Sport

Dag­skráin í dag: Evrópu- og Sam­bands­deildir af stað á ný

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax verða í eldlínunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax verða í eldlínunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld. Vísir/Getty

Evrópu- og Sambandsdeildir UEFA verða í eldlínunni á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld en alls eru fjórar beinar útsendingar á dagskrá. Þá verður sýnt beint frá æfingu fyrir Formúlu 1 tímabilið.

Stöð 2 Sport 2

KLukkan 17:35 fer útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar af stað en þá mætast franska liðið Rennes og ítalska stórveldið AC Milan í Frakklandi. Klukkan 19:50 hefst síðan bein útsending frá seinni leik kvöldsins þar sem Sparta Prag og Galatasaray mætast.

Stöð 2 Sport 3

Norska liðið Bodö/Glimt tekur á móti Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum hans í Ajax í Sambandsdeildinni og hefst útsending frá leiknum klukkan 17:35. Leikur Frankfurt og Union SG í sömu keppni verður sýndur beint klukkan 19:50.

Stöð 2 Sport 4

African Amateur Championship mótið í golfi verður sýnt beint frá klukkan 11:00. Þá mætast Torino og Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni og hefst útsending frá leiknum klukkan 19:35.

Vodafone Sport

Sýnt verður beint frá æfingum Formúlu 1 liðanna fyrir tímabilið sem framundan er. Útsending hefst klukkan 06:55 en fyrsta keppni ársins fer fram 9. mars í Sádi Arabíu.

Fimm mínútur yfir miðnætti í kvöld mætast síðan New York Rangers og New Jersey Devils í nágrannaslag í NHL-deildinni í ískhokký. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×