„Þetta er alvöru skrímsli“ Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 11:56 Magnús Sverrir gengst fúslega við því að vera með bíladellu og þessi Benz-jeppi fari hæglega á toppinn á lista yfir þá bíla sem hann hefur átt. vísir/samsett Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa. Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019. Bílar Bílaleigur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019.
Bílar Bílaleigur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira