Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 10:32 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað átta mörk fyrir Ísland og er mætt aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. VÍSIR/VILHELM Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00