Handbolti

Tor­sóttur sigur hjá læri­sveinum Guð­mundar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson var í landsliðshópnum á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum.
Einar Þorsteinn Ólafsson var í landsliðshópnum á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. VÍSIR/VILHELM

Guðmundur Guðmundsson stýrði sínu liði Fredericia til sigurs gegn Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Fredericia féll úr leik í bikarnum um helgina eftir tap gegn GOG og tapaði einnig gegn GOG í sínum síðasta deildarleik. Liðið er þó í 2. sæti dönsku deildarinnar en andstæðingarnir í Kolding voru í næst neðsta sæti fyrir leikinn.

Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks en Fredericia náði tveggja marka forystu í fyrsta sinn í stöðunni 8-6. Staðan í hálfleik var 13-10 lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í vil.

Gestirnir náðu fjögurra marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks en heimamenn náðu að jafna metin í 20-20 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Kolding náði forystunni í 23-22 en þá tóku leikmenn Fredericia við sér. Þeir náðu 5-1 kafla og sigldu torsóttum sigri í höfn. Lokatölur 27-26.

Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði vörnina með liði Fredericia í kvöld sem er þremur stigum á eftir liði Álaborgar á toppnum sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×