Lífið

Sjö eigin­menn Evelyn Hugo með Bríeti á Balí

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bríet í dómarasætinu á úrslitakvöldi Idol fyrir rúmri viku.
Bríet í dómarasætinu á úrslitakvöldi Idol fyrir rúmri viku. Vísir/Hulda Margrét

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar sleikir þessa dagana sólina í fjarlægju landi eftir að hafa lokið störfum sem einn dómaranna fjögurra í nýlokinni seríu af Idol á Stöð 2.

Draumur Íslendinga margra hverja er að komast í sólina í janúar og febrúar. Ljóst er að Bríet lætur drauma sína rætast. Hún virðist niðursokkin í bækur ef marka má færslur hennar á Instagram. Bókin sem um ræðir er Seven husbands of Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid.

Bríet virðist meðvituð um að heilmikil hvíld og endurnæring er fólgin í því að lesa góðar bækur.@brietelfar

Í báðum færslum Bríetar má sjá hana með bókina. Annars vegar í svalri laug og hins vegar í kósýheitum með kerti við hönd.

Vel fer um Bríeti í fjarskalandi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er tónlistarkonan stödd á Balí.


Tengdar fréttir

Myndaveisla: Öllu til tjaldað í lokaþætti Idolsins

Idol stemningin náði algjöru hámarki síðastliðið föstudagskvöld þegar sigurvegari seríunnar var krýndur. Glamúrinn gaf ekkert eftir og þau Anna Fanney, Jóna Margrét og Björgvin sungu sitt síðasta, í bili. 

Bríet táraðist

Í Idol-keppni föstudagskvöldsins var kvikmynda- og sjónvarpsþáttaþema og áttu keppendur að velja sér lag úr þeim flokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.