengar skýringar og góð ráð sem geta hjálpað. Algengar skýringar Það er í góðu lagi og alveg eðlilegt að langa ekki í vinnuna suma daga eða í nokkra daga í röð. En þegar þessi líðan er orðin nokkuð viðvarandi og þú ert farin/n að finna fyrir því að svona líður þér einfaldlega alla daga, er vert að velta fyrir sér hvort eitthvað af eftirfarandi skýringum eigi við: Að þú sért komin í eða nálægt kulnun Önnur andleg vanlíðan, til dæmis þunglyndi eða kvíði Almenn óánægja með starfið sem þú ert í eða vinnustaðinn Sambandið þitt við vinnufélaga eða yfirmann er ekki gott og hefur truflandi áhrif á þig Að vera hrædd/ur um að standa þig ekki nógu vel í vinnunni. Aðrar ástæður geta líka verið atriði eins og að þér finnist þú ekki metin/n af verðleikum eða að þú upplifir þig ekki sem hluta af hópnum. Lykilatriðið er að átta okkur á því hver orsökin er og ákveða næstu skref í samræmi. Ef það að ræða við fagaðila, til dæmis lækni, á við, þá er um að gera að bóka tíma. Ef ekki, er ágætt að velta fyrir sér hvaða aðrar leiðir gætu verið góðar. Nokkrar hugmyndir Ef þú metur stöðuna þannig að það að skipta um vinnu sé ekki málið og að vanlíðanin stafi ekki af einhverju alvarlegu eins og andlegu ofbeldi eða einelti á vinnustað, er hægt að velta fyrir sér öðrum leiðum. Því engum langar að líða svona alla daga. Sem dæmi um hugmyndir má benda á: Ef þú getur rætt málin við einhvern, góðan vin, maka eða samstarfsfélaga, þá getur það oft hjálpað. Að rifja upp gömlu markmiðin þín er líka ágætis leið. Því oft missum við sjónar af því hver draumurinn okkar upphaflega var um starfsframa í lífinu. Hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stór? Stundum fáum við hugmyndir um ný tækifæri með því einu að rifja upp þessi gömlu markmið og tengjast þeim á ný. Ef þér finnst vanlíðanin þín stafa af því hversu neikvætt andrúmsloft er á vinnustaðnum, spenna í loftinu eða mikið um baktal, er um að gera að finna leiðir til að fjarlægja þig sem mest frá því. Án undantekninga gerir það okkur gott að forðast neikvæðni og efla okkur frekar í jákvæðni. Leiðir til að gera þetta er til dæmis að taka aldrei undir baktal, vera jákvæð sjálf, brosa meira og svo framvegis. Svefn skiptir líka miklu máli. Stundum er ónægur svefn skýringin á því að kvíði eykst og alls kyns önnur vanlíðan. Ert þú að sofa 7-9 klukkustundir á nóttu? Allt sem þú telur efla sjálfið þitt er líka af hinu góða. Alltaf. Ef þú telur aðstæðurnar í vinnunni vera tímabundnar og að þetta sé ekki líðan sem eigi eftir að vera viðvarandi, getur samt verið gott að horfa á öll góð ráð sem þú telur geta nýst þér í að byggja sjálfan þig upp á meðan staðan er eins og hún er. Góðu ráðin Geðheilbrigði Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Starfsframi Tengdar fréttir Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Með tilliti til þess hversu stór partur af lífinu vinnan er hjá flestu fullorðnu fólki, er það hreinlega vondur staður að vera á að langa ekki í vinnuna. En hvað er til ráða? Jú, að líða svona er ekki eitthvað sem einskorðast bara við þína líðan. Margir hafa meira að segja upplifað þetta á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við skulum rýna í nokkrar algengar skýringar og góð ráð sem geta hjálpað. Algengar skýringar Það er í góðu lagi og alveg eðlilegt að langa ekki í vinnuna suma daga eða í nokkra daga í röð. En þegar þessi líðan er orðin nokkuð viðvarandi og þú ert farin/n að finna fyrir því að svona líður þér einfaldlega alla daga, er vert að velta fyrir sér hvort eitthvað af eftirfarandi skýringum eigi við: Að þú sért komin í eða nálægt kulnun Önnur andleg vanlíðan, til dæmis þunglyndi eða kvíði Almenn óánægja með starfið sem þú ert í eða vinnustaðinn Sambandið þitt við vinnufélaga eða yfirmann er ekki gott og hefur truflandi áhrif á þig Að vera hrædd/ur um að standa þig ekki nógu vel í vinnunni. Aðrar ástæður geta líka verið atriði eins og að þér finnist þú ekki metin/n af verðleikum eða að þú upplifir þig ekki sem hluta af hópnum. Lykilatriðið er að átta okkur á því hver orsökin er og ákveða næstu skref í samræmi. Ef það að ræða við fagaðila, til dæmis lækni, á við, þá er um að gera að bóka tíma. Ef ekki, er ágætt að velta fyrir sér hvaða aðrar leiðir gætu verið góðar. Nokkrar hugmyndir Ef þú metur stöðuna þannig að það að skipta um vinnu sé ekki málið og að vanlíðanin stafi ekki af einhverju alvarlegu eins og andlegu ofbeldi eða einelti á vinnustað, er hægt að velta fyrir sér öðrum leiðum. Því engum langar að líða svona alla daga. Sem dæmi um hugmyndir má benda á: Ef þú getur rætt málin við einhvern, góðan vin, maka eða samstarfsfélaga, þá getur það oft hjálpað. Að rifja upp gömlu markmiðin þín er líka ágætis leið. Því oft missum við sjónar af því hver draumurinn okkar upphaflega var um starfsframa í lífinu. Hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stór? Stundum fáum við hugmyndir um ný tækifæri með því einu að rifja upp þessi gömlu markmið og tengjast þeim á ný. Ef þér finnst vanlíðanin þín stafa af því hversu neikvætt andrúmsloft er á vinnustaðnum, spenna í loftinu eða mikið um baktal, er um að gera að finna leiðir til að fjarlægja þig sem mest frá því. Án undantekninga gerir það okkur gott að forðast neikvæðni og efla okkur frekar í jákvæðni. Leiðir til að gera þetta er til dæmis að taka aldrei undir baktal, vera jákvæð sjálf, brosa meira og svo framvegis. Svefn skiptir líka miklu máli. Stundum er ónægur svefn skýringin á því að kvíði eykst og alls kyns önnur vanlíðan. Ert þú að sofa 7-9 klukkustundir á nóttu? Allt sem þú telur efla sjálfið þitt er líka af hinu góða. Alltaf. Ef þú telur aðstæðurnar í vinnunni vera tímabundnar og að þetta sé ekki líðan sem eigi eftir að vera viðvarandi, getur samt verið gott að horfa á öll góð ráð sem þú telur geta nýst þér í að byggja sjálfan þig upp á meðan staðan er eins og hún er.
Góðu ráðin Geðheilbrigði Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Starfsframi Tengdar fréttir Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00
Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01
Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01
Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02